Júnímánuður sá heitasti sem mælst hefur Randver Kári Randversson skrifar 22. júlí 2014 16:10 Vísir/Getty Images Samkvæmt niðurstöðum Haf- og loftslagsrannsóknastofnun Bandaríkjanna var nýliðinn júnímánuður sá hlýjasti á jörðinni frá því mælingar hófust. Nýliðinn maímánuður var heitasti maímánuður sem mælst hefur. Í skýrslu stofnunarinnar kemur fram að yfirborðshiti sjávar í júní hafi verið 0,64°C yfir meðaltali 20. aldar, sem er hæsti hiti sem mælst hefur í júní, og hæsti meðaltalshiti frá upphafi mælinga. Í grein á vefnum thinkprogress.org kemur fram að þessar niðurstöður komi heim og saman við mælingar japönsku veðurstofunnar, sem hafði einnig mælt nýliðinn júní sem þann heitasta sem mælst hefur og nýliðinn maí sem heitasta maímánuð í sögunni. Þá hafi NASA mælt maí á þessu ári heitasta maímánuð sem mælst hefur en júnímánuður hafi verið sá þriðji heitasti í sögunni. Einnig segir í skýrslunni að áhyggjuefni sé að methiti hafi mælst á nokkrum stöðum á Grænlandi í síðasta mánuði. Til að mynda mældist 23,2°C hiti í Kangerlussuaq á suðvestur Grænlandi þann 15. júní síðastliðinn samkvæmt mælingum dönsku veðurstofunnar. Í þessu sambandi er tekið fram að ef ekki verði dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda þegar í stað sé aðeins spurning um hvenær en ekki hvort, verði óafturkvæm bráðnun á Grænlandsjökli, sem muni hafa hörmulegar afleiðingar. Vakin er athygli á því að þessi hlýnun komi fram án þess að El Nino hafi látið á sér kræla, en flest reiknilíkön gerðu ráð fyrir að hann myndi hefjast með vorinu. Yfirleitt er það samspil undirliggjandi langtíma hlýnunar og hlýnunar af völdum El Nino sem veldur hækkun hitastigs á heimsvísu. Því er talið næsta víst að hitamet haldi áfram að falla á næstunni þar sem áframhaldandi hlýnun jarðar og áhrifin frá El Nino koma saman, en bandaríska sjávar- og loftslags stofnunin telur um 70% líkur á að El Nino komi fram í sumar og um 80% líkur í haust eða byrjun vetrar. Loftslagsmál Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent „Hann er að leika sér að eldinum!“ Erlent Náðar spilltan fógeta Erlent Fleiri fréttir „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Sjá meira
Samkvæmt niðurstöðum Haf- og loftslagsrannsóknastofnun Bandaríkjanna var nýliðinn júnímánuður sá hlýjasti á jörðinni frá því mælingar hófust. Nýliðinn maímánuður var heitasti maímánuður sem mælst hefur. Í skýrslu stofnunarinnar kemur fram að yfirborðshiti sjávar í júní hafi verið 0,64°C yfir meðaltali 20. aldar, sem er hæsti hiti sem mælst hefur í júní, og hæsti meðaltalshiti frá upphafi mælinga. Í grein á vefnum thinkprogress.org kemur fram að þessar niðurstöður komi heim og saman við mælingar japönsku veðurstofunnar, sem hafði einnig mælt nýliðinn júní sem þann heitasta sem mælst hefur og nýliðinn maí sem heitasta maímánuð í sögunni. Þá hafi NASA mælt maí á þessu ári heitasta maímánuð sem mælst hefur en júnímánuður hafi verið sá þriðji heitasti í sögunni. Einnig segir í skýrslunni að áhyggjuefni sé að methiti hafi mælst á nokkrum stöðum á Grænlandi í síðasta mánuði. Til að mynda mældist 23,2°C hiti í Kangerlussuaq á suðvestur Grænlandi þann 15. júní síðastliðinn samkvæmt mælingum dönsku veðurstofunnar. Í þessu sambandi er tekið fram að ef ekki verði dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda þegar í stað sé aðeins spurning um hvenær en ekki hvort, verði óafturkvæm bráðnun á Grænlandsjökli, sem muni hafa hörmulegar afleiðingar. Vakin er athygli á því að þessi hlýnun komi fram án þess að El Nino hafi látið á sér kræla, en flest reiknilíkön gerðu ráð fyrir að hann myndi hefjast með vorinu. Yfirleitt er það samspil undirliggjandi langtíma hlýnunar og hlýnunar af völdum El Nino sem veldur hækkun hitastigs á heimsvísu. Því er talið næsta víst að hitamet haldi áfram að falla á næstunni þar sem áframhaldandi hlýnun jarðar og áhrifin frá El Nino koma saman, en bandaríska sjávar- og loftslags stofnunin telur um 70% líkur á að El Nino komi fram í sumar og um 80% líkur í haust eða byrjun vetrar.
Loftslagsmál Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent „Hann er að leika sér að eldinum!“ Erlent Náðar spilltan fógeta Erlent Fleiri fréttir „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Sjá meira