Körfubolti

Þriðja tvenna Hlyns í síðustu fjórum leikjum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hlynur Bæringsson.
Hlynur Bæringsson. Vísir/Valli
Hlynur Bæringsson náði flottri tvennu þegar lið hans Sundsvall Dragons vann fjórtán stiga útisigur á KFUM Nässjö, 84-70, í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld.

Hlynur var með 13 stig og 13 fráköst í leiknum í kvöld en Jakob Örn Sigurðarson var einnig öflugur með 14 stig og 4 stoðsendingar. Hlynur er búinn að vera tvennu í þremur af síðustu fjórum leikjum Drekanna.  

Þetta var fjórði sigur Sundsvall Dragons á tímabilinu og liðið náði aftur fimmtíu prósent sigurhlutfalli með öðrum sigurleiknum í röð.

Ægir Þór Steinarsson (7 stig og 5 stoðsendingar) skilaði sínum tölum á 20 mínútum en Ragnar Nathaníelsson (5 mínútur) skoraði sín tvö stig með troðslu í lokaleikhlutanum.

Sundsvall Dragons vann fyrsta leikhlutann, 23-18, var sex stigum yfir í hálfleik, 40-34, og með ellefu stiga forskot fyrir lokaleikhlutann, 60-49.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×