Mannkynið er að falla á tíma vegna loftslagsvandans Þorbjörn Þórðarson skrifar 2. nóvember 2014 21:09 Mannkynið er að falla á tíma til að afstýra víðtækum og óafturkræfum breytingum á loftslagi heimsins vegna kolefnisútblásturs. Draga verður kerfisbundið úr notkun jarðefnaeldsneytis og hætta því alfarið fyrir næstu aldamót. Þetta eru niðurstöður nýrrar skýrslu vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. Niðurstöður skýrslu vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, IPCC - Intergovernmental Panel on Climate Change, voru kynntar á fundi í Kaupmannahöfn í morgun. Skýrlsan er mikilvægasta skjal sem nokkurn tíma hefur verið sett saman um loftslagsbreytingar og áhrif mannsins á jörðina. Niðurstaðan er afrakstur rannsóknarvinnu þúsunda vísindamanna vítt og breitt um heiminn en ályktunarorð skýrslunnar voru samin eftir samráð við ríkisstjórnir allra ríkja sem eiga aðild að SÞ.Alvarleg, langvarandi, og óafturkræf áhrif Í skýrslunni kemur fram að heimurinn standi frammi fyrir „alvarlegum, langvarandi og óafturkræfum,“ áhrifum á loftslag án skilvirkra aðgerða til að draga úr útblæstri kolefnis með notkun jarðefnaeldsneytis. Aukin hlýnun jarðar auki líkurnar á alvarlegum, langvarandi, og óafturkræfum áhrifum, eins og segir orðrétt í skýrslunni. Þá hafi áhrifin af loftslagsbreytingum sem birtast í hitabylgjum, þurrkum, flóðum, hvirfilbyljum og skógareldum afhjúpað varnarleysi vistkerfa og mannfólks gagnvart loftslagsbreytingum. Stór hluti dýrategunda á landi og í ferskvatni standi frammi fyrir aukinni útrýmingarhættu vegna áætlaðra loftslagsbreytinga á 21. öldinni. „Það vill svo til að ráðrúm til aðgerða minnkar mjög hratt svo við höfum mjög skamman tíma. Ef við lítum á heildarkolefnisáætlunina til að tryggja að hitastigið hækki ekki um meira en tvær gráður fyrir lok aldarinnar þá höfum við þegar notað stóran hluta þess. Það sem eftir er er aðeins 275 gígatonn af kolefni. Þetta sýnir greinilega að við höfum mjög takmarkað tækifæri og ég held að aljóðasamfélagið verði að horfa á þessar tölur og sýna staðfestu svo við getum breytt þessu,“ sagði Rajendra Pachauri formaður nefndarinnar þegar niðurstöður skýrslunnar voru kynntar í morgun. Það er niðurstaða höfunda skýrslunnar að notkun jarðefnaeldsneytis án geymslu og bindingu kolefnis verði að líða alfarið undir lok um næstu aldamót í síðasta lagi.Við skulum skoða nokkur atriði úr skýrslunni:Hlýnun jarðar og þáttur mannsins í loftslagsbreytingum er staðreynd.Áhrif breytinganna birtast m.a. í súrnun sjávar, bráðnun íshellunnar á Norðurskautinu og uppskerubresti.Magn kolefnis í andrúmsloftinu hefur ekki verið hærra í 800 þúsund ár.Tímabilið 1983-2014 var heitasta tímabil á jörðinni í 1.400 ár.Ef ekki verður dregið kerfisbundið úr kolefnisútblæstri mun hitastig á jörðinni halda áfram að hækka. Meira þessu tengt: Viðtal við Christiönu Figueres yfirmann loftslagsmála hjá SÞ sem tekið var á Arctic Circle í Hörpu í dag þar sem hún lýsir viðbrögðum sínum við niðurstöðum skýrslunnar. Loftslagsmál Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Mannkynið er að falla á tíma til að afstýra víðtækum og óafturkræfum breytingum á loftslagi heimsins vegna kolefnisútblásturs. Draga verður kerfisbundið úr notkun jarðefnaeldsneytis og hætta því alfarið fyrir næstu aldamót. Þetta eru niðurstöður nýrrar skýrslu vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. Niðurstöður skýrslu vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, IPCC - Intergovernmental Panel on Climate Change, voru kynntar á fundi í Kaupmannahöfn í morgun. Skýrlsan er mikilvægasta skjal sem nokkurn tíma hefur verið sett saman um loftslagsbreytingar og áhrif mannsins á jörðina. Niðurstaðan er afrakstur rannsóknarvinnu þúsunda vísindamanna vítt og breitt um heiminn en ályktunarorð skýrslunnar voru samin eftir samráð við ríkisstjórnir allra ríkja sem eiga aðild að SÞ.Alvarleg, langvarandi, og óafturkræf áhrif Í skýrslunni kemur fram að heimurinn standi frammi fyrir „alvarlegum, langvarandi og óafturkræfum,“ áhrifum á loftslag án skilvirkra aðgerða til að draga úr útblæstri kolefnis með notkun jarðefnaeldsneytis. Aukin hlýnun jarðar auki líkurnar á alvarlegum, langvarandi, og óafturkræfum áhrifum, eins og segir orðrétt í skýrslunni. Þá hafi áhrifin af loftslagsbreytingum sem birtast í hitabylgjum, þurrkum, flóðum, hvirfilbyljum og skógareldum afhjúpað varnarleysi vistkerfa og mannfólks gagnvart loftslagsbreytingum. Stór hluti dýrategunda á landi og í ferskvatni standi frammi fyrir aukinni útrýmingarhættu vegna áætlaðra loftslagsbreytinga á 21. öldinni. „Það vill svo til að ráðrúm til aðgerða minnkar mjög hratt svo við höfum mjög skamman tíma. Ef við lítum á heildarkolefnisáætlunina til að tryggja að hitastigið hækki ekki um meira en tvær gráður fyrir lok aldarinnar þá höfum við þegar notað stóran hluta þess. Það sem eftir er er aðeins 275 gígatonn af kolefni. Þetta sýnir greinilega að við höfum mjög takmarkað tækifæri og ég held að aljóðasamfélagið verði að horfa á þessar tölur og sýna staðfestu svo við getum breytt þessu,“ sagði Rajendra Pachauri formaður nefndarinnar þegar niðurstöður skýrslunnar voru kynntar í morgun. Það er niðurstaða höfunda skýrslunnar að notkun jarðefnaeldsneytis án geymslu og bindingu kolefnis verði að líða alfarið undir lok um næstu aldamót í síðasta lagi.Við skulum skoða nokkur atriði úr skýrslunni:Hlýnun jarðar og þáttur mannsins í loftslagsbreytingum er staðreynd.Áhrif breytinganna birtast m.a. í súrnun sjávar, bráðnun íshellunnar á Norðurskautinu og uppskerubresti.Magn kolefnis í andrúmsloftinu hefur ekki verið hærra í 800 þúsund ár.Tímabilið 1983-2014 var heitasta tímabil á jörðinni í 1.400 ár.Ef ekki verður dregið kerfisbundið úr kolefnisútblæstri mun hitastig á jörðinni halda áfram að hækka. Meira þessu tengt: Viðtal við Christiönu Figueres yfirmann loftslagsmála hjá SÞ sem tekið var á Arctic Circle í Hörpu í dag þar sem hún lýsir viðbrögðum sínum við niðurstöðum skýrslunnar.
Loftslagsmál Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira