Körfubolti

Fastar í snjó í 30 tíma

Stelpurnar voru duglegar að fara með bænirnar sínar.
Stelpurnar voru duglegar að fara með bænirnar sínar. mynd/twitter
Það fór betur en á horfðist þegar bandarískt kvennalið í körfubolta var að reyna að komast heim eftir keppnisferð.

Þetta er háskólalið frá Buffalo sem var að keppa í Pittsburgh. Mikið óveður gekk yfir austurströnd Bandaríkjanna í gær sem gerði það að verkum að þjóðvegir lokuðust.

Þegar liðið átti um 40 mínútur eftir af ökuferðinni varð vegurinn ófær. Rútan sat föst í hjólförunum næstu 30 klukkutímana.

Blessunarlega var nóg bensín á rútunni þannig að hægt var að halda henni heitri. Aðrir strandaglópar leituðu síðan skjóls hjá liðinu.

Stúlkurnar höfðu ofan af sér með því að taka sjálfsmyndir og birta á samfélagsmiðlum. Þær höfðu nægan mat þó svo lítið væri eftir af honum er þeim var bjargað.

Einnig voru stelpurnar duglegar að biðja saman eins og sjá má á sumum tístunum hér að neðan.

„Þær stóðu sig frábærlega og voru aldrei hræddar. Ég er viss um þegar þeir horfa til baka á þessa stund þá uppgötvi þær hversu mikið þetta þétti hópinn," sagði þjálfari lisðins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×