Byggð sem fær göng gæti misst þjónustu Kristján Már Unnarsson skrifar 20. nóvember 2014 21:45 Þótt nýjum jarðgöngum sé jafnan fagnað innilega hafa þau einnig leitt til þess að byggðir missa margs kyns starfsemi þegar þjónustusvæði stækka. Þessa eru menn minnugir á Austfjörðum nú þegar hyllir undir ný Norðfjarðargöng. Búið er að grafa yfir fjóra kílómetra eða rúmlega helminginn af göngunum milli Eskifjarðar og Norðfjarðar en áformað er að þau verði opnuð árið 2017. Norðfirðingar gera sér grein fyrir að göngin valda byltingu sem þeir eru þegar farnir að búa sig undir.Áformað er að Norðfjarðargöng verði opnuð umferð árið 2017.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Við heyrðum Fáskrúðsfirðinga nýlega í þættinum „Um land allt" lýsa jarðgöngunum sem þeir fengu sem stórkostlegum. Og það er jafnan viðkvæðið í þeim byggðum sem fá slíka samgöngubót. En það er líka annað sem gerist þegar leiðir styttast, eins og þeir fundu fyrir á Fáskrúðsfirði. Fyrirtæki og stofnanir sáu færi á að hagræða í verslun og margskyns þjónustu. Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, segir að á Fáskrúðsfirði hafi menn misst ákveðna þjónustu, eins og póstþjónustu, banka og apótek. Þar hafa menn reynt að mæta þessum samdrætti með því að draga fram eigin sérstöðu. Uppbygging franska spítalans og hótelsins séu liður í þessu, að mati Páls Björgvins. Vegna ganganna hafi aðrir greiðari aðgang til Fáskrúðsfjarðar.Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, með Norðfjarðarhöfn í baksýn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Við stöndum frammi fyrir því að það sé bara meira krefjandi verkefni að búa til þjónustu hér sem aðrir koma þá til með að sækja,“ segir bæjarstjórinn. Norðfirðingar hafa nú rúm tvö ár til að búa sig undir að missa hugsanlega einhverja starfsemi eða kannski bæta einhverri annarri við. Í Neskaupstað verði að hugsa um hvaða þjónustu sé hægt að bjóða þar til framtíðar, segir Páll Björgvin. „Þannig að þetta virkar í báðar áttir þegar göngin verða opnuð.“ Fjarðabyggð Samgöngur Um land allt Tengdar fréttir Norðfjarðarhöfn þyrfti að stækka enn meira Áttahundruð milljóna króna framkvæmdir við stækkun Norðfjarðarhafnar standa nú yfir. Svo mikil er skipaumferðin um höfnina að farið er að huga að enn meiri stækkun. 14. nóvember 2014 20:30 Fá urmul skrautsteina úr Norðfjarðargöngum Borun Norðfjarðarganga er nú hálfnuð. Inni í fjallinu hafa bormennirnir fundið óvæntan glaðning. 5. nóvember 2014 18:45 Austasti bær landsins lengist enn til austurs Einn lengsti bær á Íslandi, Neskaupstaður, er að lengjast enn frekar því nú er raðhúsalengja að bætast við. 6. nóvember 2014 19:00 Tonnin flæða inn og út í mestu fiskihöfn landsins Norðfjarðarhöfn er orðin umsvifamesta fiskihöfn Íslands. 29. október 2014 20:00 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Þótt nýjum jarðgöngum sé jafnan fagnað innilega hafa þau einnig leitt til þess að byggðir missa margs kyns starfsemi þegar þjónustusvæði stækka. Þessa eru menn minnugir á Austfjörðum nú þegar hyllir undir ný Norðfjarðargöng. Búið er að grafa yfir fjóra kílómetra eða rúmlega helminginn af göngunum milli Eskifjarðar og Norðfjarðar en áformað er að þau verði opnuð árið 2017. Norðfirðingar gera sér grein fyrir að göngin valda byltingu sem þeir eru þegar farnir að búa sig undir.Áformað er að Norðfjarðargöng verði opnuð umferð árið 2017.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Við heyrðum Fáskrúðsfirðinga nýlega í þættinum „Um land allt" lýsa jarðgöngunum sem þeir fengu sem stórkostlegum. Og það er jafnan viðkvæðið í þeim byggðum sem fá slíka samgöngubót. En það er líka annað sem gerist þegar leiðir styttast, eins og þeir fundu fyrir á Fáskrúðsfirði. Fyrirtæki og stofnanir sáu færi á að hagræða í verslun og margskyns þjónustu. Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, segir að á Fáskrúðsfirði hafi menn misst ákveðna þjónustu, eins og póstþjónustu, banka og apótek. Þar hafa menn reynt að mæta þessum samdrætti með því að draga fram eigin sérstöðu. Uppbygging franska spítalans og hótelsins séu liður í þessu, að mati Páls Björgvins. Vegna ganganna hafi aðrir greiðari aðgang til Fáskrúðsfjarðar.Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, með Norðfjarðarhöfn í baksýn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Við stöndum frammi fyrir því að það sé bara meira krefjandi verkefni að búa til þjónustu hér sem aðrir koma þá til með að sækja,“ segir bæjarstjórinn. Norðfirðingar hafa nú rúm tvö ár til að búa sig undir að missa hugsanlega einhverja starfsemi eða kannski bæta einhverri annarri við. Í Neskaupstað verði að hugsa um hvaða þjónustu sé hægt að bjóða þar til framtíðar, segir Páll Björgvin. „Þannig að þetta virkar í báðar áttir þegar göngin verða opnuð.“
Fjarðabyggð Samgöngur Um land allt Tengdar fréttir Norðfjarðarhöfn þyrfti að stækka enn meira Áttahundruð milljóna króna framkvæmdir við stækkun Norðfjarðarhafnar standa nú yfir. Svo mikil er skipaumferðin um höfnina að farið er að huga að enn meiri stækkun. 14. nóvember 2014 20:30 Fá urmul skrautsteina úr Norðfjarðargöngum Borun Norðfjarðarganga er nú hálfnuð. Inni í fjallinu hafa bormennirnir fundið óvæntan glaðning. 5. nóvember 2014 18:45 Austasti bær landsins lengist enn til austurs Einn lengsti bær á Íslandi, Neskaupstaður, er að lengjast enn frekar því nú er raðhúsalengja að bætast við. 6. nóvember 2014 19:00 Tonnin flæða inn og út í mestu fiskihöfn landsins Norðfjarðarhöfn er orðin umsvifamesta fiskihöfn Íslands. 29. október 2014 20:00 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Norðfjarðarhöfn þyrfti að stækka enn meira Áttahundruð milljóna króna framkvæmdir við stækkun Norðfjarðarhafnar standa nú yfir. Svo mikil er skipaumferðin um höfnina að farið er að huga að enn meiri stækkun. 14. nóvember 2014 20:30
Fá urmul skrautsteina úr Norðfjarðargöngum Borun Norðfjarðarganga er nú hálfnuð. Inni í fjallinu hafa bormennirnir fundið óvæntan glaðning. 5. nóvember 2014 18:45
Austasti bær landsins lengist enn til austurs Einn lengsti bær á Íslandi, Neskaupstaður, er að lengjast enn frekar því nú er raðhúsalengja að bætast við. 6. nóvember 2014 19:00
Tonnin flæða inn og út í mestu fiskihöfn landsins Norðfjarðarhöfn er orðin umsvifamesta fiskihöfn Íslands. 29. október 2014 20:00