Körfubolti

Sigurður Gunnar í Víkingaham í sigri Solna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sigurður Gunnar Þorsteinsson.
Sigurður Gunnar Þorsteinsson. Vísir/Daníel
Íslenski landsliðsmiðherjinn Sigurður Gunnar Þorsteinsson lék mjög vel með Solna Viking í kvöld þegar liðið vann átta stiga heimasigur á sterku liði Uppsala, 82-74, í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta.

Sigurður Gunnar endaði leikinn með 14 stig, 7 fráköst og 3 stoðsendingar á 28 mínútum. Hann hitti úr 6 af 9 skotum sínum utan velli og setti bæði vítin sín niður.

Solna-liðið vann með 20 stigum þegar Ísafjarðartröllið var inn á vellinum og hann átti mikinn þátt í sigrinum.

Sigurður Gunnar hefur aðeins einu sinni skorað meira á tímabilinu en hann var með 18 stig í tapleik fyrr á tímabilinu.

Solna-liðið tapaði fyrsta leikhlutanum 15-22 og var átta stigum undir fyrir lokaleikhlutann, 60-52. Víkingar unnu lokaleikhlutann hinsvegar 30-14 og tryggðu sér flottan sigur.

Solna Vikings var fyrir leikinn búið að tapa tveimur leikjum í röð og mætti þarna sterku liði Uppsala sem er í 2. sæti deildarinnar. Solna-liðið er áfram í sjöunda sætinu þrátt fyrir sigurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×