Hitastig á Norðurskautinu hækkar tvöfalt hraðar en annars staðar Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 27. desember 2014 13:31 Norðurskautið. vísir/ap Hitastig á Norðurskautinu hækkar tvöfalt hraðar en annars staðar samkvæmt einkunnabók bandarísku haf- og loftslagsstofnuninni. Vísbendingar eru um að hafísinn geti horfið að mestu á næstu áratugum. Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur, segir þetta vera einhverjar stórkostlegustu loftslagsbreytingar sem orðið hafa á jörðinni síðan ísöld lauk. Bandaríska haf- og loftslagsstofnunin hefur birt einkunnabók Norðurskautsins í lok árs frá því árið tvö þúsund og sex en að þessu sinni tóku sextíu og þrír vísindamenn frá þrettán löndum þátt í rannsókninni. Að mörgu leyti eru breytingar á ísþekju hafíss á norðurslóðum þetta árið betri en menn áttu von á. Stærð ísþekjunnar, sem hefur verið mæld síðan 1967, var líkt og síðustu ár undir meðallagi og hefur aldrei verið minni á evrasíusvæðinu í apríl. Hafísþekjan í september hefur dregist saman um meir en helming síðan árið nítján hundruð sjötíu og átta.mynd/arctic.noaa.govÍsþekja Norðurskautsins skiptir gríðarlega miklu máli þegar loftslag jarðar er annars vegar. Minnki ísþekja hafíss verulega verða grundvallarbreytingar á hitafari jarðar þegar dökkt yfirborð hafsins drekkur í sig sólarhitann sem annars hefði kastast aftur út í geiminn af hvítum hafísnum. Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur og bloggari, fjallar um einkunnabókina á vefsvæði sínu. Hann bendir á að við verðum nú vitni af stöðugri hlýnun jarðar og að hún muni aðeins aukast þegar hafísinn minnkar eða hverfur. Þá sé þetta sérstaklega slæmt í ljósi þeirrar þróunar sem átt hefur stað hinum megin á hnettinum, á suðurskautinu, þar sem verulegar breytingar hafa orðið á ísþekju og hitastigi. Þannig hefur hitastig á Norðurskautinu hækkað tvöfalt á við önnur svæði. Þessi breytingar hefur víðtæk áhrif. Fjörutíu prósent af íshellu Grænlandsjökuls bráðnaði í sumar. Slíkar tölur hafa ekki sést frá því að gervihnattamælingar hófust árið tvö þúsund.Þrátt fyrir þetta helst massi Grænlandsjökuls nánast óbreyttur milli ára. Martin Jeffries, hjá Hafrannsóknardeild bandaríska flotans og ritstjóri einkunnabókarinnar, sagði í samtali við New York Times að ekki sé hægt að gera ráð fyrir að met falli ár eftir ár. Einblína þurfi á þá staðreynd að breytingarnar halda áfram á Norðurslóðum. Að óbreyttu mun ísþekjan að mestu hverfa, enginn efast um það. Það eru hinsvegar skiptar skoðanir um hversu langan tíma það taki. Sumir vísindamenn segja hundrað ár, aðrir þrjátíu og til fjörutíu ár. Haraldur spyr á vefsvæði sínu hverjar afleiðingarnar verða fyrir fiskveiðar og lífríki í sjónum umhverfis Ísland. Hann kallar eftir því að íslenskir ráðamenn og stofnanir sinni þessu máli. Loftslagsmál Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Hitastig á Norðurskautinu hækkar tvöfalt hraðar en annars staðar samkvæmt einkunnabók bandarísku haf- og loftslagsstofnuninni. Vísbendingar eru um að hafísinn geti horfið að mestu á næstu áratugum. Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur, segir þetta vera einhverjar stórkostlegustu loftslagsbreytingar sem orðið hafa á jörðinni síðan ísöld lauk. Bandaríska haf- og loftslagsstofnunin hefur birt einkunnabók Norðurskautsins í lok árs frá því árið tvö þúsund og sex en að þessu sinni tóku sextíu og þrír vísindamenn frá þrettán löndum þátt í rannsókninni. Að mörgu leyti eru breytingar á ísþekju hafíss á norðurslóðum þetta árið betri en menn áttu von á. Stærð ísþekjunnar, sem hefur verið mæld síðan 1967, var líkt og síðustu ár undir meðallagi og hefur aldrei verið minni á evrasíusvæðinu í apríl. Hafísþekjan í september hefur dregist saman um meir en helming síðan árið nítján hundruð sjötíu og átta.mynd/arctic.noaa.govÍsþekja Norðurskautsins skiptir gríðarlega miklu máli þegar loftslag jarðar er annars vegar. Minnki ísþekja hafíss verulega verða grundvallarbreytingar á hitafari jarðar þegar dökkt yfirborð hafsins drekkur í sig sólarhitann sem annars hefði kastast aftur út í geiminn af hvítum hafísnum. Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur og bloggari, fjallar um einkunnabókina á vefsvæði sínu. Hann bendir á að við verðum nú vitni af stöðugri hlýnun jarðar og að hún muni aðeins aukast þegar hafísinn minnkar eða hverfur. Þá sé þetta sérstaklega slæmt í ljósi þeirrar þróunar sem átt hefur stað hinum megin á hnettinum, á suðurskautinu, þar sem verulegar breytingar hafa orðið á ísþekju og hitastigi. Þannig hefur hitastig á Norðurskautinu hækkað tvöfalt á við önnur svæði. Þessi breytingar hefur víðtæk áhrif. Fjörutíu prósent af íshellu Grænlandsjökuls bráðnaði í sumar. Slíkar tölur hafa ekki sést frá því að gervihnattamælingar hófust árið tvö þúsund.Þrátt fyrir þetta helst massi Grænlandsjökuls nánast óbreyttur milli ára. Martin Jeffries, hjá Hafrannsóknardeild bandaríska flotans og ritstjóri einkunnabókarinnar, sagði í samtali við New York Times að ekki sé hægt að gera ráð fyrir að met falli ár eftir ár. Einblína þurfi á þá staðreynd að breytingarnar halda áfram á Norðurslóðum. Að óbreyttu mun ísþekjan að mestu hverfa, enginn efast um það. Það eru hinsvegar skiptar skoðanir um hversu langan tíma það taki. Sumir vísindamenn segja hundrað ár, aðrir þrjátíu og til fjörutíu ár. Haraldur spyr á vefsvæði sínu hverjar afleiðingarnar verða fyrir fiskveiðar og lífríki í sjónum umhverfis Ísland. Hann kallar eftir því að íslenskir ráðamenn og stofnanir sinni þessu máli.
Loftslagsmál Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira