Gleymda lögsögubeltið Bjarni Már Magnússon skrifar 31. janúar 2014 06:00 Mikið er rætt um Norðurslóðir og þau tækifæri og ógnir sem stafa af hlýnun jarðar af mannavöldum. Í þá umræðu vantar oft nákvæmni. Verður hér bent á eitt atriði sem Alþingi ætti að taka til umhugsunar og í framhaldinu leiða í lög til að bregðast við þeim breytingum sem eru að eiga sér stað. Hafréttarsáttmáli Sameinuðu þjóðanna kveður á um, í 33. gr., að ríki geti tekið sér svokallað 24 sjómílna aðlægt belti. Í dag hafa um eitt hundrað ríki tekið sér slíkt belti, en ekki Ísland. Á aðlæga beltinu, getur strandríki farið með nauðsynlegt vald annars vegar til að afstýra brotum á lögum og reglum þess í tolla-, fjár-, innflytjenda- og heilbrigðismálum í landi eða landhelgi og hins vegar til að refsa fyrir brot á ofangreindum lögum og reglum sem framin eru í landi eða landhelgi þess. Á mannamáli þýðir þetta að ríki með 12 sjómílna landhelgi, eins og Ísland, getur tekið sér 12 sjómílna viðbótar lögsögubelti sem snerta innanríkismálefni. Engar skyldur leggjast á íslenska ríkið við að taka sér slíkt belti. Í þessu samhengi er rétt að benda á að réttindin sem fylgja efnahagslögsögunni, hafsvæðinu sem nær frá 12 sjómílna landhelginni að 200 sjómílum, taka ekki til þeirra málaflokka er fylgja aðlæga beltinu. Ef Ísland tæki sér aðlægt belti leiddi það til þess að íslenska ríkið gæti tekið sér frekari lögsögu á haf út en nú er í tilteknum málaflokkum. Til að aðlæga beltið verði að veruleika við Íslandsstrendur þyrfti þingmaður að bera fram tiltölulega stutt og einfalt frumvarp til breytinga á lögum nr. 41/1979 um landhelgi, efnahagslögsögu og landgrunn. Er hér með skorað á þingmenn úr öllum flokkum að velta þessu fyrir sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Bjarni Már Magnússon Mest lesið Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn passa ekki í kassa Elín Hoe Hinriksdóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Mikið er rætt um Norðurslóðir og þau tækifæri og ógnir sem stafa af hlýnun jarðar af mannavöldum. Í þá umræðu vantar oft nákvæmni. Verður hér bent á eitt atriði sem Alþingi ætti að taka til umhugsunar og í framhaldinu leiða í lög til að bregðast við þeim breytingum sem eru að eiga sér stað. Hafréttarsáttmáli Sameinuðu þjóðanna kveður á um, í 33. gr., að ríki geti tekið sér svokallað 24 sjómílna aðlægt belti. Í dag hafa um eitt hundrað ríki tekið sér slíkt belti, en ekki Ísland. Á aðlæga beltinu, getur strandríki farið með nauðsynlegt vald annars vegar til að afstýra brotum á lögum og reglum þess í tolla-, fjár-, innflytjenda- og heilbrigðismálum í landi eða landhelgi og hins vegar til að refsa fyrir brot á ofangreindum lögum og reglum sem framin eru í landi eða landhelgi þess. Á mannamáli þýðir þetta að ríki með 12 sjómílna landhelgi, eins og Ísland, getur tekið sér 12 sjómílna viðbótar lögsögubelti sem snerta innanríkismálefni. Engar skyldur leggjast á íslenska ríkið við að taka sér slíkt belti. Í þessu samhengi er rétt að benda á að réttindin sem fylgja efnahagslögsögunni, hafsvæðinu sem nær frá 12 sjómílna landhelginni að 200 sjómílum, taka ekki til þeirra málaflokka er fylgja aðlæga beltinu. Ef Ísland tæki sér aðlægt belti leiddi það til þess að íslenska ríkið gæti tekið sér frekari lögsögu á haf út en nú er í tilteknum málaflokkum. Til að aðlæga beltið verði að veruleika við Íslandsstrendur þyrfti þingmaður að bera fram tiltölulega stutt og einfalt frumvarp til breytinga á lögum nr. 41/1979 um landhelgi, efnahagslögsögu og landgrunn. Er hér með skorað á þingmenn úr öllum flokkum að velta þessu fyrir sér.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun