Lífið í ESB er ostur fyrir ost Guðni Ágústsson skrifar 18. febrúar 2014 10:17 Evrópusambandið er sjálfu sér samkvæmt í allri tollaumræðu. Það er líka alþjóðastofnunin WTO, ekkert er gefið eftir hvað tollkvóta og markaðsaðgang varðar. Lífið á þessum stöðum er kaup kaups, vara fyrir vöru. Og að auki hefur ekkert gerst hjá WTO í tíu ár hvað viðskipti með landbúnaðarafurðir varðar. Það hentar ekki stóru þjóðunum. Enn lifir setning gamla Bush forseta, það verður ekki samið í GATT nema það sé hagstætt fyrir bandaríska bændur. Nú telur verslunin hér að ríkisstjórnin eigi að heimila innflutning á öllu sem ekki er framleitt í landinu. Hagar sækja um að flytja inn án innflutningstolla geita-, ær- og bufflaosta, þeir séu ekki framleiddir hér þótt þeir séu fáir sem eru að biðja um þessa osta. Á sama tíma sækir mjólkuriðnaðurinn um að stækka skyrkvóta sinn í ESB úr 380 tonnum í 4.000 tonn. ESB segir nei, við viljum osta til Íslands án tolla í staðinn. Ekkert er gefið eftir, þó eru Evrópubúar vitlausir í að kaupa íslenskt skyr og eftirspurnin mikil í nokkrum löndum eftir þessari hollustuvöru.Ekkert gefið eftir hjá ESB Þegar ég sem landbúnaðarráðherra samdi um það við ESB að fella burtu alla tolla af íslenska hestinum, beggja hagur, lifandi dýr tómstundagaman fólksins, varð ESB að fá að flytja inn bæði kjöt og osta á lækkuðum tollum og garðplöntur í staðinn. Þannig og aðeins þannig náðist þetta hagsmunamál fram og málið snerist ekki um kjöt þótt hrossakjöt sé vinsælt þar eins og hér. Það er því ekkert einfalt til í þessum viðskiptum og ekkert gefið eftir ESB-megin, þeir eru harðir í horn að taka. Í ESB er fimm hundruð milljóna manna markaður en á Íslandi þrjú hundruð og tuttugu þúsund. Fjögur þúsund tonn af skyri eru sletta fyrir þá en þeir vilja fá sitt í staðinn og ekki miða það við magn per mann eða maga. Þótt við ættum osta úr álfakúm sem ekki væru til þar myndu ESB og WTO hrista höfuðið og segja nei, vara kemur fyrir vöru, þetta eru viðskipti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðni Ágústsson Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Sjá meira
Evrópusambandið er sjálfu sér samkvæmt í allri tollaumræðu. Það er líka alþjóðastofnunin WTO, ekkert er gefið eftir hvað tollkvóta og markaðsaðgang varðar. Lífið á þessum stöðum er kaup kaups, vara fyrir vöru. Og að auki hefur ekkert gerst hjá WTO í tíu ár hvað viðskipti með landbúnaðarafurðir varðar. Það hentar ekki stóru þjóðunum. Enn lifir setning gamla Bush forseta, það verður ekki samið í GATT nema það sé hagstætt fyrir bandaríska bændur. Nú telur verslunin hér að ríkisstjórnin eigi að heimila innflutning á öllu sem ekki er framleitt í landinu. Hagar sækja um að flytja inn án innflutningstolla geita-, ær- og bufflaosta, þeir séu ekki framleiddir hér þótt þeir séu fáir sem eru að biðja um þessa osta. Á sama tíma sækir mjólkuriðnaðurinn um að stækka skyrkvóta sinn í ESB úr 380 tonnum í 4.000 tonn. ESB segir nei, við viljum osta til Íslands án tolla í staðinn. Ekkert er gefið eftir, þó eru Evrópubúar vitlausir í að kaupa íslenskt skyr og eftirspurnin mikil í nokkrum löndum eftir þessari hollustuvöru.Ekkert gefið eftir hjá ESB Þegar ég sem landbúnaðarráðherra samdi um það við ESB að fella burtu alla tolla af íslenska hestinum, beggja hagur, lifandi dýr tómstundagaman fólksins, varð ESB að fá að flytja inn bæði kjöt og osta á lækkuðum tollum og garðplöntur í staðinn. Þannig og aðeins þannig náðist þetta hagsmunamál fram og málið snerist ekki um kjöt þótt hrossakjöt sé vinsælt þar eins og hér. Það er því ekkert einfalt til í þessum viðskiptum og ekkert gefið eftir ESB-megin, þeir eru harðir í horn að taka. Í ESB er fimm hundruð milljóna manna markaður en á Íslandi þrjú hundruð og tuttugu þúsund. Fjögur þúsund tonn af skyri eru sletta fyrir þá en þeir vilja fá sitt í staðinn og ekki miða það við magn per mann eða maga. Þótt við ættum osta úr álfakúm sem ekki væru til þar myndu ESB og WTO hrista höfuðið og segja nei, vara kemur fyrir vöru, þetta eru viðskipti.
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar