Kínverjar vilja aukinn kraft í leitina Freyr Bjarnason skrifar 11. mars 2014 07:00 Ættingjar fólks sem var um borð í flugvélinni reyna að hughreista hvor annan í Peking í Kína. Mynd/AP Kínverjar hafa krafist þess að malasísk yfirvöld leggi enn meiri kraft í leitina að farþegaflugvélinni sem hvarf á laugardaginn með 239 manneskjur um borð, þar á meðal yfir 150 Kínverja. Skip og björgunarþyrlur leituðu í gær að flugvélinni sem hvarf á leið sinni frá Peking til Kúala Lúmpúr. Ekki hefur fengist staðfest að Boeing 777-vélin hafi brotlent og bíða ættingjar farþeganna því óþreyjufullir eftir frekari fréttum af hvarfinu. Yfirlýsing undirrituð af eitt hundrað ættingjum var lesin upp fyrir blaðamenn. Þar kom fram að ef flugfélagið Malasia Airlines gefur þeim ekki frekari útskýringar ætla þeir að leita til sendiráðsins í Malasíu. Lögreglan í Taílandi og Interpol hafa yfirheyrt starfsmenn ferðaskrifstofunnar sem seldi tveimur mönnum miða aðra leið með vélinni. Til þess notuðu þeir vegabréf sem var stolið í Taílandi fyrir tveimur árum frá Austurríkismanni og Ítala. Azharuddin Abdul Rahman hjá flugmálayfirvöldum í Malasíu, sagði að rannsókn á öllum mögulegum vinklum standi yfir til að komast til botns í málinu, þar á meðal hvort að um flugrán hafi verið að ræða. Ekkert neyðarkall barst frá vélinni, sem þykir ótrúlegt hafi hún hrapað úr flughæð sinni og lent í sjónum. Ekkert amaði að veðri þegar vélin hvarf. Alls hafa 34 flugvélar og fjörutíu skip frá þó nokkrum löndum skoðað svæðið þar sem flugvélin hvarf af ratsjá á milli Malasíu og Víetnam. Á meðal þess sem menn telja að hafi mögulega komið fyrir er sprenging, vélarbilun, hryðjuverkaárás, óvenjumikil ókyrrð í lofti, mistök flugmanns eða jafnvel sjálfsvíg hans. Á sunnudagskvöld kom víetnömsk flugvél auga á hlut í sjónum sem talið var að væri hurð farþegavélarinnar. Hluturinn fannst aftur á móti ekki þegar skip leituðu að honum. Í gær kom leitarvél frá Singapúr auga á gulan hlut um 140 kílómetra suðvestur af Tou Chu-eyjum en þá kom í ljós að um einhvers konar sjávarrusl var að ræða.Minnir á hvarf Adam Air árið 2007 Hvarf Boeing 777-farþegaþotu Malasia Airlines svipar til annars atburðar sem átti sér stað árið 2007 þegar Boeing 737-þota með 102 manneskjur um borð hvarf í flugi á milli tveggja indónesískra borga. Í því tilfelli úrskurðuðu rannsakendur að Adam Air-þotan hefði brotlent í sjónum eftir að flugmennirnir hefðu lent í vandræðum með leiðarkerfi vélarinnar. Þeir hefðu gleymt að kveikja á sjálfsstýringunni og misst stjórn á vélinni. Allir um borð fórust og tók það rúma viku að finna vélarflakið. Todd Curtis, sérfræðingur í flugöryggi, sagði við NBC News að ef Boeing-777-vélin hafi hrapað á laugardaginn hefði átt að kvikna sjálfkrafa á neyðarsendi sem sýnir björgunarmönnum hvar slysið átti sér stað. Einnig sagði hann að Boeing 777-þotur séu það stórar að þær eiga undir venjulegum kringumstæðum að sjást, þótt þær hafi brotlent í miðjum frumskógi. Boeing 777 er ein öruggasta og mest selda Boeing-tegundin. Af þeim 6,9 milljónum flugferða sem þessi tegund hefur flogið, samkvæmt AirSafe.com, hefur aðeins eitt annað banaslys orðið, eða í San Francisco í fyrra þegar þrír farþegar af 291 fórust. Flugvélahvarf MH370 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira
Kínverjar hafa krafist þess að malasísk yfirvöld leggi enn meiri kraft í leitina að farþegaflugvélinni sem hvarf á laugardaginn með 239 manneskjur um borð, þar á meðal yfir 150 Kínverja. Skip og björgunarþyrlur leituðu í gær að flugvélinni sem hvarf á leið sinni frá Peking til Kúala Lúmpúr. Ekki hefur fengist staðfest að Boeing 777-vélin hafi brotlent og bíða ættingjar farþeganna því óþreyjufullir eftir frekari fréttum af hvarfinu. Yfirlýsing undirrituð af eitt hundrað ættingjum var lesin upp fyrir blaðamenn. Þar kom fram að ef flugfélagið Malasia Airlines gefur þeim ekki frekari útskýringar ætla þeir að leita til sendiráðsins í Malasíu. Lögreglan í Taílandi og Interpol hafa yfirheyrt starfsmenn ferðaskrifstofunnar sem seldi tveimur mönnum miða aðra leið með vélinni. Til þess notuðu þeir vegabréf sem var stolið í Taílandi fyrir tveimur árum frá Austurríkismanni og Ítala. Azharuddin Abdul Rahman hjá flugmálayfirvöldum í Malasíu, sagði að rannsókn á öllum mögulegum vinklum standi yfir til að komast til botns í málinu, þar á meðal hvort að um flugrán hafi verið að ræða. Ekkert neyðarkall barst frá vélinni, sem þykir ótrúlegt hafi hún hrapað úr flughæð sinni og lent í sjónum. Ekkert amaði að veðri þegar vélin hvarf. Alls hafa 34 flugvélar og fjörutíu skip frá þó nokkrum löndum skoðað svæðið þar sem flugvélin hvarf af ratsjá á milli Malasíu og Víetnam. Á meðal þess sem menn telja að hafi mögulega komið fyrir er sprenging, vélarbilun, hryðjuverkaárás, óvenjumikil ókyrrð í lofti, mistök flugmanns eða jafnvel sjálfsvíg hans. Á sunnudagskvöld kom víetnömsk flugvél auga á hlut í sjónum sem talið var að væri hurð farþegavélarinnar. Hluturinn fannst aftur á móti ekki þegar skip leituðu að honum. Í gær kom leitarvél frá Singapúr auga á gulan hlut um 140 kílómetra suðvestur af Tou Chu-eyjum en þá kom í ljós að um einhvers konar sjávarrusl var að ræða.Minnir á hvarf Adam Air árið 2007 Hvarf Boeing 777-farþegaþotu Malasia Airlines svipar til annars atburðar sem átti sér stað árið 2007 þegar Boeing 737-þota með 102 manneskjur um borð hvarf í flugi á milli tveggja indónesískra borga. Í því tilfelli úrskurðuðu rannsakendur að Adam Air-þotan hefði brotlent í sjónum eftir að flugmennirnir hefðu lent í vandræðum með leiðarkerfi vélarinnar. Þeir hefðu gleymt að kveikja á sjálfsstýringunni og misst stjórn á vélinni. Allir um borð fórust og tók það rúma viku að finna vélarflakið. Todd Curtis, sérfræðingur í flugöryggi, sagði við NBC News að ef Boeing-777-vélin hafi hrapað á laugardaginn hefði átt að kvikna sjálfkrafa á neyðarsendi sem sýnir björgunarmönnum hvar slysið átti sér stað. Einnig sagði hann að Boeing 777-þotur séu það stórar að þær eiga undir venjulegum kringumstæðum að sjást, þótt þær hafi brotlent í miðjum frumskógi. Boeing 777 er ein öruggasta og mest selda Boeing-tegundin. Af þeim 6,9 milljónum flugferða sem þessi tegund hefur flogið, samkvæmt AirSafe.com, hefur aðeins eitt annað banaslys orðið, eða í San Francisco í fyrra þegar þrír farþegar af 291 fórust.
Flugvélahvarf MH370 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira