Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Árni Sæberg skrifar 12. júní 2025 11:38 Una hefur sagt skilið við Bessastaði. Vísir/Sigurjón Una Sighvatsdóttir, sem gegnt hefur stöðu sérfræðings á skrifstofu forseta Íslands undanfarin ár, segir að það hafi verið mikill heiður og ánægja að gegna trúnaðarstörfum fyrir tvo forseta lýðveldisins. Hún hafi ákveðið að róa á ný mið vegna þess að hún hafi ekki fundið sér stað í breytingum sem hafa verið boðaðar á skrifstofunni. Mbl.is greindi frá því í gær að staða Unu hefði verið lögð niður og hún hætt störfum. Una var ráðin sérfræðingur á skrifstofu forseta Íslands árið 2020 eftir að hafa haft betur í baráttu við 187 umsækjendur um starfið. Una starfaði um árabil í blaðamennsku hér á landi. Fyrst hjá Mbl.is og síðar fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis. Árin áður en hún var ráðin sérfræðingur hafði hún búið erlendis og starfað fyrir Atlantshafsbandalagið, sem upplýsingafulltrúi í Kabúl í Afganistan og svo í utanríkisþjónustu í Tblisi í Georgíu. Ákvað að fylgja nýjum forseta úr vör Í samtali við Vísi segir Una að þegar Guðni Th. Jóhannesson tilkynnti að hann hygðist ekki bjóða sig fram aftur hafi hún tekið þá ákvörðun að fylgja nýjum forseta úr vör, hver svo sem yrði kjörin, að minnsta kosti fyrsta ár kjörtímabilsins. „Það gerði ég ekki síst af hollustu við embættið, til að stuðla að farsælum umskiptum, miðla minni reynslu áfram og styðja nýjan forseta við fyrstu skrefin inn í embættið. Nú hef ég staðið við það.“ Hlakkar til næsta kafla, sem hefst eftir gott frí Una segir að breytingar séu fram undan á skrifstofu forseta, eins og fram hefur komið, þegar tveir af fimm starfsmönnum skrifstofunnar láta af störfum vegna aldurs. „Ég fann mér ekki stað í þeim breytingum og tel því tímabært fyrir mig að róa á önnur mið. Eftir fimm ára starf hjá forsetaembættinu hlakka ég nú til að hefja nýjan kafla, með þessa einstöku reynslu í farteskinu.“ Þá segir hún að enn sem komið er sé óráðið hver hin nýju mið verða en það skýrist líklega með haustinu. Í millitíðinni ætli hún að njóta þess að taka gott frí, án þess að hafa tölvuna alltaf innan seilingar. Forseti Íslands Vistaskipti Tímamót Halla Tómasdóttir Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira
Mbl.is greindi frá því í gær að staða Unu hefði verið lögð niður og hún hætt störfum. Una var ráðin sérfræðingur á skrifstofu forseta Íslands árið 2020 eftir að hafa haft betur í baráttu við 187 umsækjendur um starfið. Una starfaði um árabil í blaðamennsku hér á landi. Fyrst hjá Mbl.is og síðar fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis. Árin áður en hún var ráðin sérfræðingur hafði hún búið erlendis og starfað fyrir Atlantshafsbandalagið, sem upplýsingafulltrúi í Kabúl í Afganistan og svo í utanríkisþjónustu í Tblisi í Georgíu. Ákvað að fylgja nýjum forseta úr vör Í samtali við Vísi segir Una að þegar Guðni Th. Jóhannesson tilkynnti að hann hygðist ekki bjóða sig fram aftur hafi hún tekið þá ákvörðun að fylgja nýjum forseta úr vör, hver svo sem yrði kjörin, að minnsta kosti fyrsta ár kjörtímabilsins. „Það gerði ég ekki síst af hollustu við embættið, til að stuðla að farsælum umskiptum, miðla minni reynslu áfram og styðja nýjan forseta við fyrstu skrefin inn í embættið. Nú hef ég staðið við það.“ Hlakkar til næsta kafla, sem hefst eftir gott frí Una segir að breytingar séu fram undan á skrifstofu forseta, eins og fram hefur komið, þegar tveir af fimm starfsmönnum skrifstofunnar láta af störfum vegna aldurs. „Ég fann mér ekki stað í þeim breytingum og tel því tímabært fyrir mig að róa á önnur mið. Eftir fimm ára starf hjá forsetaembættinu hlakka ég nú til að hefja nýjan kafla, með þessa einstöku reynslu í farteskinu.“ Þá segir hún að enn sem komið er sé óráðið hver hin nýju mið verða en það skýrist líklega með haustinu. Í millitíðinni ætli hún að njóta þess að taka gott frí, án þess að hafa tölvuna alltaf innan seilingar.
Forseti Íslands Vistaskipti Tímamót Halla Tómasdóttir Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira