Héldu "kúlinu“ eftir stóra tapið á móti Þýskalandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. mars 2014 07:00 Stelpurnar fagna hér marki á móti Noregi. Mynd/KSÍ/Hilmar Þór Guðmundsson Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er komið í bronsleikinn í Algarve-bikarnum þrátt fyrir stóran skell í fyrsta leik. Íslensku stelpurnar hafa komið öflugar til baka og náðu öðru sætinu í sínum riðli eftir tvö dramatísk sigurmörk í lok leikja sinna á móti Noregi og Kína. Fram undan er leikur við Svíþjóð um þriðja sætið í dag en íslenska kvennalandsliðið hefur aðeins einu sinni náð betri árangri á þessu árlega móti bestu landsliða heims. „Það var slæm niðurstaða að tapa 5-0 en ég get alveg verið hreinskilinn og sagt að ég hafi verið pollrólegur eftir Þýskalandsleikinn. Það var svo margt jákvætt í leiknum af því sem við lögðum upp og við gátum tekið það með okkur,“ sagði Freyr Alexandersson, þjálfari Íslands.Höfum öll trú á því sem við erum að gera „Ég vissi alveg að þetta gæti gerst en þetta var óþarflega stórt tap. Við héldum bara „kúlinu“ eins og við segjum og héldum áfram. Við höfum öll trú á því sem við erum að gera og það er það sem skiptir máli. Leikmennirnir eru á fleygiferð og ég er mjög ánægður með leikmennina,“ segir Freyr. Algarve-bikarinn hefur alltaf verið vettvangur til að gefa nýjum leikmönnum tækifærið en þó aldrei eins og nú. Þrír lykilleikmenn undanfarinna ára eru til dæmis ekki með því fyrirliðinn Katrín Jónsdóttir er hætt, markadrottningin Margrét Lára Viðarsdóttir er ófrísk og hættulegasti sóknarmaður liðsins, Hólmfríður Magnúsdóttir, er meidd. Að auki hefur Freyr gefið 21 af 23 leikmönnum tækifæri í byrjunarliðinu og tuttugu leikmenn hafa spilað í meira en 80 mínútur á mótinu. Margrét Lára er enn hluti af liðinu þrátt fyrir að vera í barneignarfríi.Margrét Lára í stöðugu sambandi „Margrét er búin að vera í stöðugu sambandi við mig allt mótið og sýnir okkur mikinn stuðning,“ segir Freyr en hann bauð Margréti Láru að vera eins mikið í kringum liðið og hún vildi. Hinar stjörnur liðsins sætta sig alveg við þessa „tilraunastarfsemi“ hjá Frey. „Ég upplifi engar stjörnur innan liðsins og ég ítreka það alltaf við þessa leikmenn sem eru hérna hjá okkur að við erum að skapa liðsheild. Íslenska landsliðið þarf á því að halda að vera með breiðari hóp heldur en við vorum með fyrir mótið,“ sagði Freyr og bætti við: „Það er ótrúlega mikilvægt að við séum búin að skapa heilbrigða og góða samkeppni um stöður. Leikmenn liðsins eiga að styðja hvern annan í þeirri baráttu.“ Freyr talaði um það fyrir mótið að úrslitin væru ekki aðalatriðið og það hefur því komið skemmtilega á óvart að liðið sé komið alla leið í leikinn um þriðja sætið sem fer fram kl. 11.00 í dag.Spilatími íslensku stelpnanna í Algarve-bikarnum 2014 Sara Björk Gunnarsdóttir 209 mínútur (2 í byrjunarliði) Hallbera Guðný Gísladóttir 205 (2) Dagný Brynjarsdóttir 184 (2) Harpa Þorsteinsdóttir 182 (2) Elísa Viðarsdóttir 181 (2) Glódís Perla Viggósdóttir 180 (2) Mist Edvardsdóttir 180 (2) Anna Björk Kristjánsdóttir 180 (2) Rakel Hönnudóttir 169 (2) Dóra María Lárusdóttir 168 (2) Katrín Ómarsdóttir 152 (2) Fanndís Friðriksdóttir 151 (1) Ásgerður S. Baldursdóttir 145 (2) Þóra Björg Helgadóttir 90 (1) Guðbjörg Gunnarsdóttir 90 (1) Sandra Sigurðardóttir 90 (1) Anna María Baldursdóttir 90 (1) Soffía A. Gunnarsdóttir 90 (1) Elín Metta Jensen 88 (1) Þórunn Helga Jónsdóttir 81 (1) Ólína G. Viðarsdóttir 55 (1) Katrín Ásbjörnsdóttir 10 (0) Guðmunda Brynja Óladóttir 0Besti árangur íslenska kvennalandsliðsins í Algarve-bikarnum2. sæti 2011 - 2-4 tap fyrir Bandaríkjunum í úrslitaleik3. eða 4. sæti 2014 - leikur um 3. sæti við Svíþjóð í dag6. sæti 1996 - tap í vítakepppni fyrir Rússlandi í leik um 5. sætið6. sæti 2009 - 1-2 tap fyrir Kína í leik um 5. sætið6. sæti 2012 - 1-3 tap fyrir Danmörku í leik um 5. sætið7. sæti 1997 - sigur í vítakeppni á móti Portúgal í leik um 7. sætið7. sæti 2008 4-1 sigur á Kína í leik um 7.sætið Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er komið í bronsleikinn í Algarve-bikarnum þrátt fyrir stóran skell í fyrsta leik. Íslensku stelpurnar hafa komið öflugar til baka og náðu öðru sætinu í sínum riðli eftir tvö dramatísk sigurmörk í lok leikja sinna á móti Noregi og Kína. Fram undan er leikur við Svíþjóð um þriðja sætið í dag en íslenska kvennalandsliðið hefur aðeins einu sinni náð betri árangri á þessu árlega móti bestu landsliða heims. „Það var slæm niðurstaða að tapa 5-0 en ég get alveg verið hreinskilinn og sagt að ég hafi verið pollrólegur eftir Þýskalandsleikinn. Það var svo margt jákvætt í leiknum af því sem við lögðum upp og við gátum tekið það með okkur,“ sagði Freyr Alexandersson, þjálfari Íslands.Höfum öll trú á því sem við erum að gera „Ég vissi alveg að þetta gæti gerst en þetta var óþarflega stórt tap. Við héldum bara „kúlinu“ eins og við segjum og héldum áfram. Við höfum öll trú á því sem við erum að gera og það er það sem skiptir máli. Leikmennirnir eru á fleygiferð og ég er mjög ánægður með leikmennina,“ segir Freyr. Algarve-bikarinn hefur alltaf verið vettvangur til að gefa nýjum leikmönnum tækifærið en þó aldrei eins og nú. Þrír lykilleikmenn undanfarinna ára eru til dæmis ekki með því fyrirliðinn Katrín Jónsdóttir er hætt, markadrottningin Margrét Lára Viðarsdóttir er ófrísk og hættulegasti sóknarmaður liðsins, Hólmfríður Magnúsdóttir, er meidd. Að auki hefur Freyr gefið 21 af 23 leikmönnum tækifæri í byrjunarliðinu og tuttugu leikmenn hafa spilað í meira en 80 mínútur á mótinu. Margrét Lára er enn hluti af liðinu þrátt fyrir að vera í barneignarfríi.Margrét Lára í stöðugu sambandi „Margrét er búin að vera í stöðugu sambandi við mig allt mótið og sýnir okkur mikinn stuðning,“ segir Freyr en hann bauð Margréti Láru að vera eins mikið í kringum liðið og hún vildi. Hinar stjörnur liðsins sætta sig alveg við þessa „tilraunastarfsemi“ hjá Frey. „Ég upplifi engar stjörnur innan liðsins og ég ítreka það alltaf við þessa leikmenn sem eru hérna hjá okkur að við erum að skapa liðsheild. Íslenska landsliðið þarf á því að halda að vera með breiðari hóp heldur en við vorum með fyrir mótið,“ sagði Freyr og bætti við: „Það er ótrúlega mikilvægt að við séum búin að skapa heilbrigða og góða samkeppni um stöður. Leikmenn liðsins eiga að styðja hvern annan í þeirri baráttu.“ Freyr talaði um það fyrir mótið að úrslitin væru ekki aðalatriðið og það hefur því komið skemmtilega á óvart að liðið sé komið alla leið í leikinn um þriðja sætið sem fer fram kl. 11.00 í dag.Spilatími íslensku stelpnanna í Algarve-bikarnum 2014 Sara Björk Gunnarsdóttir 209 mínútur (2 í byrjunarliði) Hallbera Guðný Gísladóttir 205 (2) Dagný Brynjarsdóttir 184 (2) Harpa Þorsteinsdóttir 182 (2) Elísa Viðarsdóttir 181 (2) Glódís Perla Viggósdóttir 180 (2) Mist Edvardsdóttir 180 (2) Anna Björk Kristjánsdóttir 180 (2) Rakel Hönnudóttir 169 (2) Dóra María Lárusdóttir 168 (2) Katrín Ómarsdóttir 152 (2) Fanndís Friðriksdóttir 151 (1) Ásgerður S. Baldursdóttir 145 (2) Þóra Björg Helgadóttir 90 (1) Guðbjörg Gunnarsdóttir 90 (1) Sandra Sigurðardóttir 90 (1) Anna María Baldursdóttir 90 (1) Soffía A. Gunnarsdóttir 90 (1) Elín Metta Jensen 88 (1) Þórunn Helga Jónsdóttir 81 (1) Ólína G. Viðarsdóttir 55 (1) Katrín Ásbjörnsdóttir 10 (0) Guðmunda Brynja Óladóttir 0Besti árangur íslenska kvennalandsliðsins í Algarve-bikarnum2. sæti 2011 - 2-4 tap fyrir Bandaríkjunum í úrslitaleik3. eða 4. sæti 2014 - leikur um 3. sæti við Svíþjóð í dag6. sæti 1996 - tap í vítakepppni fyrir Rússlandi í leik um 5. sætið6. sæti 2009 - 1-2 tap fyrir Kína í leik um 5. sætið6. sæti 2012 - 1-3 tap fyrir Danmörku í leik um 5. sætið7. sæti 1997 - sigur í vítakeppni á móti Portúgal í leik um 7. sætið7. sæti 2008 4-1 sigur á Kína í leik um 7.sætið
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Sjá meira