Verður Seðlabankinn aftur pólitíkinni að bráð ? Þröstur Ólafsson skrifar 12. mars 2014 07:00 Einhvers staðar las ég að meginhlutverk seðlabanka væri það að vernda gjaldmiðilinn fyrir gráðugum stjórnmálamönnum. Við höfum af því bitra reynslu að þetta hefur íslenska seðlabankanum ekki tekist. Allt fram á þessa öld var það ein af skyldum hans að styðja við efnahagsstefnu ríkisstjórna á hverjum tíma. Mikið pólitískari getur ein stofnun varla verið. Til að tryggja þetta voru settir þrír bankastjórar yfir bankann. Oft var bróðurlega skipt. Einn frá Framsókn, annar úr Sjálfstæðisflokki og sá þriðji úr öðrum flokkum. Þetta átti að tryggja aðkomu allra flokka að stjórn bankans. Niðurstaðan hvað varðaði gjaldmiðilinn var ætíð sú sama. Verðgildi krónunnar rýrnaði stöðugt. Engu breytti þótt markmiði bankans hafi verið breytt í því skyni að styrkja krónuna. Að lokum hrundi bankinn í höndum þriggja bankastjóra, en það teymi var undir strangri stjórn annars öflugasta stjórnmálamanns landsins. Bankanum var bjargað frá gjaldþroti með hundraða milljarða aðstoð ríkissjóðs. Þetta „gjaldþrot“ er endurreisn fjármálalífsins enn mikill fjötur um fót. Þótt þríeykið hafa vissulega einnig verið skipað fagmönnum, var pólitískum tökum stjórnmálamanna aldrei sleppt. Þegar hrunið kom var bankinn svo rúinn öllu trausti, að hann sótti í örvæntingu sinni um lán frá Moskvu! Erlend matsfyrirtæki settu landið í eins konar ruslflokk. Ekki var traustið meira innanlands. Spilin stokkuð upp Í eftirleikum hrunsins voru spilin stokkuð upp. Bankinn tekinn úr daglegri umsjón stjórnmálamanna og hann efldur til sjálfstæðis. Fagráð sett til að ákveða peningastefnuna og bankastjórum fækkað í einn með annan til vara. Settar voru strangar hæfiskröfur til umsækjenda, m.a. um alþjóðlega reynslu á sviði peningamála. Á síðustu misserum hefur tekist að róa krónuna og smá styrkja. Til þess hefur þurft að einangra landið á sviði gjaldeyris- og peningamála. Sett voru bæði belti og axlabönd á krónuna. Engum sem vill horfa glýjulaust á framtíðina dylst, að meðan við notum krónuna sem gjaldmiðil, munum við til frambúðar þurfa að styðjast við all umfangsmikil höft, hvað varðar gjaldeyrismál og fjármagnsflutninga. Það verður nægt viðfangsefni að glíma við afleiðingar haftanna, þegar kemur að ákvæðum í EES-samningnum eða gagnvart starfsemi íslenskra fyrirtækja erlendis, svo ekki sé talað um erlenda fjárfesta. Með ákvörðun ríkisstjórnarinnar um afturköllun aðildarumsóknarinnar verða þessi mál enn snúnari og erfiðari úrlausnar, því hún lokar á valkosti í gjaldmiðilsmálum, sem okkur eru lífsnauðsynlegir. Færa til fyrra horfs? Í þessu samhengi er vart hægt að hugsa sér óheppilegri tímasetningu til að fikta við seðlabankalögin. Næg verður athygli umheimsins á landinu eftir daginn stóra, svo ekki verði farið að færa stjórnskipan bankans til fyrra horfs, svo auðveldara verði að handstýra honum. Það fer ekki saman að fjölga bankastjórum og segjast ætla að styrkja sjálfstæði bankans. Það eitt að skipta bankastjóranum út fyrir einhvern annan í því andrúmslofti vantrausts og tortryggni sem ríkir, gæti kostað þjóðina tugi milljarða í verri lánskjörum. Klaufaleg viðbrögð formanna stjórnarflokkanna við spurningum fréttamanna um væntanlega lagabreytingu, bættu ekki úr skák. Engin stofnun lýðveldisins er jafn viðkvæm gagnvart hnattrænum fjármálaheimi og seðlabankinn. Því minna sem við honum er rjátlað þeim mun betra. Annað væri feigðarflan. Þau frændsystkinin heift og hatur eru ekki góðir ráðgjafar. Ég sé að lausmálgir orðhákar eru strax byrjaðir að brýna. Látið þar við sitja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þröstur Ólafsson Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Einhvers staðar las ég að meginhlutverk seðlabanka væri það að vernda gjaldmiðilinn fyrir gráðugum stjórnmálamönnum. Við höfum af því bitra reynslu að þetta hefur íslenska seðlabankanum ekki tekist. Allt fram á þessa öld var það ein af skyldum hans að styðja við efnahagsstefnu ríkisstjórna á hverjum tíma. Mikið pólitískari getur ein stofnun varla verið. Til að tryggja þetta voru settir þrír bankastjórar yfir bankann. Oft var bróðurlega skipt. Einn frá Framsókn, annar úr Sjálfstæðisflokki og sá þriðji úr öðrum flokkum. Þetta átti að tryggja aðkomu allra flokka að stjórn bankans. Niðurstaðan hvað varðaði gjaldmiðilinn var ætíð sú sama. Verðgildi krónunnar rýrnaði stöðugt. Engu breytti þótt markmiði bankans hafi verið breytt í því skyni að styrkja krónuna. Að lokum hrundi bankinn í höndum þriggja bankastjóra, en það teymi var undir strangri stjórn annars öflugasta stjórnmálamanns landsins. Bankanum var bjargað frá gjaldþroti með hundraða milljarða aðstoð ríkissjóðs. Þetta „gjaldþrot“ er endurreisn fjármálalífsins enn mikill fjötur um fót. Þótt þríeykið hafa vissulega einnig verið skipað fagmönnum, var pólitískum tökum stjórnmálamanna aldrei sleppt. Þegar hrunið kom var bankinn svo rúinn öllu trausti, að hann sótti í örvæntingu sinni um lán frá Moskvu! Erlend matsfyrirtæki settu landið í eins konar ruslflokk. Ekki var traustið meira innanlands. Spilin stokkuð upp Í eftirleikum hrunsins voru spilin stokkuð upp. Bankinn tekinn úr daglegri umsjón stjórnmálamanna og hann efldur til sjálfstæðis. Fagráð sett til að ákveða peningastefnuna og bankastjórum fækkað í einn með annan til vara. Settar voru strangar hæfiskröfur til umsækjenda, m.a. um alþjóðlega reynslu á sviði peningamála. Á síðustu misserum hefur tekist að róa krónuna og smá styrkja. Til þess hefur þurft að einangra landið á sviði gjaldeyris- og peningamála. Sett voru bæði belti og axlabönd á krónuna. Engum sem vill horfa glýjulaust á framtíðina dylst, að meðan við notum krónuna sem gjaldmiðil, munum við til frambúðar þurfa að styðjast við all umfangsmikil höft, hvað varðar gjaldeyrismál og fjármagnsflutninga. Það verður nægt viðfangsefni að glíma við afleiðingar haftanna, þegar kemur að ákvæðum í EES-samningnum eða gagnvart starfsemi íslenskra fyrirtækja erlendis, svo ekki sé talað um erlenda fjárfesta. Með ákvörðun ríkisstjórnarinnar um afturköllun aðildarumsóknarinnar verða þessi mál enn snúnari og erfiðari úrlausnar, því hún lokar á valkosti í gjaldmiðilsmálum, sem okkur eru lífsnauðsynlegir. Færa til fyrra horfs? Í þessu samhengi er vart hægt að hugsa sér óheppilegri tímasetningu til að fikta við seðlabankalögin. Næg verður athygli umheimsins á landinu eftir daginn stóra, svo ekki verði farið að færa stjórnskipan bankans til fyrra horfs, svo auðveldara verði að handstýra honum. Það fer ekki saman að fjölga bankastjórum og segjast ætla að styrkja sjálfstæði bankans. Það eitt að skipta bankastjóranum út fyrir einhvern annan í því andrúmslofti vantrausts og tortryggni sem ríkir, gæti kostað þjóðina tugi milljarða í verri lánskjörum. Klaufaleg viðbrögð formanna stjórnarflokkanna við spurningum fréttamanna um væntanlega lagabreytingu, bættu ekki úr skák. Engin stofnun lýðveldisins er jafn viðkvæm gagnvart hnattrænum fjármálaheimi og seðlabankinn. Því minna sem við honum er rjátlað þeim mun betra. Annað væri feigðarflan. Þau frændsystkinin heift og hatur eru ekki góðir ráðgjafar. Ég sé að lausmálgir orðhákar eru strax byrjaðir að brýna. Látið þar við sitja.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir Skoðun