Ómöguleikhúsið Ari Trausti Guðmundsson skrifar 20. mars 2014 07:00 Hvert og eitt okkar sem fylgist með stjórnmálum spyr sig fyrr eða síðar hvort lýðveldið virki eins og vera ber. Hvort þingbundna stjórnin sé jafnan skilvirk, heiðarleg, sanngjörn og hliðholl almenningi. Hvort hátt í sjötíu ára vegferð sem endaði næstum í þjóðargjaldþroti beri vitni um nægilega lýðræðislega stjórnarhætti. Hvort þá þurfi að bæta. Eflaust eru skoðanir harla skiptar og svörin margvísleg.Ómöguleikinn er flókinn Nú hefur hugtak bæst í lýðræðisumræðuna: Ómöguleiki. Hann á við sumt en ekki annað. Það er til dæmis ekki ómögulegt að líta svo á að tveir flokkar hafi fengið óskorað umboð allra kjósenda sinna til þess að slíta viðræðum um aðildarsamning að Evrópusambandinu. Þar með er ómögulegt að kjósendur hafi kosið flokkana út á stök önnur mál en ekki andstöðu við EB-aðild, í ljósi þess að flokkarnir lofuðu fyrir kosningar (og framámenn þeirra eftir kosningar) að við öll mættum velja hvort viðræðum væri haldið áfram eða ekki. Um leið er ómögulegt að útskýra af hverju óþægilega margir kjósendur sömu flokka eru nú að fjasa um að fá að kjósa um hvort viðræðunum skuli haldið áfram eða ekki. Auðvitað er ómögulegt að kjósendur sem vilja láta ljúka viðræðunum (eða geyma í salti) geti verið fleiri en þeir sem vilja slíta þeim. Líka er ómögulegt að horfa til nokkurra skoðanakannanna í einu og draga rökréttar ályktanir. Enn ómögulegra er að kanna vel vilja landsmanna með þjóðaratkvæðagreiðslu. Hún gæti farið á ómögulegan veg. Betra er að velja þá skoðanakönnun eina sér til stuðnings sem styður ómöguleikann í því að ljúka langt komnum alþjóðasamningum er varða fyrirsjáanlega framtíð. Enda ómögulegt að nýta sömu samninganefnd og áður, gæta hagsmuna landsins, fylgja næstu samningsatriðum eftir í nefndum og á fundum Alþingis, í ríkisstjórn og með hagsmunasamtökum, stöðva samningsferlið ef allt er í hnút eða klára það ella. Hafa svo aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamning sem þá lægi fyrir. Ómöguleiki myndi blasa við, væri samningur samþykktur með skýrum meirihluta atkvæða, eða honum hafnað.…og enn flóknari Enn fremur væri ómögulegt að skila stjórnartaumum ef flokkarnir treystu sér ekki til að þjóna meirihluta sem veldi áframhaldandi aðildarviðræður. Lýðræði getur ómögulega falist meðal annars í því að stjórnvöld sinni málum á skjön við upphaflega ætlan sína ef nógu margir vilja það. Stjórnmálamenn geta ómögulega kunnað það; hvað þá sætt sig við slík ósköp. Samhliða öllu þessu er líka ómögulegt að hlusta á rök forsvarsmanna úr mörgum atvinnugreinum, meðal annars mikilvægra sprotafyrirtækja, sem vilja ekki slíta þessum ómögulegu EB-viðræðum. Og ómögulegt væri að bíða eftir fleiri háskólastofnanaskýrslum sem geta ómögulega verið gagnlegar. Þær er best að merkja sem ómögulegar vegna hlutdrægni enda pantaðar með fyrirfram gefnum niðurstöðum. Fyrirliggjandi skýrslu er síðan ómögulegt að skilja nema á einn veg. Tugþúsundir undirskrifta gegn slitum aðildarviðræðna og með kröfu um þjóðaratkvæðagreiðslu geta loks ómögulega breytt neinu af því að búið er að taka ákvörðun um málslok. Ómöguleikhúsið er enginn farsi þegar á reynir og leikfléttan kann að verða dýr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Hvert og eitt okkar sem fylgist með stjórnmálum spyr sig fyrr eða síðar hvort lýðveldið virki eins og vera ber. Hvort þingbundna stjórnin sé jafnan skilvirk, heiðarleg, sanngjörn og hliðholl almenningi. Hvort hátt í sjötíu ára vegferð sem endaði næstum í þjóðargjaldþroti beri vitni um nægilega lýðræðislega stjórnarhætti. Hvort þá þurfi að bæta. Eflaust eru skoðanir harla skiptar og svörin margvísleg.Ómöguleikinn er flókinn Nú hefur hugtak bæst í lýðræðisumræðuna: Ómöguleiki. Hann á við sumt en ekki annað. Það er til dæmis ekki ómögulegt að líta svo á að tveir flokkar hafi fengið óskorað umboð allra kjósenda sinna til þess að slíta viðræðum um aðildarsamning að Evrópusambandinu. Þar með er ómögulegt að kjósendur hafi kosið flokkana út á stök önnur mál en ekki andstöðu við EB-aðild, í ljósi þess að flokkarnir lofuðu fyrir kosningar (og framámenn þeirra eftir kosningar) að við öll mættum velja hvort viðræðum væri haldið áfram eða ekki. Um leið er ómögulegt að útskýra af hverju óþægilega margir kjósendur sömu flokka eru nú að fjasa um að fá að kjósa um hvort viðræðunum skuli haldið áfram eða ekki. Auðvitað er ómögulegt að kjósendur sem vilja láta ljúka viðræðunum (eða geyma í salti) geti verið fleiri en þeir sem vilja slíta þeim. Líka er ómögulegt að horfa til nokkurra skoðanakannanna í einu og draga rökréttar ályktanir. Enn ómögulegra er að kanna vel vilja landsmanna með þjóðaratkvæðagreiðslu. Hún gæti farið á ómögulegan veg. Betra er að velja þá skoðanakönnun eina sér til stuðnings sem styður ómöguleikann í því að ljúka langt komnum alþjóðasamningum er varða fyrirsjáanlega framtíð. Enda ómögulegt að nýta sömu samninganefnd og áður, gæta hagsmuna landsins, fylgja næstu samningsatriðum eftir í nefndum og á fundum Alþingis, í ríkisstjórn og með hagsmunasamtökum, stöðva samningsferlið ef allt er í hnút eða klára það ella. Hafa svo aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamning sem þá lægi fyrir. Ómöguleiki myndi blasa við, væri samningur samþykktur með skýrum meirihluta atkvæða, eða honum hafnað.…og enn flóknari Enn fremur væri ómögulegt að skila stjórnartaumum ef flokkarnir treystu sér ekki til að þjóna meirihluta sem veldi áframhaldandi aðildarviðræður. Lýðræði getur ómögulega falist meðal annars í því að stjórnvöld sinni málum á skjön við upphaflega ætlan sína ef nógu margir vilja það. Stjórnmálamenn geta ómögulega kunnað það; hvað þá sætt sig við slík ósköp. Samhliða öllu þessu er líka ómögulegt að hlusta á rök forsvarsmanna úr mörgum atvinnugreinum, meðal annars mikilvægra sprotafyrirtækja, sem vilja ekki slíta þessum ómögulegu EB-viðræðum. Og ómögulegt væri að bíða eftir fleiri háskólastofnanaskýrslum sem geta ómögulega verið gagnlegar. Þær er best að merkja sem ómögulegar vegna hlutdrægni enda pantaðar með fyrirfram gefnum niðurstöðum. Fyrirliggjandi skýrslu er síðan ómögulegt að skilja nema á einn veg. Tugþúsundir undirskrifta gegn slitum aðildarviðræðna og með kröfu um þjóðaratkvæðagreiðslu geta loks ómögulega breytt neinu af því að búið er að taka ákvörðun um málslok. Ómöguleikhúsið er enginn farsi þegar á reynir og leikfléttan kann að verða dýr.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar