Er nauðsynlegt að skjóta þá? Mikael Torfason skrifar 24. mars 2014 06:00 Á strætisvögnum í Boston eru þessa dagana uppi auglýsingar þar sem vegfarendur vestra eru spurðir hvaðan fiskurinn sem þeir kaupa sé. Það eru fjöldamörg samtök sem standa að herferðinni sem er undir yfirskriftinni „Ekki kaupa af íslenskum hvalveiðimönnum“. Enn á ný erum við Íslendingar lentir í deilu við fjöldasamtök úti í heimi vegna hvalveiða. Við virðumst seint ætla að taka einu skynsamlegu afstöðuna, og hún blasir við, sem er að biðja Kristján Loftsson og félaga að gera eitthvað annað við tíma sinn en að drepa hval. Við getum ekki fórnað hagsmunum okkar hvað varðar sölu á sjávarafurðum og sókn í ferðaþjónustu á altari þess að Kristján fái að fara sínu fram. Hvalveiðar eru ekki þjóðhagslega hagkvæmar og það sem verra er, með því að stunda þær erum við að fórna meiri hagsmunum fyrir minni. Fæstar þjóðir sýna þessum veiðum skilning og við eigum mikið undir viðskiptum við þessar þjóðir. Samtök ferðaþjónustunnar á Íslandi hafa gert fjölmargar athugasemdir við hvalveiðar og meðal annars beðið stjórnvöld hér á landi að banna veiðar í Faxaflóa. En það má ekki raska ró þvermóðskufullra hvalveiðimanna. Jafnvel þó viðskiptahagsmunir upp á milljarða séu undir. Ferðaþjónusta á Íslandi veltir hundruðum milljarða og er aukningin mikil ár frá ári, meiri en í nokkurri annarri atvinnugrein. Um þriðjungur ferðamanna sem kemur hingað til lands fer í hvalaskoðun. Áætlaðar tekjur af miðasölu í fyrra nema næstum tveimur milljörðum króna. Farþegum í hvalaskoðun fjölgar ár frá ári. Samkvæmt nýjustu tölum lítur allt út fyrir að farþegar í fyrra hafi verið yfir tvö hundruð þúsund. Árið þar áður var fjöldi farþega hundrað sjötíu og fimm þúsund – þeim hafði fjölgað um fjörutíu og fimm þúsund á milli ára. Það hefur tekið áratugi að byggja upp þessa tegund ferðaþjónustu hér á landi. Við getum öskrað okkur hás um að öll þessi erlendu samtök hafi rangt fyrir sér og það sé réttur okkar sem fullvalda þjóðar að veiða hval. En það er sama hversu hátt við öskrum, það er enginn að hlusta. Þessar veiðar eru að skaða okkur og samkvæmt nýjustu fréttum hefur bandaríska matvælafyrirtækið High Liner Foods lýst því yfir að þar á bæ vilji menn ekki frekari viðskipti við íslensk sjávarútvegsfyrirtæki. Vissulega er erfitt fyrir veiðisamfélag að virða að vettugi þau rök að ekki sé verið að stunda veiðar á stofnum í útrýmingarhættu, og rangfærslur vaði uppi í málflutningi verndunarsinna. En þegar ekki er einu sinni markaður fyrir afurðirnar, sem er grundvallarforsenda, hvalkjötið hleðst upp í frystigeymslum Kristjáns, hlýtur afstaða sem byggist á þvermóðsku og jafnvel þjóðrembu að víkja. Við borðum það sem við veiðum. Við erum ekki eins og minkurinn. Því er rétt að vitna í spámanninn Bubba Morthens sem söng og spurði fyrir mörgum árum: „Er nauðsynlegt að skjóta þá?“ Er þetta ekki bara orðið gott?Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mikael Torfason Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Á strætisvögnum í Boston eru þessa dagana uppi auglýsingar þar sem vegfarendur vestra eru spurðir hvaðan fiskurinn sem þeir kaupa sé. Það eru fjöldamörg samtök sem standa að herferðinni sem er undir yfirskriftinni „Ekki kaupa af íslenskum hvalveiðimönnum“. Enn á ný erum við Íslendingar lentir í deilu við fjöldasamtök úti í heimi vegna hvalveiða. Við virðumst seint ætla að taka einu skynsamlegu afstöðuna, og hún blasir við, sem er að biðja Kristján Loftsson og félaga að gera eitthvað annað við tíma sinn en að drepa hval. Við getum ekki fórnað hagsmunum okkar hvað varðar sölu á sjávarafurðum og sókn í ferðaþjónustu á altari þess að Kristján fái að fara sínu fram. Hvalveiðar eru ekki þjóðhagslega hagkvæmar og það sem verra er, með því að stunda þær erum við að fórna meiri hagsmunum fyrir minni. Fæstar þjóðir sýna þessum veiðum skilning og við eigum mikið undir viðskiptum við þessar þjóðir. Samtök ferðaþjónustunnar á Íslandi hafa gert fjölmargar athugasemdir við hvalveiðar og meðal annars beðið stjórnvöld hér á landi að banna veiðar í Faxaflóa. En það má ekki raska ró þvermóðskufullra hvalveiðimanna. Jafnvel þó viðskiptahagsmunir upp á milljarða séu undir. Ferðaþjónusta á Íslandi veltir hundruðum milljarða og er aukningin mikil ár frá ári, meiri en í nokkurri annarri atvinnugrein. Um þriðjungur ferðamanna sem kemur hingað til lands fer í hvalaskoðun. Áætlaðar tekjur af miðasölu í fyrra nema næstum tveimur milljörðum króna. Farþegum í hvalaskoðun fjölgar ár frá ári. Samkvæmt nýjustu tölum lítur allt út fyrir að farþegar í fyrra hafi verið yfir tvö hundruð þúsund. Árið þar áður var fjöldi farþega hundrað sjötíu og fimm þúsund – þeim hafði fjölgað um fjörutíu og fimm þúsund á milli ára. Það hefur tekið áratugi að byggja upp þessa tegund ferðaþjónustu hér á landi. Við getum öskrað okkur hás um að öll þessi erlendu samtök hafi rangt fyrir sér og það sé réttur okkar sem fullvalda þjóðar að veiða hval. En það er sama hversu hátt við öskrum, það er enginn að hlusta. Þessar veiðar eru að skaða okkur og samkvæmt nýjustu fréttum hefur bandaríska matvælafyrirtækið High Liner Foods lýst því yfir að þar á bæ vilji menn ekki frekari viðskipti við íslensk sjávarútvegsfyrirtæki. Vissulega er erfitt fyrir veiðisamfélag að virða að vettugi þau rök að ekki sé verið að stunda veiðar á stofnum í útrýmingarhættu, og rangfærslur vaði uppi í málflutningi verndunarsinna. En þegar ekki er einu sinni markaður fyrir afurðirnar, sem er grundvallarforsenda, hvalkjötið hleðst upp í frystigeymslum Kristjáns, hlýtur afstaða sem byggist á þvermóðsku og jafnvel þjóðrembu að víkja. Við borðum það sem við veiðum. Við erum ekki eins og minkurinn. Því er rétt að vitna í spámanninn Bubba Morthens sem söng og spurði fyrir mörgum árum: „Er nauðsynlegt að skjóta þá?“ Er þetta ekki bara orðið gott?Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun