Ekkert nema froða Haraldur Guðmundsson skrifar 9. apríl 2014 07:15 Fyrir sirka níu árum síðan urðum við félagarnir í vinahópnum okkur úti um bjórkút og gamla bjórdælu. Úr varð ágætis partí. Þegar húsið var farið að fyllast kom í ljós að dælan virkaði ekki sem skyldi. Við áttum nóg af bjór en komum honum ekki á leiðarenda í glær plastglös gestanna. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fengu þeir nánast ekkert annað en hnausþykka og hvíta froðu. Þetta froðupartí kom upp í hugann um daginn þegar stjórnendur Landsnets undirstrikuðu á kynningarfundi fyrirtækisins hversu mikilvægt það er að flutningskerfi raforku hér á landi verði eflt. Það er nefnilega þannig að kerfið hefur út af ýmsum ástæðum ekki tekið nauðsynlegum breytingum á síðustu árum. Landsnet getur því ekki flutt raforku á milli landshluta með viðunandi hætti og fyrirtæki og íbúar víða um land eru farin að finna fyrir því. Í janúar kynnti Landsvirkjun áform um orkuskerðingu til stórnotenda sökum bágs vatnsbúskapar í lónum fyrirtækisins. Orkuskerðingin hefur nú staðið yfir í rúma tvo og hálfan mánuð og samtals kostað Landsvirkjun, Landsnet, þjóðarbúið og stórnotendur raforku milljarða. Landsvirkjun þurfti að ráðast í skerðinguna á sama tíma og næg raforka var til á kerfum Landsnets. Á Austurlandi var til orka en það var ekki hægt að koma henni til stórnotenda fyrir sunnan og því þurftu stórkaupendur, hvar sem þeir eru staddir, að þola skerðinguna. Alcoa Fjarðaál á Reyðarfirði mun að öllum líkindum tapa yfir einum milljarði króna þrátt fyrir að vatnsstaðan í Hálslóni, miðlunarlóni Kárahnjúkavirkjunar, hafi verið ágæt. Álframleiðandinn þurfti einnig að draga úr framleiðslu í maí í fyrra þegar tilkynnt var um orkuskerðingu sem aldrei varð af. Sama hvar við stöndum í virkjunarmálum hljótum við öll að vera sammála um að sú orka sem þegar hefur verið virkjuð, með tilheyrandi áhrifum, þarf að komast til notenda svo úr henni sé hægt að skapa verðmæti. Allt annað er vanvirðing við umhverfið og þá íbúa landsins og aðrar lífverur sem orðið hafa fyrir áhrifum af virkjunarframkvæmdum síðustu áratuga. Staðreyndin er hins vegar sú að ríkisstjórnin og fyrirrennarar hennar hafa ekki mótað skýra stefnu í þessum málum. Þegar flutningsgetan er eins takmörkuð og raun ber vitni er allt tal ráðamanna og viljayfirlýsingar um frekari uppbyggingu orkufreks iðnaðar hér á landi, ekkert annað en hnausþykk og hvít froða.Markaðshornið er skoðanapistill í Markaðnum, vikulegu fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagslíf. Pistillinn birtist í Markaðnum 9. apríl 2014. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Guðmundsson Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Fyrir sirka níu árum síðan urðum við félagarnir í vinahópnum okkur úti um bjórkút og gamla bjórdælu. Úr varð ágætis partí. Þegar húsið var farið að fyllast kom í ljós að dælan virkaði ekki sem skyldi. Við áttum nóg af bjór en komum honum ekki á leiðarenda í glær plastglös gestanna. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fengu þeir nánast ekkert annað en hnausþykka og hvíta froðu. Þetta froðupartí kom upp í hugann um daginn þegar stjórnendur Landsnets undirstrikuðu á kynningarfundi fyrirtækisins hversu mikilvægt það er að flutningskerfi raforku hér á landi verði eflt. Það er nefnilega þannig að kerfið hefur út af ýmsum ástæðum ekki tekið nauðsynlegum breytingum á síðustu árum. Landsnet getur því ekki flutt raforku á milli landshluta með viðunandi hætti og fyrirtæki og íbúar víða um land eru farin að finna fyrir því. Í janúar kynnti Landsvirkjun áform um orkuskerðingu til stórnotenda sökum bágs vatnsbúskapar í lónum fyrirtækisins. Orkuskerðingin hefur nú staðið yfir í rúma tvo og hálfan mánuð og samtals kostað Landsvirkjun, Landsnet, þjóðarbúið og stórnotendur raforku milljarða. Landsvirkjun þurfti að ráðast í skerðinguna á sama tíma og næg raforka var til á kerfum Landsnets. Á Austurlandi var til orka en það var ekki hægt að koma henni til stórnotenda fyrir sunnan og því þurftu stórkaupendur, hvar sem þeir eru staddir, að þola skerðinguna. Alcoa Fjarðaál á Reyðarfirði mun að öllum líkindum tapa yfir einum milljarði króna þrátt fyrir að vatnsstaðan í Hálslóni, miðlunarlóni Kárahnjúkavirkjunar, hafi verið ágæt. Álframleiðandinn þurfti einnig að draga úr framleiðslu í maí í fyrra þegar tilkynnt var um orkuskerðingu sem aldrei varð af. Sama hvar við stöndum í virkjunarmálum hljótum við öll að vera sammála um að sú orka sem þegar hefur verið virkjuð, með tilheyrandi áhrifum, þarf að komast til notenda svo úr henni sé hægt að skapa verðmæti. Allt annað er vanvirðing við umhverfið og þá íbúa landsins og aðrar lífverur sem orðið hafa fyrir áhrifum af virkjunarframkvæmdum síðustu áratuga. Staðreyndin er hins vegar sú að ríkisstjórnin og fyrirrennarar hennar hafa ekki mótað skýra stefnu í þessum málum. Þegar flutningsgetan er eins takmörkuð og raun ber vitni er allt tal ráðamanna og viljayfirlýsingar um frekari uppbyggingu orkufreks iðnaðar hér á landi, ekkert annað en hnausþykk og hvít froða.Markaðshornið er skoðanapistill í Markaðnum, vikulegu fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagslíf. Pistillinn birtist í Markaðnum 9. apríl 2014.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun