Snúast kosningar til sveitarstjórna um alvörumál? Eydís K. Sveinbjarnardóttir og Gunnlaug Thorlacius skrifar 22. maí 2014 07:00 Eitt af lögbundnum hlutverkum sveitarfélaga er að sjá til þess að geðfatlaðir fái viðeigandi búsetuúrræði. Það var sett í löggjöf árið 1992 en reyndi lítið á fyrr en upp úr aldamótum. Við stefnumótun og endurskoðun í rekstri geðdeilda var ákveðið að loka stofnanavæddum geðdeildum og taka upp gagnreynda stefnu annarra landa varðandi samfélagsgeðlækningar. Geðfatlaðir skyldu eiga heima í samfélaginu og njóta þjónustu geðdeilda þegar þeir þyrftu á spítalaþjónustu að halda. Átak var gert í búsetumálum geðfatlaðra á árunum 2006-2010. Það verkefni var kallað Straumhvarfaverkefni og miðaði að því að finna geðfötluðum viðeigandi búsetuúrræði í samfélaginu. Í Reykjavík var vettvangsgeðteymi stofnað, sem er samvinnuverkefni Geðsviðs Landspítala og Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Teymið hefur það að markmiði að auka samfellu í þjónustu, lífsgæði og færni til daglegs lífs hjá geðfötluðum sem eiga sitt heimili í búsetukjörnum á vegum borgarinnar. Faraldsfræðilegar rannsóknir hafa sýnt að nýgengi þeirra geðfatlaðra sem þurfa búsetu til dæmis í Reykjavík sé um það bil átta manns á ári. Nú er svo komið að ekki hefur bæst við nýtt sértækt búsetuúrræði fyrir geðfatlaða frá árinu 2010. Í dag teppa 19 einstaklingar pláss á Geðsviði Landspítala vegna skorts á viðunandi búsetuúrræðum. Reykvíkingar eru í miklum meirihluta í þeim hópi og er líklegasta skýringin sú að þar búa flestir landsmenn. Í nýlegri rannsókn á högum fatlaðs fólks kemur fram að hlutfall öryrkja er hæst í Reykjavík. Rannsóknin leiddi jafnframt í ljós að flestir sem ákvarða búsetu eftir þjónustu kjósa að búa í höfuðborginni. Reykjavíkurborg hefur staðið sig einna best af sveitarfélögum landsins við að búa til úrræði og þjónusta þennan hóp en betur má ef duga skal.Batinn í hættu Af þessum 19 einstaklingum hafa 13 beðið í sex mánuði eða lengur eftir að geðendurhæfingu er lokið. Þetta fólk er tilbúið til útskriftar en er fast á geðdeildum vegna skorts á viðeigandi úrræðum. Þessi staða er óviðunandi og verður þess oft valdandi að markmið endurhæfingar og sá bati sem fólk hefur náð er í hættu. Þess má geta að kostnaður samfélagsins við hvern sjúkling sem liggur á geðdeild er varlega áætlaður um 100.000 krónur á sólarhring. Sértæk búsetuúrræði eru því án efa hagkvæmari kostur fyrir samfélagið, auk þess sem þau fela í sér aukin lífsgæði fyrir þá sem glíma við geðsjúkdóma. Í ljósi þessa er mikilvægt að hafa í huga að heildarfjöldi þeirra legurýma sem endurhæfingardeildir hafa yfir að ráða eru um 40 og því óhætt að segja að tæplega helmingur þeirra sé tepptur. Velferðarráð Reykjavíkurborgar ætlaði að leysa búsetumálin á sl. árum með því að fela Félagsbústöðum að kaupa 32 einstaklingsíbúðir fyrir geðfatlaða 2012-2014 sem áttu að vera í nágrenni við búsetukjarna fyrir geðfatlaða. Það má segja að velferðarráð hafi verið að bjarga sér fyrir horn. Staðan núna á árinu 2014 er að 12 íbúðir af þessum 32 hafa verið keyptar og ekkert fjármagn verið eyrnamerkt til að þjónusta þá einstaklinga sem þar munu búa. Þjónusta sveitarfélaganna er afar misjöfn og framboð af félagslegu leiguhúsnæði og sértækum búsetuúrræðum er ekki sambærilegt milli sveitarfélaga. Það er óásættanleg staða fyrir geðfatlaða að bíða á geðdeildum eftir að hafa lokið geðendurhæfingu. Þessi staða má þó ekki verða til þess að snúið verði til baka í að útbúa stofnanir fyrir geðfatlaða og missa sýn á þeirri eðlilegu kröfu að geðfatlaðir eigi heimili í samfélaginu. Að okkar mati er um alvörumál að ræða. Við höfum þó ekki heyrt í neinu framboði til sveitarstjórna sem leggur metnað sinn í þennan málaflokk. Við ætlum að kjósa með geðfötluðum! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Sjá meira
Eitt af lögbundnum hlutverkum sveitarfélaga er að sjá til þess að geðfatlaðir fái viðeigandi búsetuúrræði. Það var sett í löggjöf árið 1992 en reyndi lítið á fyrr en upp úr aldamótum. Við stefnumótun og endurskoðun í rekstri geðdeilda var ákveðið að loka stofnanavæddum geðdeildum og taka upp gagnreynda stefnu annarra landa varðandi samfélagsgeðlækningar. Geðfatlaðir skyldu eiga heima í samfélaginu og njóta þjónustu geðdeilda þegar þeir þyrftu á spítalaþjónustu að halda. Átak var gert í búsetumálum geðfatlaðra á árunum 2006-2010. Það verkefni var kallað Straumhvarfaverkefni og miðaði að því að finna geðfötluðum viðeigandi búsetuúrræði í samfélaginu. Í Reykjavík var vettvangsgeðteymi stofnað, sem er samvinnuverkefni Geðsviðs Landspítala og Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Teymið hefur það að markmiði að auka samfellu í þjónustu, lífsgæði og færni til daglegs lífs hjá geðfötluðum sem eiga sitt heimili í búsetukjörnum á vegum borgarinnar. Faraldsfræðilegar rannsóknir hafa sýnt að nýgengi þeirra geðfatlaðra sem þurfa búsetu til dæmis í Reykjavík sé um það bil átta manns á ári. Nú er svo komið að ekki hefur bæst við nýtt sértækt búsetuúrræði fyrir geðfatlaða frá árinu 2010. Í dag teppa 19 einstaklingar pláss á Geðsviði Landspítala vegna skorts á viðunandi búsetuúrræðum. Reykvíkingar eru í miklum meirihluta í þeim hópi og er líklegasta skýringin sú að þar búa flestir landsmenn. Í nýlegri rannsókn á högum fatlaðs fólks kemur fram að hlutfall öryrkja er hæst í Reykjavík. Rannsóknin leiddi jafnframt í ljós að flestir sem ákvarða búsetu eftir þjónustu kjósa að búa í höfuðborginni. Reykjavíkurborg hefur staðið sig einna best af sveitarfélögum landsins við að búa til úrræði og þjónusta þennan hóp en betur má ef duga skal.Batinn í hættu Af þessum 19 einstaklingum hafa 13 beðið í sex mánuði eða lengur eftir að geðendurhæfingu er lokið. Þetta fólk er tilbúið til útskriftar en er fast á geðdeildum vegna skorts á viðeigandi úrræðum. Þessi staða er óviðunandi og verður þess oft valdandi að markmið endurhæfingar og sá bati sem fólk hefur náð er í hættu. Þess má geta að kostnaður samfélagsins við hvern sjúkling sem liggur á geðdeild er varlega áætlaður um 100.000 krónur á sólarhring. Sértæk búsetuúrræði eru því án efa hagkvæmari kostur fyrir samfélagið, auk þess sem þau fela í sér aukin lífsgæði fyrir þá sem glíma við geðsjúkdóma. Í ljósi þessa er mikilvægt að hafa í huga að heildarfjöldi þeirra legurýma sem endurhæfingardeildir hafa yfir að ráða eru um 40 og því óhætt að segja að tæplega helmingur þeirra sé tepptur. Velferðarráð Reykjavíkurborgar ætlaði að leysa búsetumálin á sl. árum með því að fela Félagsbústöðum að kaupa 32 einstaklingsíbúðir fyrir geðfatlaða 2012-2014 sem áttu að vera í nágrenni við búsetukjarna fyrir geðfatlaða. Það má segja að velferðarráð hafi verið að bjarga sér fyrir horn. Staðan núna á árinu 2014 er að 12 íbúðir af þessum 32 hafa verið keyptar og ekkert fjármagn verið eyrnamerkt til að þjónusta þá einstaklinga sem þar munu búa. Þjónusta sveitarfélaganna er afar misjöfn og framboð af félagslegu leiguhúsnæði og sértækum búsetuúrræðum er ekki sambærilegt milli sveitarfélaga. Það er óásættanleg staða fyrir geðfatlaða að bíða á geðdeildum eftir að hafa lokið geðendurhæfingu. Þessi staða má þó ekki verða til þess að snúið verði til baka í að útbúa stofnanir fyrir geðfatlaða og missa sýn á þeirri eðlilegu kröfu að geðfatlaðir eigi heimili í samfélaginu. Að okkar mati er um alvörumál að ræða. Við höfum þó ekki heyrt í neinu framboði til sveitarstjórna sem leggur metnað sinn í þennan málaflokk. Við ætlum að kjósa með geðfötluðum!
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun