Landið er dýrmæt auðlind Gunnar Bragi Sveinsson og Monique Barbut skrifar 31. maí 2014 07:00 Um einn milljarður jarðarbúa býr í dreifðum byggðum þróunarríkja þar sem flestir byggja lífsviðurværi sitt á sjálfsþurftarbúskap eða eru smábændur. Dýrmætasta auðlindin er frjósamur jarðvegur og landeyðing er skæður óvinur. Á heimsvísu kemur landeyðing til af mörgum ástæðum, allt frá eyðingu skóga til öfga í veðráttu vegna loftslagsbreytinga. Íslendingar þekkja afleiðingar landeyðingar frá fyrstu hendi. Sagt er að við landnám hafi Ísland verið skógi vaxið milli fjalls og fjöru. Þúsund árum síðar var landið hins vegar örfoka og hrjóstrugt sökum ofnýtingar og gróðureyðingar. Við þær aðstæður var það mikið gæfuspor íslensku þjóðarinnar þegar lög um skógrækt og landgræðslu voru sett árið 1907. Síðan þá hefur Ísland unnið sér þann sess að vera í fararbroddi þeirra ríkja sem vinna að landgræðslumálum, heima fyrir og á alþjóðavísu. Það er því einstaklega viðeigandi – þó tilviljun sé – að alþjóðabaráttudag gegn eyðimerkurmyndun skuli bera upp á 17. júní, þjóðhátíðardag Íslendinga. Landeyðing víða um heim ógnar fæðuöryggi og vatnsbirgðum, hún veldur samkeppni um landgæði og getur því stuðlað að fólksflótta. Verstu afleiðingarnar birtast jafnvel í átökum og pólitískum öfgum. Með fólksfjölgun og aukinni velferð eykst eftirspurn eftir landbúnaðarafurðum á heimsvísu. Fyrir vikið vex ásókn í land og víða í þróunarríkjum er það mikil áskorun fyrir sveitasamfélög og smábændur að verja eignarrétt sinn á landi. Því er brýnt að standa vörð um eignarréttinn og treysta þann hvata sem bændur hafa til að yrkja jörðina og auka landgæðin. Eins er mikilvægt að tryggja aðgang kvenna að landi og eignar- og erfðarétt þeirra, en hann er víða fótum troðinn. Það er ekki eingöngu lykilatriði til að tryggja grundvallarmannréttindi þeirra, heldur dregur það beinlínis úr fátækt og hungri. Matvæla- og landbúnaðarstofnun SÞ áætlar að með því að styrkja stöðu kvenna, auka réttindi þeirra og veita þeim jafnan aðgang og karlar hafa að auðlindum, lánsfé og öðrum aðföngum í landbúnaði geti fæðuframleiðsla í þróunarríkjum aukist um 20-30% og um 150 milljónum manna verið forðað frá hungri.Aukin athygli Sjálfbær og sanngjörn nýting þeirrar auðlindar sem landið býður kallar á aukna athygli ráðamanna um allan heim. Ísland leggur þar sitt af mörkum. Íslensk stjórnvöld starfrækja Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. Starfsemi skólans er liður í þróunarsamvinnu Íslands og byggist á góðu samstarfi utanríkisráðuneytisins, Landbúnaðarháskóla Íslands og Landgræðslu ríkisins. Sextíu og þrír nemar hafa stundað nám við skólann og það er sérstakt ánægjuefni að Landgræðsluskólinn hafi náð því markmiði að hlutfall kynjanna í þessum hópi er jafnt. Þá hafa íslensk stjórnvöld skapað sér leiðandi stöðu varðandi málflutning um landgræðslumál á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Þar má helst nefna stofnun sérstaks vinahóps 19 ríkja sem leggur málefnum landgræðslu sérstakt lið í þeim tilgangi að tryggja að mikilvægi sjálfbærrar nýtingar lands verði viðurkennt í nýjum markmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Af framansögðu má sjá að Ísland leggur baráttunni gegn jarðvegseyðingu, eyðimerkurmyndun og neikvæðum áhrifum loftslagsbreytinga lið með ýmsum hætti. Það er von okkar að Ísland verði áfram málsvari landgræðslu á alþjóðavettvangi og veki athygli á mikilvægi þekkingaruppbyggingar á því sviði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Mest lesið ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Skoðun Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Um einn milljarður jarðarbúa býr í dreifðum byggðum þróunarríkja þar sem flestir byggja lífsviðurværi sitt á sjálfsþurftarbúskap eða eru smábændur. Dýrmætasta auðlindin er frjósamur jarðvegur og landeyðing er skæður óvinur. Á heimsvísu kemur landeyðing til af mörgum ástæðum, allt frá eyðingu skóga til öfga í veðráttu vegna loftslagsbreytinga. Íslendingar þekkja afleiðingar landeyðingar frá fyrstu hendi. Sagt er að við landnám hafi Ísland verið skógi vaxið milli fjalls og fjöru. Þúsund árum síðar var landið hins vegar örfoka og hrjóstrugt sökum ofnýtingar og gróðureyðingar. Við þær aðstæður var það mikið gæfuspor íslensku þjóðarinnar þegar lög um skógrækt og landgræðslu voru sett árið 1907. Síðan þá hefur Ísland unnið sér þann sess að vera í fararbroddi þeirra ríkja sem vinna að landgræðslumálum, heima fyrir og á alþjóðavísu. Það er því einstaklega viðeigandi – þó tilviljun sé – að alþjóðabaráttudag gegn eyðimerkurmyndun skuli bera upp á 17. júní, þjóðhátíðardag Íslendinga. Landeyðing víða um heim ógnar fæðuöryggi og vatnsbirgðum, hún veldur samkeppni um landgæði og getur því stuðlað að fólksflótta. Verstu afleiðingarnar birtast jafnvel í átökum og pólitískum öfgum. Með fólksfjölgun og aukinni velferð eykst eftirspurn eftir landbúnaðarafurðum á heimsvísu. Fyrir vikið vex ásókn í land og víða í þróunarríkjum er það mikil áskorun fyrir sveitasamfélög og smábændur að verja eignarrétt sinn á landi. Því er brýnt að standa vörð um eignarréttinn og treysta þann hvata sem bændur hafa til að yrkja jörðina og auka landgæðin. Eins er mikilvægt að tryggja aðgang kvenna að landi og eignar- og erfðarétt þeirra, en hann er víða fótum troðinn. Það er ekki eingöngu lykilatriði til að tryggja grundvallarmannréttindi þeirra, heldur dregur það beinlínis úr fátækt og hungri. Matvæla- og landbúnaðarstofnun SÞ áætlar að með því að styrkja stöðu kvenna, auka réttindi þeirra og veita þeim jafnan aðgang og karlar hafa að auðlindum, lánsfé og öðrum aðföngum í landbúnaði geti fæðuframleiðsla í þróunarríkjum aukist um 20-30% og um 150 milljónum manna verið forðað frá hungri.Aukin athygli Sjálfbær og sanngjörn nýting þeirrar auðlindar sem landið býður kallar á aukna athygli ráðamanna um allan heim. Ísland leggur þar sitt af mörkum. Íslensk stjórnvöld starfrækja Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. Starfsemi skólans er liður í þróunarsamvinnu Íslands og byggist á góðu samstarfi utanríkisráðuneytisins, Landbúnaðarháskóla Íslands og Landgræðslu ríkisins. Sextíu og þrír nemar hafa stundað nám við skólann og það er sérstakt ánægjuefni að Landgræðsluskólinn hafi náð því markmiði að hlutfall kynjanna í þessum hópi er jafnt. Þá hafa íslensk stjórnvöld skapað sér leiðandi stöðu varðandi málflutning um landgræðslumál á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Þar má helst nefna stofnun sérstaks vinahóps 19 ríkja sem leggur málefnum landgræðslu sérstakt lið í þeim tilgangi að tryggja að mikilvægi sjálfbærrar nýtingar lands verði viðurkennt í nýjum markmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Af framansögðu má sjá að Ísland leggur baráttunni gegn jarðvegseyðingu, eyðimerkurmyndun og neikvæðum áhrifum loftslagsbreytinga lið með ýmsum hætti. Það er von okkar að Ísland verði áfram málsvari landgræðslu á alþjóðavettvangi og veki athygli á mikilvægi þekkingaruppbyggingar á því sviði.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun