Er vatnið í kringum Ísland salt? Bryndís Kristjánsdóttir skrifar 20. júní 2014 07:00 Þetta er raunveruleg spurning sem rútubílstjóri í ferð með útlendinga fékk nú á dögunum. Spurningin kom frá „leiðsögumanninum“ sem var útlendingur og hafði aldrei komið til Íslands áður! Sem betur fer talaði þessi bílstjóri annað tungumál en bara íslensku og gat því svarað spurningunni. En hvorki hann né „leiðsögumaðurinn“ sögðu ferðamönnunum frá því hvernig hafstraumunum í kringum landið er háttað sem leiðir til þess að Ísland er byggilegt og fiskimiðin jafn gjöful og raun ber vitni. Enda ekki í verkahring bílstjórans að fræða útlenda „leiðsögumenn“ svo þeir geti sagt fólkinu, sem þeir eru að fara með um landið, rétt og vel frá landinu og þjóðinni sem þar býr. Það á eingöngu að vera í verkahring leiðsögumanna sem hlotið hafa viðurkennda fagmenntun á Íslandi. Umræddur rútubílstjóri hafði frá fleiru ótrúlegu að segja úr ferð sinni með útlenda „leiðsögumanninn“ sem aldrei hafði komið hingað áður, til dæmis að hann vildi fá staðfestingu bílstjórans á því að í öllum jöklum byggju útilegumenn með fjölskyldur sínar. Bílstjórinn reyndi auðvitað að malda í móinn en „leiðsögumaðurinn“ sagði ferðafólkinu engu að síður að svona háttaði til á Íslandi.Öryggi og landvernd Þessi dæmi eru bara tvö af ótal slíkum sem við leiðsögumenn heyrum á ferðum okkar með ferðamenn um landið. Hér eru alls konar „leiðsögumenn“, útlendir sem innlendir, á ferð með stóra og smáa hópa ferðamanna og guð má vita hvaða bull þeim er sagt í ferðunum, því oft er ekki einu sinni innlendur bílstjóri með í ferð. Að ekki sé minnst á að ferðamenn, sem þannig háttar til með, virðast ekki fá neina leiðsögn í því hvernig ganga þarf um landið svo vernda megi viðkvæman gróður, fuglar á eggjum séu ekki truflaðir eða að þeir fari sér ekki að voða á hættulegum stöðum – sem eru óteljandi á Íslandi. Í minni síðustu ferð sá ég rennandi blauta konu í Reynisfjöru; væntanlega hafði enginn sagt henni frá hættulegu öldunum þar og ein þeirra því gripið hana. Gott að ekki fór verr í þetta sinn. Í Dyrhólaey sá ég svo ferðamannahóp sem fór beinustu leið yfir varnargirðingu og út á ystu klettabrún. Hópurinn virti þannig að vettugi aðgerðir sem við á Íslandi erum að grípa til til varnar gróðri og fuglum – og til að stuðla að öryggi þeirra sjálfra.Vönduð ferðaþjónusta Einföld leið til að koma í veg fyrir bullið, átroðninginn og slysahættuna er að ferðamenn fái vandaða fræðslu um landið og hópar séu alls ekki á ferð með öðrum en fagmenntuðum leiðsögumönnum. Einhverjir hafa reynt að koma þeim kvitti á kreik að ekki séu til nógu margir slíkir í landinu, sem er fjarri sannleikanum. Hjá Félagi leiðsögumanna er skrá yfir rúmlega 600 fagmenntaða félagsmenn og þeim til viðbótar er stór hópur sem ekki hefur starfað við fagið þar sem ekki var vinnu að fá. Þar sem ferðaþjónustan er nú orðinn sá máttugi stólpi í íslensku samfélagi sem raun ber vitni þá þarf að gæta þess afar vel að hún viðhaldist sem slík og eflist. Það gerist ekki nema með góðri innri uppbyggingu ferðaþjónustunnar á landinu öllu og þar verða fagmennska og vönduð vinnubrögð að ráða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Þetta er raunveruleg spurning sem rútubílstjóri í ferð með útlendinga fékk nú á dögunum. Spurningin kom frá „leiðsögumanninum“ sem var útlendingur og hafði aldrei komið til Íslands áður! Sem betur fer talaði þessi bílstjóri annað tungumál en bara íslensku og gat því svarað spurningunni. En hvorki hann né „leiðsögumaðurinn“ sögðu ferðamönnunum frá því hvernig hafstraumunum í kringum landið er háttað sem leiðir til þess að Ísland er byggilegt og fiskimiðin jafn gjöful og raun ber vitni. Enda ekki í verkahring bílstjórans að fræða útlenda „leiðsögumenn“ svo þeir geti sagt fólkinu, sem þeir eru að fara með um landið, rétt og vel frá landinu og þjóðinni sem þar býr. Það á eingöngu að vera í verkahring leiðsögumanna sem hlotið hafa viðurkennda fagmenntun á Íslandi. Umræddur rútubílstjóri hafði frá fleiru ótrúlegu að segja úr ferð sinni með útlenda „leiðsögumanninn“ sem aldrei hafði komið hingað áður, til dæmis að hann vildi fá staðfestingu bílstjórans á því að í öllum jöklum byggju útilegumenn með fjölskyldur sínar. Bílstjórinn reyndi auðvitað að malda í móinn en „leiðsögumaðurinn“ sagði ferðafólkinu engu að síður að svona háttaði til á Íslandi.Öryggi og landvernd Þessi dæmi eru bara tvö af ótal slíkum sem við leiðsögumenn heyrum á ferðum okkar með ferðamenn um landið. Hér eru alls konar „leiðsögumenn“, útlendir sem innlendir, á ferð með stóra og smáa hópa ferðamanna og guð má vita hvaða bull þeim er sagt í ferðunum, því oft er ekki einu sinni innlendur bílstjóri með í ferð. Að ekki sé minnst á að ferðamenn, sem þannig háttar til með, virðast ekki fá neina leiðsögn í því hvernig ganga þarf um landið svo vernda megi viðkvæman gróður, fuglar á eggjum séu ekki truflaðir eða að þeir fari sér ekki að voða á hættulegum stöðum – sem eru óteljandi á Íslandi. Í minni síðustu ferð sá ég rennandi blauta konu í Reynisfjöru; væntanlega hafði enginn sagt henni frá hættulegu öldunum þar og ein þeirra því gripið hana. Gott að ekki fór verr í þetta sinn. Í Dyrhólaey sá ég svo ferðamannahóp sem fór beinustu leið yfir varnargirðingu og út á ystu klettabrún. Hópurinn virti þannig að vettugi aðgerðir sem við á Íslandi erum að grípa til til varnar gróðri og fuglum – og til að stuðla að öryggi þeirra sjálfra.Vönduð ferðaþjónusta Einföld leið til að koma í veg fyrir bullið, átroðninginn og slysahættuna er að ferðamenn fái vandaða fræðslu um landið og hópar séu alls ekki á ferð með öðrum en fagmenntuðum leiðsögumönnum. Einhverjir hafa reynt að koma þeim kvitti á kreik að ekki séu til nógu margir slíkir í landinu, sem er fjarri sannleikanum. Hjá Félagi leiðsögumanna er skrá yfir rúmlega 600 fagmenntaða félagsmenn og þeim til viðbótar er stór hópur sem ekki hefur starfað við fagið þar sem ekki var vinnu að fá. Þar sem ferðaþjónustan er nú orðinn sá máttugi stólpi í íslensku samfélagi sem raun ber vitni þá þarf að gæta þess afar vel að hún viðhaldist sem slík og eflist. Það gerist ekki nema með góðri innri uppbyggingu ferðaþjónustunnar á landinu öllu og þar verða fagmennska og vönduð vinnubrögð að ráða.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun