Enn ekki búið að slátra Íbúðalánasjóði Ögmundur Jónasson skrifar 21. júlí 2014 00:00 Enn er ekki búið að sálga Íbúðalánasjóði þrátt fyrir fagnaðarlæti suður í Brüssel yfir framkomnum hugmyndum í ríkisstjórn um breytingar á sjóðnum. Oda Helen Sletnes, forseti Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA), lýsir því nú yfir, samkvæmt fréttum fjölmiðla, að nú verði hætt að rannsaka hvort sjóðurinn standist markaðsvæðingarkröfur ESB því fyrirsjáanlegt sé að dregið verði úr félagslegu hlutverki sjóðsins. Hinn félagslegi þráður í Íbúðalánasjóði hefur sem kunnugt er í bland verið sá að tryggja lánveitingar á landinu öllu og jafna áhættu sína með því að hafa á hendi bæði hin tryggari veð sem og hin ótryggari. Velferðarráðherra hefur kynnt hugmyndir að breytingum á lögum um Íbúðalánasjóð. Sagt er að stuðst verði við „danska kerfið“. Á kynningarfundum var þó jafnan tekið skýrt fram að ýmislegt sem mörg okkar tóku sem jákvæðast í „danska kerfinu“, svo sem möguleikar á tímabundinni frystingu afborgana, á ekki að gilda í hinu íslenska kerfi samkvæmt þeim tillögum sem þingflokkum voru kynntar í vor. Skírskotanir í danskt húsnæðiskerfi voru annars á óljósum forsendum. Hitt þarf líka að kanna hverjir kostir hins danska kerfis raunverulega eru með tilliti til þess hve auðvelt er að eignast húsnæði. Sýnist mér þar sitthvað orðum aukið. Þetta þarf að leiða rækilega í ljós áður en hrapað er að breytingum.Alþingi á síðasta orðið Fögnuðurinn í Brüssel lýtur að því að íslensk stjórnvöld skuli ætla að vísa lántökum vegna allra eigna sem eru meira en fjörutíu milljóna króna virði til bankanna. Þetta myndi stórlega veikja Íbúðalánasjóð. Styrkur hans er í því fólginn að hafa á hendi sem flest traust veð. Menn kann að ráma í að þegar bankarnir gerðu aðför að Íbúðalánasjóði á árunum fyrir hrun, þá vildu þeir að hann héldi sinni stöðu gagnvart tekjulægsta hluta þjóðarinnar og „köldum svæðum“, þ.e. svæðum á landsbyggðinni þar sem fasteignaviðskipti gengju treglega og eignirnar fyrir vikið lágt metnar. Inn á slík „ótrygg“ svæði vildu bankarnir sem minnst koma. Og það sem meira er, þangað fóru þeir ekki! Styrkur Íbúðalánasjóðs hefur sem áður segir verið í því fólginn að hafa undir sínum handarjaðri bæði hin tryggari veð sem og hin ótryggari. Oda Helen Sletnes, forseti Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA), gefur sér að nú sé búið að hverfa frá þessu fyrirkomulagi og fagnar ákaft. Í mínum huga er þetta ótímabær fögnuður og sannast sagna ekkert sérlega geðfelldur og minnir á hve takmarkaða virðingu Evrópusambandið ber fyrir lýðræðislegum vilja þegar hagsmunir markaðsfyrirtækja eru annars vegar. En málið er sem betur fer ekki útkljáð. Lögum hefur enn ekki verið breytt. Íbúðalánasjóður er enn á lífi þótt Evrópusambandið og þær stofnanir sem kalla má skilgetin afkvæmi þess, vilji hann feigan. Alþingi á síðasta orðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Sjá meira
Enn er ekki búið að sálga Íbúðalánasjóði þrátt fyrir fagnaðarlæti suður í Brüssel yfir framkomnum hugmyndum í ríkisstjórn um breytingar á sjóðnum. Oda Helen Sletnes, forseti Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA), lýsir því nú yfir, samkvæmt fréttum fjölmiðla, að nú verði hætt að rannsaka hvort sjóðurinn standist markaðsvæðingarkröfur ESB því fyrirsjáanlegt sé að dregið verði úr félagslegu hlutverki sjóðsins. Hinn félagslegi þráður í Íbúðalánasjóði hefur sem kunnugt er í bland verið sá að tryggja lánveitingar á landinu öllu og jafna áhættu sína með því að hafa á hendi bæði hin tryggari veð sem og hin ótryggari. Velferðarráðherra hefur kynnt hugmyndir að breytingum á lögum um Íbúðalánasjóð. Sagt er að stuðst verði við „danska kerfið“. Á kynningarfundum var þó jafnan tekið skýrt fram að ýmislegt sem mörg okkar tóku sem jákvæðast í „danska kerfinu“, svo sem möguleikar á tímabundinni frystingu afborgana, á ekki að gilda í hinu íslenska kerfi samkvæmt þeim tillögum sem þingflokkum voru kynntar í vor. Skírskotanir í danskt húsnæðiskerfi voru annars á óljósum forsendum. Hitt þarf líka að kanna hverjir kostir hins danska kerfis raunverulega eru með tilliti til þess hve auðvelt er að eignast húsnæði. Sýnist mér þar sitthvað orðum aukið. Þetta þarf að leiða rækilega í ljós áður en hrapað er að breytingum.Alþingi á síðasta orðið Fögnuðurinn í Brüssel lýtur að því að íslensk stjórnvöld skuli ætla að vísa lántökum vegna allra eigna sem eru meira en fjörutíu milljóna króna virði til bankanna. Þetta myndi stórlega veikja Íbúðalánasjóð. Styrkur hans er í því fólginn að hafa á hendi sem flest traust veð. Menn kann að ráma í að þegar bankarnir gerðu aðför að Íbúðalánasjóði á árunum fyrir hrun, þá vildu þeir að hann héldi sinni stöðu gagnvart tekjulægsta hluta þjóðarinnar og „köldum svæðum“, þ.e. svæðum á landsbyggðinni þar sem fasteignaviðskipti gengju treglega og eignirnar fyrir vikið lágt metnar. Inn á slík „ótrygg“ svæði vildu bankarnir sem minnst koma. Og það sem meira er, þangað fóru þeir ekki! Styrkur Íbúðalánasjóðs hefur sem áður segir verið í því fólginn að hafa undir sínum handarjaðri bæði hin tryggari veð sem og hin ótryggari. Oda Helen Sletnes, forseti Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA), gefur sér að nú sé búið að hverfa frá þessu fyrirkomulagi og fagnar ákaft. Í mínum huga er þetta ótímabær fögnuður og sannast sagna ekkert sérlega geðfelldur og minnir á hve takmarkaða virðingu Evrópusambandið ber fyrir lýðræðislegum vilja þegar hagsmunir markaðsfyrirtækja eru annars vegar. En málið er sem betur fer ekki útkljáð. Lögum hefur enn ekki verið breytt. Íbúðalánasjóður er enn á lífi þótt Evrópusambandið og þær stofnanir sem kalla má skilgetin afkvæmi þess, vilji hann feigan. Alþingi á síðasta orðið.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun