Takk fyrir stuðninginn Haraldur Guðmundsson skrifar 13. ágúst 2014 08:00 Um miðjan desember á síðasta ári stefndi í dræma sölu á fatnaði fyrir jólin. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ), benti þá á að fataverslun hafði dregist töluvert saman. Hann sagði mikilvægt að stjórnvöld sköpuðu hér samkeppnishæf skilyrði og næðu viðskiptunum heim. Í viðtali í fréttum RÚV nefndi hann þrjár ástæður fyrir samdrættinum; háa tolla, verslunarferðir Íslendinga til útlanda og aukna netverslun við útlönd. Ekki voru allir verslunareigendur sáttir við þessar útskýringar. Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson, kaupmaður í Sports Direct, skrifaði grein í Fréttablaðið þar sem hann tengdi samdráttinn við þá skoðun sína að íslensk verslun sé óhagkvæm. Hún hefur að hans mati offjárfest í verslunarhúsnæði og keypt vörur inn á háu verði vegna smæðar og fjarlægðar við meginlandið. Því hafi hún ekki brugðist við breyttum tímum og náð að lækka verð. Það er auðvitað hárrétt að fjölmargar íslenskar verslanir þurfa að nýta betur öll möguleg úrræði til að lækka vöruverð. Þeir sem eru ósammála því hafa aldrei þurft að kaupa hér barnavörur í stórum stíl eða varahluti í bíla. Dæmin eru fleiri en þetta á auðvitað ekki við um allar verslanir. Einnig er það rétt að ekki má horfa fram hjá mikilvægi hagstæðs tollaumhverfis. En það er mikilvægt að kaupmenn velji réttu leiðirnar í baráttunni við aukna samkeppni frá netverslunum eins og AliExpress og verslunarferðum til London. Þá gengur ekki að grípa einungis til þess ráðs að biðja íslenska neytendur vinsamlegast um að „styðja íslenska verslun“ í von um að ná þannig viðskiptum með vissar vörur heim. Auglýsingar sem byggjast á því einu eru líklegri til að minna okkur á það þegar við kaupum klósettrúllur og kíló af lakkrís á uppsprengdu verði af litlum frændum og frænkum sem eru að safna fyrir skíðaferðum til Akureyrar eða jólakort af Barnaspítala Hringsins. Sumir verslunareigendur í Kringlunni, stærstu verslunarmiðstöð Reykjavíkur, hafa límt rauða hjartalaga límmiða á glugga sína þar sem viðskiptavinum er þakkaður stuðningurinn. Erlendir ferðamenn sem eru vanir viðskiptum þar sem eigendur verslana og neytendur styðja hvorir aðra hljóta að reka upp stór augu þegar þeir sjá límmiðana og slá textann inn á Google Translate. Þeir hljóta að undra sig á því af hverju dýrmætt gluggapláss er notað í annað en að auglýsa hagstætt verð og góðar vörur.Markaðshornið er skoðanapistill í Markaðnum, vikulegu fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagslíf. Pistillinn birtist í Markaðnum 13. ágúst 2014. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Guðmundsson Mest lesið Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal Skoðun Skjótfenginn gróði í boði íslensks almennings Kristrún Frostadóttir Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Um miðjan desember á síðasta ári stefndi í dræma sölu á fatnaði fyrir jólin. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ), benti þá á að fataverslun hafði dregist töluvert saman. Hann sagði mikilvægt að stjórnvöld sköpuðu hér samkeppnishæf skilyrði og næðu viðskiptunum heim. Í viðtali í fréttum RÚV nefndi hann þrjár ástæður fyrir samdrættinum; háa tolla, verslunarferðir Íslendinga til útlanda og aukna netverslun við útlönd. Ekki voru allir verslunareigendur sáttir við þessar útskýringar. Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson, kaupmaður í Sports Direct, skrifaði grein í Fréttablaðið þar sem hann tengdi samdráttinn við þá skoðun sína að íslensk verslun sé óhagkvæm. Hún hefur að hans mati offjárfest í verslunarhúsnæði og keypt vörur inn á háu verði vegna smæðar og fjarlægðar við meginlandið. Því hafi hún ekki brugðist við breyttum tímum og náð að lækka verð. Það er auðvitað hárrétt að fjölmargar íslenskar verslanir þurfa að nýta betur öll möguleg úrræði til að lækka vöruverð. Þeir sem eru ósammála því hafa aldrei þurft að kaupa hér barnavörur í stórum stíl eða varahluti í bíla. Dæmin eru fleiri en þetta á auðvitað ekki við um allar verslanir. Einnig er það rétt að ekki má horfa fram hjá mikilvægi hagstæðs tollaumhverfis. En það er mikilvægt að kaupmenn velji réttu leiðirnar í baráttunni við aukna samkeppni frá netverslunum eins og AliExpress og verslunarferðum til London. Þá gengur ekki að grípa einungis til þess ráðs að biðja íslenska neytendur vinsamlegast um að „styðja íslenska verslun“ í von um að ná þannig viðskiptum með vissar vörur heim. Auglýsingar sem byggjast á því einu eru líklegri til að minna okkur á það þegar við kaupum klósettrúllur og kíló af lakkrís á uppsprengdu verði af litlum frændum og frænkum sem eru að safna fyrir skíðaferðum til Akureyrar eða jólakort af Barnaspítala Hringsins. Sumir verslunareigendur í Kringlunni, stærstu verslunarmiðstöð Reykjavíkur, hafa límt rauða hjartalaga límmiða á glugga sína þar sem viðskiptavinum er þakkaður stuðningurinn. Erlendir ferðamenn sem eru vanir viðskiptum þar sem eigendur verslana og neytendur styðja hvorir aðra hljóta að reka upp stór augu þegar þeir sjá límmiðana og slá textann inn á Google Translate. Þeir hljóta að undra sig á því af hverju dýrmætt gluggapláss er notað í annað en að auglýsa hagstætt verð og góðar vörur.Markaðshornið er skoðanapistill í Markaðnum, vikulegu fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagslíf. Pistillinn birtist í Markaðnum 13. ágúst 2014.
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar