Enginn leikmaður svindlaði allan leikinn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 11. október 2014 06:00 Guðmundur Þórarinsson pressar hér dönsku leikmennina alveg upp að endalínu. Vísir/Daníel „Þvílíkt vinnuframlag hjá liðinu og ég ber enga smá virðingu fyrir því sem strákarnir gerðu í þessum leik,“ segir Sverrir Ingi Ingason, fyrirliði Íslands, en hann var ansi lemstraður eftir leikinn gegn Dönum í gær. Sverrir var með bómull í nefinu eftir að hafa fengið blóðnasir og klaka við fót. Ástandið á honum sagði ansi mikið um það sem strákarnir lögðu í leikinn í Álaborg. Þar fórnuðu menn öllu og enginn leikmaður svindlaði allan leikinn. Ótrúlegt vinnuframlag, skipulag og vinnsla hjá liðinu. „Það er ekkert auðvelt að mæta hingað en menn nenntu að hlaupa og leggja mikið á sig í 90 mínútur. Við bárum virðingu fyrir þessu danska liði og vitum að þeir eru góðir með boltann. Þeir skora mikið, sérstaklega á heimavelli, og við vissum að með því að ná góðum úrslitum hér úti sé hægt að gera ýmislegt á heimavelli,“ segir fyrirliðinn en hann var magnaður fyrir miðri vörninni ásamt Brynjari Gauta Guðjónssyni.Átti ekki að vera augnakonfekt Leikur íslenska liðsins var vissulega ekkert augnakonfekt. Sterkur varnarleikur og enginn sóknarleikur. Hann átti heldur ekkert að vera augnakonfekt. Menn komu til Álaborgar með það markmið að verja markið og það gerði liðið með stæl. Þeir komu svo úr skotgröfunum í síðari leiknum og varð það afar áhugaverð rimma. „Mér fannst þeir nánast aldrei opna okkur í leiknum. Þeir voru með ákveðnar yfirlýsingar um að klára einvígið á heimavelli en við gáfum þeim hörkuleik og vonandi að þeir beri virðingu fyrir okkur er þeir mæta til Íslands. Við sýndum í undankeppninni að við kunnum vel að sækja líka enda skoruðum við í öllum leikjum. Þetta er fyrsti leikurinn þar sem við skorum ekki. Við skoruðum þrjú mörk gegn Frökkum á heimavelli og fyrst við gátum það þá getum við vel skorað gegn Dönum.“Margir áhorfendur fóru snemma Það hefur mikið verið látið með þetta ungmennalið Dana og áhorfendur áttu von á markaveislu. Þeir fóru margir snemma heim af vellinum enda hafði danska liðið gefist upp 20 mínútum fyrir leikslok. Þeir voru ráðalausir, vissu ekki hvert þeir áttu að snúa sér og vonandi ná íslensku strákarnir að snúa þá niður eftir helgi. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Sjá meira
„Þvílíkt vinnuframlag hjá liðinu og ég ber enga smá virðingu fyrir því sem strákarnir gerðu í þessum leik,“ segir Sverrir Ingi Ingason, fyrirliði Íslands, en hann var ansi lemstraður eftir leikinn gegn Dönum í gær. Sverrir var með bómull í nefinu eftir að hafa fengið blóðnasir og klaka við fót. Ástandið á honum sagði ansi mikið um það sem strákarnir lögðu í leikinn í Álaborg. Þar fórnuðu menn öllu og enginn leikmaður svindlaði allan leikinn. Ótrúlegt vinnuframlag, skipulag og vinnsla hjá liðinu. „Það er ekkert auðvelt að mæta hingað en menn nenntu að hlaupa og leggja mikið á sig í 90 mínútur. Við bárum virðingu fyrir þessu danska liði og vitum að þeir eru góðir með boltann. Þeir skora mikið, sérstaklega á heimavelli, og við vissum að með því að ná góðum úrslitum hér úti sé hægt að gera ýmislegt á heimavelli,“ segir fyrirliðinn en hann var magnaður fyrir miðri vörninni ásamt Brynjari Gauta Guðjónssyni.Átti ekki að vera augnakonfekt Leikur íslenska liðsins var vissulega ekkert augnakonfekt. Sterkur varnarleikur og enginn sóknarleikur. Hann átti heldur ekkert að vera augnakonfekt. Menn komu til Álaborgar með það markmið að verja markið og það gerði liðið með stæl. Þeir komu svo úr skotgröfunum í síðari leiknum og varð það afar áhugaverð rimma. „Mér fannst þeir nánast aldrei opna okkur í leiknum. Þeir voru með ákveðnar yfirlýsingar um að klára einvígið á heimavelli en við gáfum þeim hörkuleik og vonandi að þeir beri virðingu fyrir okkur er þeir mæta til Íslands. Við sýndum í undankeppninni að við kunnum vel að sækja líka enda skoruðum við í öllum leikjum. Þetta er fyrsti leikurinn þar sem við skorum ekki. Við skoruðum þrjú mörk gegn Frökkum á heimavelli og fyrst við gátum það þá getum við vel skorað gegn Dönum.“Margir áhorfendur fóru snemma Það hefur mikið verið látið með þetta ungmennalið Dana og áhorfendur áttu von á markaveislu. Þeir fóru margir snemma heim af vellinum enda hafði danska liðið gefist upp 20 mínútum fyrir leikslok. Þeir voru ráðalausir, vissu ekki hvert þeir áttu að snúa sér og vonandi ná íslensku strákarnir að snúa þá niður eftir helgi.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Sjá meira