Jafnrétti á vinnumarkaði – aðgerðir sem virka Eygló Harðardóttir skrifar 11. nóvember 2014 07:00 Í skýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins um mun á stöðu kvenna og karla sem kom út í október síðastliðnum mælist kynjajafnrétti hvergi meira en á Íslandi sjötta árið í röð. Hinar Norðurlandaþjóðirnar skipa sér í næstu fjögur sæti. Við erum stolt af árangrinum þótt enn sé langt í land svo fullu kynjajafnrétti verði náð. Það er til dæmis ólíðandi að enn skuli ekki sömu laun greidd fyrir sambærileg störf, að konur séu enn í minnihluta í áhrifa- og stjórnunarstöðum í samfélaginu og hve erfiðlega gengur að brjóta upp kynjaskiptingu starfa á vinnumarkaði. Norðurlöndin hafa átt í samstarfi á sviði jafnréttismála á vettvangi Norrænu ráðherranefndarinnar í 40 ár. Ráðherranefndin hefur stutt rannsóknasamstarf sem hefur kortlagt og sýnt hvernig kynferði ræður enn sem fyrr miklu um náms- og starfsval ungmenna sem við vitum að viðheldur kynjaskiptingu starfa og launamisrétti á vinnumarkaði. Spennandi ráðstefnur Í formennskuáætlun Íslands í starfi Norrænu ráðherranefndarinnar 2014 hefur verið lögð áhersla á að efla umræðu um árangursríkar leiðir til að jafna stöðu karla og kvenna á vinnumarkaði. Þann 12. og 13. nóvember nk. verða haldnar tvær ráðstefnur um jafnlauna- og vinnumarkaðsmál í Reykjavík. Niðurstöður norræna rannsóknarverkefnisins Hlutastörf, kyn og og dreifing tekna verða kynntar á ráðstefnunni 12. nóvember og daginn eftir mun norrænn starfshópur um launajafnrétti og jafnrétti á vinnumarkaði, í samstarfi við aðgerðahóp íslenskra stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins um launajafnrétti, halda ráðstefnu um jafnlaunamál og jafnrétti á vinnumarkaði. Á ráðstefnunum munu margir erlendir og hérlendir sérfræðingar halda erindi og taka þátt í pallborðsumræðum um brennandi spurningar sem snúa að jafnrétti á vinnumarkaði. Launarannsókn á öllum vinnumarkaðinum Aðgerðahópur um launajafnrétti hefur m.a. það hlutverk að vinna að samræmingu rannsókna á kynbundnum launamun og hefur falið Hagstofu Íslands gerð launarannsóknar sem nær til vinnumarkaðarins alls. Í samstarfi við Háskóla Íslands er nú unnið að viðamikilli rannsóknaskýrslu um stöðu kvenna og karla á vinnumarkaði og mun hún nýtast hópnum við gerð framkvæmdaáætlunar um leiðir til að brjóta upp kynbundið náms- og starfsval sem rannsóknir hafa margoft sýnt að viðhaldi launamun kynjanna. Gera þarf ungt fólk meðvitað um valmöguleika sína svo það velji sér nám og starf í samræmi við áhugasvið og hæfileika. Hvernig getum við til dæmis hvatt stúlkur til náms í raungreinum og fengið drengi til að skoða með opnum huga möguleikann á því að verða hjúkrunarfræðingar eða kennarar? Aðgerðahópurinn hefur staðið fyrir tilraunaverkefni um innleiðingu jafnlaunastaðals og nýlega undirritaði ég reglugerð um vottun jafnlaunakerfa á grundvelli hans. Staðallinn gerir fyrirtækjum og stofnunum kleift að tryggja að málsmeðferð og ákvarðanataka í launamálum feli ekki í sér kynbundna mismunun. Stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins munu í vikunni undirrita samstarfsyfirlýsingu um námskeiðshald og fræðslu til þeirra sem hyggjast innleiða staðalinn og þá verða jafnframt veitt verðlaun í hönnunarsamkeppni um gerð jafnlaunamerkis sem fyrirtæki með jafnlaunavottun geta auðkennt sig með. Við mótun nýrrar vinnumarkaðsstefnu verður sérstaklega skoðað hvernig ákvarðanir stjórnvalda hafa ólík áhrif á kynin. Eins verður horft til árangurs af samstarfi stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins í aðgerðahópi um launajafnrétti en ákveðið var á ríkisstjórnarfundi þann 24. október að halda samstarfinu áfram til næstu tveggja ára. Ég vona að þessar aðgerðir eigi eftir að marka framfaraspor í baráttu fyrir jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Í skýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins um mun á stöðu kvenna og karla sem kom út í október síðastliðnum mælist kynjajafnrétti hvergi meira en á Íslandi sjötta árið í röð. Hinar Norðurlandaþjóðirnar skipa sér í næstu fjögur sæti. Við erum stolt af árangrinum þótt enn sé langt í land svo fullu kynjajafnrétti verði náð. Það er til dæmis ólíðandi að enn skuli ekki sömu laun greidd fyrir sambærileg störf, að konur séu enn í minnihluta í áhrifa- og stjórnunarstöðum í samfélaginu og hve erfiðlega gengur að brjóta upp kynjaskiptingu starfa á vinnumarkaði. Norðurlöndin hafa átt í samstarfi á sviði jafnréttismála á vettvangi Norrænu ráðherranefndarinnar í 40 ár. Ráðherranefndin hefur stutt rannsóknasamstarf sem hefur kortlagt og sýnt hvernig kynferði ræður enn sem fyrr miklu um náms- og starfsval ungmenna sem við vitum að viðheldur kynjaskiptingu starfa og launamisrétti á vinnumarkaði. Spennandi ráðstefnur Í formennskuáætlun Íslands í starfi Norrænu ráðherranefndarinnar 2014 hefur verið lögð áhersla á að efla umræðu um árangursríkar leiðir til að jafna stöðu karla og kvenna á vinnumarkaði. Þann 12. og 13. nóvember nk. verða haldnar tvær ráðstefnur um jafnlauna- og vinnumarkaðsmál í Reykjavík. Niðurstöður norræna rannsóknarverkefnisins Hlutastörf, kyn og og dreifing tekna verða kynntar á ráðstefnunni 12. nóvember og daginn eftir mun norrænn starfshópur um launajafnrétti og jafnrétti á vinnumarkaði, í samstarfi við aðgerðahóp íslenskra stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins um launajafnrétti, halda ráðstefnu um jafnlaunamál og jafnrétti á vinnumarkaði. Á ráðstefnunum munu margir erlendir og hérlendir sérfræðingar halda erindi og taka þátt í pallborðsumræðum um brennandi spurningar sem snúa að jafnrétti á vinnumarkaði. Launarannsókn á öllum vinnumarkaðinum Aðgerðahópur um launajafnrétti hefur m.a. það hlutverk að vinna að samræmingu rannsókna á kynbundnum launamun og hefur falið Hagstofu Íslands gerð launarannsóknar sem nær til vinnumarkaðarins alls. Í samstarfi við Háskóla Íslands er nú unnið að viðamikilli rannsóknaskýrslu um stöðu kvenna og karla á vinnumarkaði og mun hún nýtast hópnum við gerð framkvæmdaáætlunar um leiðir til að brjóta upp kynbundið náms- og starfsval sem rannsóknir hafa margoft sýnt að viðhaldi launamun kynjanna. Gera þarf ungt fólk meðvitað um valmöguleika sína svo það velji sér nám og starf í samræmi við áhugasvið og hæfileika. Hvernig getum við til dæmis hvatt stúlkur til náms í raungreinum og fengið drengi til að skoða með opnum huga möguleikann á því að verða hjúkrunarfræðingar eða kennarar? Aðgerðahópurinn hefur staðið fyrir tilraunaverkefni um innleiðingu jafnlaunastaðals og nýlega undirritaði ég reglugerð um vottun jafnlaunakerfa á grundvelli hans. Staðallinn gerir fyrirtækjum og stofnunum kleift að tryggja að málsmeðferð og ákvarðanataka í launamálum feli ekki í sér kynbundna mismunun. Stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins munu í vikunni undirrita samstarfsyfirlýsingu um námskeiðshald og fræðslu til þeirra sem hyggjast innleiða staðalinn og þá verða jafnframt veitt verðlaun í hönnunarsamkeppni um gerð jafnlaunamerkis sem fyrirtæki með jafnlaunavottun geta auðkennt sig með. Við mótun nýrrar vinnumarkaðsstefnu verður sérstaklega skoðað hvernig ákvarðanir stjórnvalda hafa ólík áhrif á kynin. Eins verður horft til árangurs af samstarfi stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins í aðgerðahópi um launajafnrétti en ákveðið var á ríkisstjórnarfundi þann 24. október að halda samstarfinu áfram til næstu tveggja ára. Ég vona að þessar aðgerðir eigi eftir að marka framfaraspor í baráttu fyrir jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun