Loftslagsfé varið í kolakynt verkefni Guðsteinn Bjarnason og AP skrifa 2. desember 2014 07:00 Fiskimenn kvarta. Mikilvægir stofnar rækju, kræklings og fisks hafa minnkað eftir tilkomu verksmiðjunnar í Cirebon, sem sést í bakgrunni myndarinnar. Fréttablaðið/AP Baráttan gegn loftslagsbreytingum tekur á sig margvíslegar myndir. Ein af þeim undarlegri virðist vera meðferð japanskra stjórnvalda á fé, sem þau höfðu heitið Sameinuðu þjóðunum að nota til að vinna gegn hlýnun jarðar. Féð notuðu stjórnvöld til þess að reisa þrjár kolakyntar verksmiðjur í Indónesíu. Og skráðu það hjá Sameinuðu þjóðunum sem fjármögnun vegna loftslagsmála. Japanar segja þessar þrjár verksmiðjur reyndar ekki brenna jafn miklu af kolum og aðrar kolakyntar verksmiðjur. Tæknin sé orðin það fullkomin. Þær losa engu að síður helmingi meira af koltvísýringi en sambærilegar verksmiðjur, sem knúnar eru með gasi. Þá hafa íbúar í nágrenni einnar af þessum verksmiðjum, sem er í Cirebon í Indónesíu, kvartað undan því að mikilvægir stofnar af rækjum, fiski og kræklingi hafi minnkað. Japanar segjast sjálfir ekki sjá neitt athugavert við þetta háttalag, enda séu engar reglur til sem banni þeim að skrá verkefni af þessu tagi sem loftslagsverkefni hjá Sameinuðu þjóðunum. „Sum lönd hafa ekki efni á að nota annað en kol,“ sagði Takako Ito, talskona japanska utanríkisráðuneytisins. „Við viljum útvega þessum löndum bestu leiðirnar til þess að draga úr útblæstri koltvísýrings.“ Christiana Figueres, loftslagsstjóri Sameinuðu þjóðanna, segir Japana hins vegar ekki með nokkru móti geta réttlætt þetta framferði sitt. „Kol ein og sér eiga ekki heima í orkubúskap framtíðarinnar,“ segir hún. „Með tímanum ættum við að fara að sjá mjög skýra tilhneigingu til þess að fjárfesta í hreinni, endurnýjanlegri orku.“ Árið 2009 hétu velmegunarlöndin því að vera árið 2020 farin að útvega 100 milljarða dala árlega til þess að fjármagna baráttuna gegn loftslagsbreytingum í fátækari löndum heims. Þessi fjárhæð samsvarar rúmlega 1.200 milljörðum króna. Jafnframt samþykktu þau að verja 30 milljörðum dala árlega næstu þrjú árin. Japanar samþykktu að útvega um helming fjárins. Loftslagsmál Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira
Baráttan gegn loftslagsbreytingum tekur á sig margvíslegar myndir. Ein af þeim undarlegri virðist vera meðferð japanskra stjórnvalda á fé, sem þau höfðu heitið Sameinuðu þjóðunum að nota til að vinna gegn hlýnun jarðar. Féð notuðu stjórnvöld til þess að reisa þrjár kolakyntar verksmiðjur í Indónesíu. Og skráðu það hjá Sameinuðu þjóðunum sem fjármögnun vegna loftslagsmála. Japanar segja þessar þrjár verksmiðjur reyndar ekki brenna jafn miklu af kolum og aðrar kolakyntar verksmiðjur. Tæknin sé orðin það fullkomin. Þær losa engu að síður helmingi meira af koltvísýringi en sambærilegar verksmiðjur, sem knúnar eru með gasi. Þá hafa íbúar í nágrenni einnar af þessum verksmiðjum, sem er í Cirebon í Indónesíu, kvartað undan því að mikilvægir stofnar af rækjum, fiski og kræklingi hafi minnkað. Japanar segjast sjálfir ekki sjá neitt athugavert við þetta háttalag, enda séu engar reglur til sem banni þeim að skrá verkefni af þessu tagi sem loftslagsverkefni hjá Sameinuðu þjóðunum. „Sum lönd hafa ekki efni á að nota annað en kol,“ sagði Takako Ito, talskona japanska utanríkisráðuneytisins. „Við viljum útvega þessum löndum bestu leiðirnar til þess að draga úr útblæstri koltvísýrings.“ Christiana Figueres, loftslagsstjóri Sameinuðu þjóðanna, segir Japana hins vegar ekki með nokkru móti geta réttlætt þetta framferði sitt. „Kol ein og sér eiga ekki heima í orkubúskap framtíðarinnar,“ segir hún. „Með tímanum ættum við að fara að sjá mjög skýra tilhneigingu til þess að fjárfesta í hreinni, endurnýjanlegri orku.“ Árið 2009 hétu velmegunarlöndin því að vera árið 2020 farin að útvega 100 milljarða dala árlega til þess að fjármagna baráttuna gegn loftslagsbreytingum í fátækari löndum heims. Þessi fjárhæð samsvarar rúmlega 1.200 milljörðum króna. Jafnframt samþykktu þau að verja 30 milljörðum dala árlega næstu þrjú árin. Japanar samþykktu að útvega um helming fjárins.
Loftslagsmál Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira