Jólatíð Ólafur Halldórsson skrifar 22. desember 2014 07:00 Stundum bregður fyrir þeim misskilningi að jól séu eingöngu fæðingarhátíð Krists, eða Kristsmessa. Jólahátíðin er ævaforn sólhvarfahátíð á norðurhveli jarðar og sem slík er hún hátíð allra, jafnt trúleysingja sem allra trúa fólks. Frá fornu fari hafa jólin verið birtu-, gleði- og gjafahátíð. Það þótti auðvitað tilefni samfagnaðar hér áður fyrr, og þykir enn, þegar sólin tók að hysja sig ofar á himininn í síðari hluta desember. Vetrarsólhvörf, þegar sólin fer að hækka á lofti eftir að hafa lækkað í hálft ár, eru 20. - 21. desember. Fljótlega upp úr því kemur í ljós hvernig þetta gengur hjá henni. Rómverjar héldu vetrarsólhvörfin hátíðleg og tilbáðu þá hina ósigruðu sól, Sol Invictus. Síðan gerðist það smám saman á 4. og 5. öld að farið var að minnast fæðingar Jesú á þessum birtu- og gleðidögum, en um raunverulegan fæðingartíma Jesú veit enginn. Þetta var vel til fundið því fæðing Jesú er í huga kristinna manna mikill birtu- og gleðiatburður. Á norðurhveli eru vetrarsólhvörfin enn greinilegri en suður við Miðjarðarhaf. Hugtakið jól er notað í norrænum málum, og stundum bregður því enn fyrir í ensku þótt einhver engilsaxneskur biskup hafi tekið upp á því að kalla þessa hátíð Kristsmessu (Christmas). Englendingar tala stundum upp á gamla mátann um Yuletide, Jólatíð. Gleðilega jólatíð, með von og jafnvel vissu um að sólin muni bráðlega taka að fikra sig upp himinhvelið, nú eins og endranær. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jólafréttir Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Stundum bregður fyrir þeim misskilningi að jól séu eingöngu fæðingarhátíð Krists, eða Kristsmessa. Jólahátíðin er ævaforn sólhvarfahátíð á norðurhveli jarðar og sem slík er hún hátíð allra, jafnt trúleysingja sem allra trúa fólks. Frá fornu fari hafa jólin verið birtu-, gleði- og gjafahátíð. Það þótti auðvitað tilefni samfagnaðar hér áður fyrr, og þykir enn, þegar sólin tók að hysja sig ofar á himininn í síðari hluta desember. Vetrarsólhvörf, þegar sólin fer að hækka á lofti eftir að hafa lækkað í hálft ár, eru 20. - 21. desember. Fljótlega upp úr því kemur í ljós hvernig þetta gengur hjá henni. Rómverjar héldu vetrarsólhvörfin hátíðleg og tilbáðu þá hina ósigruðu sól, Sol Invictus. Síðan gerðist það smám saman á 4. og 5. öld að farið var að minnast fæðingar Jesú á þessum birtu- og gleðidögum, en um raunverulegan fæðingartíma Jesú veit enginn. Þetta var vel til fundið því fæðing Jesú er í huga kristinna manna mikill birtu- og gleðiatburður. Á norðurhveli eru vetrarsólhvörfin enn greinilegri en suður við Miðjarðarhaf. Hugtakið jól er notað í norrænum málum, og stundum bregður því enn fyrir í ensku þótt einhver engilsaxneskur biskup hafi tekið upp á því að kalla þessa hátíð Kristsmessu (Christmas). Englendingar tala stundum upp á gamla mátann um Yuletide, Jólatíð. Gleðilega jólatíð, með von og jafnvel vissu um að sólin muni bráðlega taka að fikra sig upp himinhvelið, nú eins og endranær.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun