Verknám mikilvægur þáttur í betrun Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 22. desember 2014 07:00 Undanfarið hefur Fréttablaðið fjallað ítarlega um nám í fangelsum landsins. Allir viðmælendur blaðsins virðast sömu skoðunar um að nám sé besta leiðin til betrunar, minnki kostnað við fangelsiskerfið og fækki endurkomum í fangelsin. Þrátt fyrir það hefur staða námsráðgjafa við fangelsin nú verið skert úr því að vera 100% staða í að vera 50% starf. Eins og kom fram í viðtali við Ingis Ingason, kennslustjóra á Litla-Hrauni, er hvort sem er til lítils að vera með námsráðgjafa ef of litlu fé er varið til kennslu í fangelsum. Nauðsynlegt er að þróa enn frekar námsframboð í fangelsunum og þá sérstaklega með starfsnám í huga, líkt og gert er á Norðurlöndunum. Þá er mikilvægt að fangelsisyfirvöld semji við skólastofnanir um að þjónusta fangelsin, með sambærilegum hætti og Fjölbrautaskóli Suðurlands þjónustar fangelsin tvö á Suðurlandi. Umboðsmaður Alþingis benti á í drögum að nýlegri skýrslu sinni um Litla-Hraun að enn skorti þó á slíkar lausnir varðandi háskólanám, en að fyrirhugaður væri fundur milli fangelsisyfirvalda og menntamálaráðherra um lausn. Bendir umboðsmaður á í skýrsludrögum sínum að nám geti verið mikilvægur þáttur í endurhæfingu fanga. Um tíma leit út fyrir að íslensk yfirvöld ætluðu sér að vera í fararbroddi á sviði betrunar með áherslu á uppbyggingu námsframboðs í fangelsum landsins. En forskotið sem Íslendingar höfðu um stund er löngu horfið, segir kennslustjórinn sem hefur séð um kennslu á Litla-Hrauni áratugum saman. „Við erum ekki lengur fremst í flokki,“ segir hann og bendir jafnframt á að yfirvöld í öðrum löndum séu fyrir nokkru búin að átta sig á hagkvæmni þess að nota nám sem betrun.Fangar þakklátir Helga Lind Hjartardóttir, námsráðgjafi Fjölbrautaskóla Snæfellinga, var líka í viðtali við Fréttablaðið. Hún sinnir föngum á Kvíabryggju í sjálfboðavinnu, á leiðinni heim eftir vinnu. Það eru fleiri dæmi um slíka góðvild í garð þess mikilvæga starfs sem nám í fangelsum svo sannanlega er. Fyrir það eru margir þakklátir enda hefur það hjálpað mörgum að takast á við lífið eftir afplánun í fangelsi. Inga Guðrún Kristjánsdóttir, uppeldis- og menntunarfræðingur, sem rannsakað hefur nám í fangelsum, sagði svo í viðtali við blaðið að við hreinlega stæðumst ekki kröfur alþjóðasamfélagsins, sem við hefðum skuldbundið okkur til. Undir þetta tekur Ingis Ingason, kennslustjóri á Litla-Hrauni. Það verður ekki mikið sterkara að orði kveðið, og full ástæða til að taka heilshugar undir með þeim sem hafa tjáð sig með svo afgerandi hætti í viðtölum við blaðamann Fréttablaðsins. Pólitísk stefnumótun í fangelsismálum hefur aldrei farið fram á Íslandi. Á fundi stjórnar Afstöðu með allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis á Litla-Hrauni í sumar var lagður grunnur að slíku samtali. Það sem meira er, það virtist sem samhljómur væri hjá stjórnmálamönnunum um mikilvægi þess að þeir mótuðu sjálfir stefnu í málaflokknum. Umfjöllun Fréttablaðsins að undanförnu um mikilvægi náms sem lið í að fækka endurkomum í íslensk fangelsi væri gott innlegg í slíka stefnumótun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Guðmundur Ingi Þóroddsson Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur Fréttablaðið fjallað ítarlega um nám í fangelsum landsins. Allir viðmælendur blaðsins virðast sömu skoðunar um að nám sé besta leiðin til betrunar, minnki kostnað við fangelsiskerfið og fækki endurkomum í fangelsin. Þrátt fyrir það hefur staða námsráðgjafa við fangelsin nú verið skert úr því að vera 100% staða í að vera 50% starf. Eins og kom fram í viðtali við Ingis Ingason, kennslustjóra á Litla-Hrauni, er hvort sem er til lítils að vera með námsráðgjafa ef of litlu fé er varið til kennslu í fangelsum. Nauðsynlegt er að þróa enn frekar námsframboð í fangelsunum og þá sérstaklega með starfsnám í huga, líkt og gert er á Norðurlöndunum. Þá er mikilvægt að fangelsisyfirvöld semji við skólastofnanir um að þjónusta fangelsin, með sambærilegum hætti og Fjölbrautaskóli Suðurlands þjónustar fangelsin tvö á Suðurlandi. Umboðsmaður Alþingis benti á í drögum að nýlegri skýrslu sinni um Litla-Hraun að enn skorti þó á slíkar lausnir varðandi háskólanám, en að fyrirhugaður væri fundur milli fangelsisyfirvalda og menntamálaráðherra um lausn. Bendir umboðsmaður á í skýrsludrögum sínum að nám geti verið mikilvægur þáttur í endurhæfingu fanga. Um tíma leit út fyrir að íslensk yfirvöld ætluðu sér að vera í fararbroddi á sviði betrunar með áherslu á uppbyggingu námsframboðs í fangelsum landsins. En forskotið sem Íslendingar höfðu um stund er löngu horfið, segir kennslustjórinn sem hefur séð um kennslu á Litla-Hrauni áratugum saman. „Við erum ekki lengur fremst í flokki,“ segir hann og bendir jafnframt á að yfirvöld í öðrum löndum séu fyrir nokkru búin að átta sig á hagkvæmni þess að nota nám sem betrun.Fangar þakklátir Helga Lind Hjartardóttir, námsráðgjafi Fjölbrautaskóla Snæfellinga, var líka í viðtali við Fréttablaðið. Hún sinnir föngum á Kvíabryggju í sjálfboðavinnu, á leiðinni heim eftir vinnu. Það eru fleiri dæmi um slíka góðvild í garð þess mikilvæga starfs sem nám í fangelsum svo sannanlega er. Fyrir það eru margir þakklátir enda hefur það hjálpað mörgum að takast á við lífið eftir afplánun í fangelsi. Inga Guðrún Kristjánsdóttir, uppeldis- og menntunarfræðingur, sem rannsakað hefur nám í fangelsum, sagði svo í viðtali við blaðið að við hreinlega stæðumst ekki kröfur alþjóðasamfélagsins, sem við hefðum skuldbundið okkur til. Undir þetta tekur Ingis Ingason, kennslustjóri á Litla-Hrauni. Það verður ekki mikið sterkara að orði kveðið, og full ástæða til að taka heilshugar undir með þeim sem hafa tjáð sig með svo afgerandi hætti í viðtölum við blaðamann Fréttablaðsins. Pólitísk stefnumótun í fangelsismálum hefur aldrei farið fram á Íslandi. Á fundi stjórnar Afstöðu með allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis á Litla-Hrauni í sumar var lagður grunnur að slíku samtali. Það sem meira er, það virtist sem samhljómur væri hjá stjórnmálamönnunum um mikilvægi þess að þeir mótuðu sjálfir stefnu í málaflokknum. Umfjöllun Fréttablaðsins að undanförnu um mikilvægi náms sem lið í að fækka endurkomum í íslensk fangelsi væri gott innlegg í slíka stefnumótun.
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar