Komugjöld: Tíu góð rök Bjarnheiður Hallsdóttir og Pétur Óskarsson skrifar 29. desember 2014 10:00 Enginn efast lengur um nauðsyn þess að bregðast við auknum fjölda ferðamanna við náttúruperlur landsins. Það hefur loksins skapast nokkur sátt innan ferðaþjónustunnar um að búa þurfi til sérstakan tekjustofn til þess að fjármagna viðhald og uppbyggingu ferðamannastaða. Enn er ekki komin niðurstaða í það hvernig þessi fjármögnun á að fara fram. Undanfarna 18 mánuði eða svo hefur átt sér stað mikil umræða um þetta mál, bæði innan ferðaþjónustunnar og utan hennar. Bæði kröftug umræða og mikil upplýsingaöflun. Hvort tveggja hefði betur átt sér stað ÁÐUR en stokkið var á óútfærða hugmynd um einhvers konar náttúrupassa, sem iðnaðarráðherra kaus að gera að sinni og situr nú uppi með, og glímir við almenna andstöðu og mótbyr. Innan Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) var gerð könnun á því hvernig félagsmenn teldu gjaldheimtu best komið og er þar skemmst frá að segja að náttúrupassinn fékk falleinkunn en hugmyndin um komugjöld var talin sú langbesta. Stjórn SAF kaus að fara í málamiðlun og lagði til að svokallað gistináttagjald yrði útfært öðruvísi og hækkað töluvert. Því útspili hafnaði ráðherra með framlagningu náttúrupassafrumvarpsins nú í desember. Það er mjög einkennilegt að sú leið sem flestum virðist hugnast, m.a. stórum hluta fagfólks í ferðaþjónustunni, skuli hafa verið slegin umsvifalaust út af borðinu og því jafnvel haldið fram að hún væri ekki gerleg. Eftir að öll kurl eru komin til grafar, þá kemur upp úr dúrnum að innleiðing komugjalda er vel möguleg og þau eru meira að segja lögð á án vandræða í nokkrum Evrópulöndum. Rökin gegn komugjaldinu eru fyrst og fremst tvenn. Í fyrsta lagi verða allir, óháð þjóðerni, að greiða komugjaldið. Það þýðir að Íslendingar munu einnig greiða komugjald þegar þeir koma til landsins. Hin rökin eru þau að komugjaldið myndi líka leggjast á flug innanlands. Það er rétt að hafa í huga að með komugjaldi er verið að tala um lága upphæð á hvern farþega og sama hvaða innheimtuleið mun verða farin, þá munu Íslendingar einnig þurfa að greiða það gjald sem upp verður sett. Hvað þessa tvo ókosti varðar, þá teljum við þá léttvæga, séu kostir og gallar komugjalds lagðir á vogarskálar. Svo ekki sé nú talað um aðrar innheimtuleiðir sem nefndar hafa verið til sögu. Auk þess væri ríkisvaldinu í lófa lagið að koma til móts við innanlandsflugið á öðrum sviðum sé vilji þar fyrir hendi. En hver eru helstu rökin fyrir því að taka upp komugjöld? Komugjöld eru eina innheimtuaðferðin þar sem öruggt er að það næst til allra gesta sem koma til landsins, undantekningalaust (bæði flug- og skipafarþega). Komugjöld þurfa ekki að vera há, þar sem innheimtuaðferðin er 100% skilvirk. Kostnaður við innleiðingu og innheimtu komugjalda er í lágmarki. Komugjöld munu ólíklega valda samdrætti í eftirspurn eftir Íslandsferðum, þar sem þau verða lág og innheimta þeirra fer fram á hljóðlátan hátt. Komugjöld greiðast með farmiðanum til landsins og þar með er málið afgreitt fyrir alla hlutaðeigandi. Komugjöld hafa engin áhrif á upplifun ferðamanna af landinu. Komugjöld þarfnast ekki eftirlitsiðnaðar og náttúruvarða. Komugjöld þurfa ekki nýtt skrifræðisbatterí, innheimtuleiðin er þegar opin og þarfnast lítils undirbúnings. Komugjöld eru sú innheimtuaðferð sem nýtur mests fylgis í atvinnugreininni. Með komugjöldum er ekki verið að finna upp hjólið, heldur velja leið sem aðrar þjóðir hafa notað og nota með góðum árangri. Komugjöld eru þekkt og viðtekin aðferð og engin þörf er á kynningar-, markaðs- og sölustarfi (líkt og innleiðing náttúrupassa myndi krefjast). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarnheiður Hallsdóttir Pétur Óskarsson Ferðamennska á Íslandi Skattar og tollar Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Enginn efast lengur um nauðsyn þess að bregðast við auknum fjölda ferðamanna við náttúruperlur landsins. Það hefur loksins skapast nokkur sátt innan ferðaþjónustunnar um að búa þurfi til sérstakan tekjustofn til þess að fjármagna viðhald og uppbyggingu ferðamannastaða. Enn er ekki komin niðurstaða í það hvernig þessi fjármögnun á að fara fram. Undanfarna 18 mánuði eða svo hefur átt sér stað mikil umræða um þetta mál, bæði innan ferðaþjónustunnar og utan hennar. Bæði kröftug umræða og mikil upplýsingaöflun. Hvort tveggja hefði betur átt sér stað ÁÐUR en stokkið var á óútfærða hugmynd um einhvers konar náttúrupassa, sem iðnaðarráðherra kaus að gera að sinni og situr nú uppi með, og glímir við almenna andstöðu og mótbyr. Innan Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) var gerð könnun á því hvernig félagsmenn teldu gjaldheimtu best komið og er þar skemmst frá að segja að náttúrupassinn fékk falleinkunn en hugmyndin um komugjöld var talin sú langbesta. Stjórn SAF kaus að fara í málamiðlun og lagði til að svokallað gistináttagjald yrði útfært öðruvísi og hækkað töluvert. Því útspili hafnaði ráðherra með framlagningu náttúrupassafrumvarpsins nú í desember. Það er mjög einkennilegt að sú leið sem flestum virðist hugnast, m.a. stórum hluta fagfólks í ferðaþjónustunni, skuli hafa verið slegin umsvifalaust út af borðinu og því jafnvel haldið fram að hún væri ekki gerleg. Eftir að öll kurl eru komin til grafar, þá kemur upp úr dúrnum að innleiðing komugjalda er vel möguleg og þau eru meira að segja lögð á án vandræða í nokkrum Evrópulöndum. Rökin gegn komugjaldinu eru fyrst og fremst tvenn. Í fyrsta lagi verða allir, óháð þjóðerni, að greiða komugjaldið. Það þýðir að Íslendingar munu einnig greiða komugjald þegar þeir koma til landsins. Hin rökin eru þau að komugjaldið myndi líka leggjast á flug innanlands. Það er rétt að hafa í huga að með komugjaldi er verið að tala um lága upphæð á hvern farþega og sama hvaða innheimtuleið mun verða farin, þá munu Íslendingar einnig þurfa að greiða það gjald sem upp verður sett. Hvað þessa tvo ókosti varðar, þá teljum við þá léttvæga, séu kostir og gallar komugjalds lagðir á vogarskálar. Svo ekki sé nú talað um aðrar innheimtuleiðir sem nefndar hafa verið til sögu. Auk þess væri ríkisvaldinu í lófa lagið að koma til móts við innanlandsflugið á öðrum sviðum sé vilji þar fyrir hendi. En hver eru helstu rökin fyrir því að taka upp komugjöld? Komugjöld eru eina innheimtuaðferðin þar sem öruggt er að það næst til allra gesta sem koma til landsins, undantekningalaust (bæði flug- og skipafarþega). Komugjöld þurfa ekki að vera há, þar sem innheimtuaðferðin er 100% skilvirk. Kostnaður við innleiðingu og innheimtu komugjalda er í lágmarki. Komugjöld munu ólíklega valda samdrætti í eftirspurn eftir Íslandsferðum, þar sem þau verða lág og innheimta þeirra fer fram á hljóðlátan hátt. Komugjöld greiðast með farmiðanum til landsins og þar með er málið afgreitt fyrir alla hlutaðeigandi. Komugjöld hafa engin áhrif á upplifun ferðamanna af landinu. Komugjöld þarfnast ekki eftirlitsiðnaðar og náttúruvarða. Komugjöld þurfa ekki nýtt skrifræðisbatterí, innheimtuleiðin er þegar opin og þarfnast lítils undirbúnings. Komugjöld eru sú innheimtuaðferð sem nýtur mests fylgis í atvinnugreininni. Með komugjöldum er ekki verið að finna upp hjólið, heldur velja leið sem aðrar þjóðir hafa notað og nota með góðum árangri. Komugjöld eru þekkt og viðtekin aðferð og engin þörf er á kynningar-, markaðs- og sölustarfi (líkt og innleiðing náttúrupassa myndi krefjast).
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar