Körfubolti

Naumt tap hjá Unicaja í Istanbúl

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Jón Arnór í leik gegn CSKA Moskvu.
Jón Arnór í leik gegn CSKA Moskvu. vísir/afp
Jón Arnór Stefánsson og félagar hans í spænska úrvalsdeildarliðinu Unicaja Málaga töpuðu fyrir tyrkneska liðinu Anadolu Istanbúl, 74-70, í milliriðlum Meistaradeildarinnar í körfubolta í kvöld.

Heimamenn lögðu grunninn að sigrinum í þriðja leikhluta sem þeir unnu með fimmtán stiga mun, 23-18, en Málaga-liðið var yfir í hálfleik, 49-34. Það missti aftur á móti niður forskotið í þriðja leikhlutanum.

Jón Arnór spilaði rúmar átta mínútur í leiknum og skoraði sjö stig, en hann hitti úr tveimur af þremur skotum úr teignum og eina þriggja stiga skotinu sínu. Hann tók að auki eitt frákast.

Málaga-liðið er nú búið að tapa fyrstu tveimur leikjum sínum í milliriðlum Meistaradeildarinnar, en það þurfti að lúta í gras gegn stórliði Olympiacos í síðustu umferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×