Körfubolti

Barcelona lagði Unicaja í framlengdum leik

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Jón Arnór í leik með Unicaja
Jón Arnór í leik með Unicaja vísir/getty
Barcelona lagði Unicaja á heimavelli í toppslag í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag 114-108. Jón Arnór Stefánsson skoraði 9 stig fyrir Unicaja.

Leikurinn var æsispennandi frá upphafi til enda en Jón Arnór kom Unicaja yfir þegar sextán sekúndur voru eftir, 97-96.

Næsta sókn Barcelona fór forgörðum og Unicaja komst þremur stigum yfir þegar fjórar sekúndur voru eftir. Sá tími dugði Barcelona til að skora þriggja stiga körfu og jafna leikinn 99-99.

Barcelona sem var sjö stigum yfir í hálfleik 52-45 var sterkari aðilinn í framlengingunni og gerði út um leikinn þegar liðið skoraði 7 stig í röð undir lokin.

Jón Arnór lék rúmar 24 mínútur í leiknum og skoraði 9 stig. hann gaf að auki 3 stoðsendingar og tók eitt frákast.

Unicaja er þrátt fyrir tapið en á toppi deildarinnar með 13 sigra í 16 leikjum. Barcelona er eitt fjögurra liða sem koma þar á eftir með 11 sigra en hin þrjú liðin eiga leik til góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×