Er friður mögulegur á okkar tímum? Böðvar Jónsson skrifar 20. janúar 2015 11:12 Á okkar tímum, eða síðustu 100-150 árum, hafa átt sér stað ótrúlegar framfarir á öllum efnislegum sviðum. Sé litið til samgangna og samskipta þá hafa framfarir á þeim sviðum leitt til þess að mannkynið upplifir í raun nýjan og áður óþekktan veruleika, þann veruleika að jörðin sé í reynd rétt eins og eitt land. Ég get ímyndað mér að fyrir 100 árum hafi það tekið Norðmann álíka marga daga að ferðast frá Nord Kap til Osló og það tæki hann nú í klukkutímum að fljúga til Ástralíu. Það er áhugavert að horfa aðeins lengra til baka og velta fyrir sér breytingunni frá því að það voru enn viðtekin sannindi að jörðin væri flöt og til dagsins í dag þegar geimfarar horfa á jörðina úr farartækjum sínum á braut utan gufuhvolfsins. Þessi reynsla hefur haft þau áhrif á alla vega suma þessara manna að þeir koma til baka gjörbreyttir menn, menn friðar og samvinnu milli þjóða. Það er greinilegt að þeir sem hverfa á vit geimsins fyllast lotningu og ást til þessa bústaðar okkar í geimnum sem aftur leiðir til hugsjónar um frið og samvinnu sem verður stefið í lífi þeirra sem þetta reyna. Geimfararnir hafa miðlað reynslu sinni þegar heim er komið og afraksturinn má t.d. sjá í Alþjóðlegu geimstöðinni sem Rússar og Bandaríkjamenn byggðu í sameiningu en um hana virðist aldrei ágreiningur. Auðvitað er það sem hér hefur verið nefnt eins og að horfa í gegnum nálarauga á það sem gerst hefur á sviði efnislegra framfara. Hvílík umskipti á tímalengd sem er eins og sekúndubrot í allri sögu mannkynsins. Manni dettur í hug að mannkyninu hefði ekki veitt af áfallahjálp. Það sem hér hefur verið rakið er eins og yfirlitsmynd. En þegar stækkunarglerið er dregið upp kemur annað í ljós. Í fljótu bragði sjáum við veröld sem á í gríðarlegum erfiðleikum, erfiðleikum sem virðast aukast dag frá degi, erfiðleikum sem á þessu stigi verður ekki séð fyrir endann á. Þeir einkennast af siðleysi, spillingu, vantrausti og vantrú, sem afleiðingu hraðvaxandi efnishyggju og hömlulausrar neysluhyggju og eignasöfnunar. Það sem trúarbrögðin standa fyrir hefur verið lagt til hliðar og samhliða því þau gildi sem stóðu sem kletturinn, sem heilbrigð samfélagsgerð byggir á. Gildi eins og traust, heiðarleiki, sannsögli, samúð og örlæti í stað græðgi. Það má ljóst vera að því hefur ekki verið sinnt, sem stuðlar að því að andlegar framfarir þróist með sama hraða og þær efnislegu. Sumir trúa því að andleg velferð samfélagsþegnanna hafi mátt líða fyrir þetta og greina megi afturför í andlegri líðan þeirra. Þeir sem halda þessu fram trúa því að þessi staðreynd endurspeglist í stöðugt aukinni þörf fyrir stofnanir eins og fangelsi, geðdeildir, barnageðdeildir, hvers kyns stofnanir fyrir afvegaleidd ungmenni og stofnanir sem takast á við fíkniefnavandann svo eitthvað sé nefnt. Samhliða því sem hér hefur verið lýst og varla getur kallast annað en niðurbrot, má greina heillavænlega fyrirboða uppbyggingar. Stöðugt vaxandi fjöldi ríkja stofna til samvinnu og mynda ríkjaheildir þar sem markmiðið er samstarf sem miðar að aukinni velferð þegnanna og friðsamlegum samskiptum sín í milli. Friður er sannarlega ekkert smá hagsmunamál þegnanna eins og dæmin sanna. Fjöldi Evrópuríkja sem fyrir nokkrum áratugum bárust á banaspjótum takast nú sameiginlega á við verkefni sem þjóðirnar væru ófærar um hver í sínu lagi. Þessi verkefni eru á sviði menningar og menntunar, vísinda, iðnaðar samgangna, landamæravörslu og myntar svo eitthvað sé nefnt. Maður sér ekki fyrir sér að í Evrópu væri hagsmunum af slíku samstarfi fórnað til að fara í stríð. Því má segja að mikið hafi áunnist. Þegar horft er yfir heiminn blasir við ófriður vítt og breitt um lönd og álfur og er það líklega skaðlegasta og dýrasta plágan sem hrjáir heimsbyggðina. Um þessar mundir er talað um að islam ógni okkar heimshluta í kjölfar þess að ýmsir aðilar á Vesturlöndum hafa ögrað islömsku samfélagi með særandi umfjöllun um það sem þeim er helgast. Var það ekki nákvæmlega það sama sem leiddi til krossferðanna á sínum tíma. Var ekki tilgangur krossfaranna að fara til Landsins helga og sjá til þess að múslimarnir vanhelguðu ekki það sem kristnum mönnum var helgast. Í þeim ferðum var blóði sannarlega úthellt í nafni trúar sem kenndi: „Þú skalt ekki mann deyða og Elska skaltu náungann eins og sjálfan þig“. Fyrir leikmann verður ekki séð að Kristur hafi gefið einhverjar undanþágur frá þessum boðum. Það er ljóst að sannfæring þeirra sem vinna óafsakankeg óhæfuverk í nafni islam er jafn ósvikin og sannfæring krossfaranna á sínum tíma. Er sagan að endurtaka sig? Það er ljóst eins og nefnt var í upphafi að veröldin á í erfiðleikum og ef haldið verður áfram á sömu braut mun fastheldni við gamalt stjórnunar- og hegðunarmynstur á endanum leiða til óumræðilegar skelfingar sem við erum þegar farin að sjá sýnishorn af hér og hvar í heiminum. Sum erum við svo bjartsýn að halda í og trúa á þau fyrirheit sem helgirit trúarbragðanna og sjáendur ótalinna kynslóða hafa gefið um að á endanum verði friður meðal manna. Margir munu brosa út í bæði og hugsa hvílíkur barnaskapur. Hvílik útópía. En í ljósi þess sem lýst var fremst í þessum pistli er heimsfriður á þessum tímapunkti í sögunni ekki aðeins mögulegur, hann er óhjákvæmilegur. Það er okkar mannanna að horfast í augu við þessa staðreynd og ákveða rétt eins og ríki Evrópu ákváðu að tryggja frið sín á meðal, að gera bindandi samkomulag til að tryggja þann heimsfrið sem leiðir okkur framhjá frekari skelfingum. Hvar erum við stödd á þessari vegferð? Hvað er til ráða? Er einhvers staðar leiðsögn að finna? Í ritum yngstu trúarbragða heims, ritum bahá’í trúarinnar, er tekið á þessu og nefnd til sögunnar skilyrði sem ekki verður undan vikist eigi árangur að nást. Í Fyrirheiti um heimsfrið * yfirlýsingu Alþjóðlega bahaí samfélagsins frá Friðarári S.þ. 1985-6 er fjallað um þessi skilyrði og það sem vitnað er til hér að neðan nefnt sem höfuðforsenda árangurs.Fyrsta spurningin sem verður að svara, er hvernig hægt er að breyta heimi nútímans með sínu rótgróna átaka-og deilumynstri í heim þar sem ríkir friður og samvinna. Slíka breytingu verður að byggja á óbilandi sannfæringu um eind mannkynsins – sannleika sem öll mannleg vísindi staðfesta. Mannfræði, sálarfræði og lífeðlisfræði þekkja aðeins eina tegund mannsins, að vísu óendanlega fjölbreytta að því er varðar þá þætti sem minna máli skipta. Viðurkenning á þessum sannleika krefst þess að fordómum af öllu tagi sé hafnað – hvort heldur er á grundvelli kynþáttar, hörundslitar, stéttar, trúar, þjóðernis, kynferðis eða menningarstigs – hverjum þeim þætti skal hafnað sem gefur einum manni þá hugmynd að hann sé öðrum mönnum æðri. Alþjóðleg viðurkenning þessarar andlegu meginreglu er höfuðforsenda sérhverrar árángursríkrar tilraunar til að koma á heimsfriði.Eða með orðum höfundar bahá’í trúarinnar ,,Jörðin er aðeins eitt land og mannkynið íbúar þess‘‘. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Böðvar Jónsson Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Á okkar tímum, eða síðustu 100-150 árum, hafa átt sér stað ótrúlegar framfarir á öllum efnislegum sviðum. Sé litið til samgangna og samskipta þá hafa framfarir á þeim sviðum leitt til þess að mannkynið upplifir í raun nýjan og áður óþekktan veruleika, þann veruleika að jörðin sé í reynd rétt eins og eitt land. Ég get ímyndað mér að fyrir 100 árum hafi það tekið Norðmann álíka marga daga að ferðast frá Nord Kap til Osló og það tæki hann nú í klukkutímum að fljúga til Ástralíu. Það er áhugavert að horfa aðeins lengra til baka og velta fyrir sér breytingunni frá því að það voru enn viðtekin sannindi að jörðin væri flöt og til dagsins í dag þegar geimfarar horfa á jörðina úr farartækjum sínum á braut utan gufuhvolfsins. Þessi reynsla hefur haft þau áhrif á alla vega suma þessara manna að þeir koma til baka gjörbreyttir menn, menn friðar og samvinnu milli þjóða. Það er greinilegt að þeir sem hverfa á vit geimsins fyllast lotningu og ást til þessa bústaðar okkar í geimnum sem aftur leiðir til hugsjónar um frið og samvinnu sem verður stefið í lífi þeirra sem þetta reyna. Geimfararnir hafa miðlað reynslu sinni þegar heim er komið og afraksturinn má t.d. sjá í Alþjóðlegu geimstöðinni sem Rússar og Bandaríkjamenn byggðu í sameiningu en um hana virðist aldrei ágreiningur. Auðvitað er það sem hér hefur verið nefnt eins og að horfa í gegnum nálarauga á það sem gerst hefur á sviði efnislegra framfara. Hvílík umskipti á tímalengd sem er eins og sekúndubrot í allri sögu mannkynsins. Manni dettur í hug að mannkyninu hefði ekki veitt af áfallahjálp. Það sem hér hefur verið rakið er eins og yfirlitsmynd. En þegar stækkunarglerið er dregið upp kemur annað í ljós. Í fljótu bragði sjáum við veröld sem á í gríðarlegum erfiðleikum, erfiðleikum sem virðast aukast dag frá degi, erfiðleikum sem á þessu stigi verður ekki séð fyrir endann á. Þeir einkennast af siðleysi, spillingu, vantrausti og vantrú, sem afleiðingu hraðvaxandi efnishyggju og hömlulausrar neysluhyggju og eignasöfnunar. Það sem trúarbrögðin standa fyrir hefur verið lagt til hliðar og samhliða því þau gildi sem stóðu sem kletturinn, sem heilbrigð samfélagsgerð byggir á. Gildi eins og traust, heiðarleiki, sannsögli, samúð og örlæti í stað græðgi. Það má ljóst vera að því hefur ekki verið sinnt, sem stuðlar að því að andlegar framfarir þróist með sama hraða og þær efnislegu. Sumir trúa því að andleg velferð samfélagsþegnanna hafi mátt líða fyrir þetta og greina megi afturför í andlegri líðan þeirra. Þeir sem halda þessu fram trúa því að þessi staðreynd endurspeglist í stöðugt aukinni þörf fyrir stofnanir eins og fangelsi, geðdeildir, barnageðdeildir, hvers kyns stofnanir fyrir afvegaleidd ungmenni og stofnanir sem takast á við fíkniefnavandann svo eitthvað sé nefnt. Samhliða því sem hér hefur verið lýst og varla getur kallast annað en niðurbrot, má greina heillavænlega fyrirboða uppbyggingar. Stöðugt vaxandi fjöldi ríkja stofna til samvinnu og mynda ríkjaheildir þar sem markmiðið er samstarf sem miðar að aukinni velferð þegnanna og friðsamlegum samskiptum sín í milli. Friður er sannarlega ekkert smá hagsmunamál þegnanna eins og dæmin sanna. Fjöldi Evrópuríkja sem fyrir nokkrum áratugum bárust á banaspjótum takast nú sameiginlega á við verkefni sem þjóðirnar væru ófærar um hver í sínu lagi. Þessi verkefni eru á sviði menningar og menntunar, vísinda, iðnaðar samgangna, landamæravörslu og myntar svo eitthvað sé nefnt. Maður sér ekki fyrir sér að í Evrópu væri hagsmunum af slíku samstarfi fórnað til að fara í stríð. Því má segja að mikið hafi áunnist. Þegar horft er yfir heiminn blasir við ófriður vítt og breitt um lönd og álfur og er það líklega skaðlegasta og dýrasta plágan sem hrjáir heimsbyggðina. Um þessar mundir er talað um að islam ógni okkar heimshluta í kjölfar þess að ýmsir aðilar á Vesturlöndum hafa ögrað islömsku samfélagi með særandi umfjöllun um það sem þeim er helgast. Var það ekki nákvæmlega það sama sem leiddi til krossferðanna á sínum tíma. Var ekki tilgangur krossfaranna að fara til Landsins helga og sjá til þess að múslimarnir vanhelguðu ekki það sem kristnum mönnum var helgast. Í þeim ferðum var blóði sannarlega úthellt í nafni trúar sem kenndi: „Þú skalt ekki mann deyða og Elska skaltu náungann eins og sjálfan þig“. Fyrir leikmann verður ekki séð að Kristur hafi gefið einhverjar undanþágur frá þessum boðum. Það er ljóst að sannfæring þeirra sem vinna óafsakankeg óhæfuverk í nafni islam er jafn ósvikin og sannfæring krossfaranna á sínum tíma. Er sagan að endurtaka sig? Það er ljóst eins og nefnt var í upphafi að veröldin á í erfiðleikum og ef haldið verður áfram á sömu braut mun fastheldni við gamalt stjórnunar- og hegðunarmynstur á endanum leiða til óumræðilegar skelfingar sem við erum þegar farin að sjá sýnishorn af hér og hvar í heiminum. Sum erum við svo bjartsýn að halda í og trúa á þau fyrirheit sem helgirit trúarbragðanna og sjáendur ótalinna kynslóða hafa gefið um að á endanum verði friður meðal manna. Margir munu brosa út í bæði og hugsa hvílíkur barnaskapur. Hvílik útópía. En í ljósi þess sem lýst var fremst í þessum pistli er heimsfriður á þessum tímapunkti í sögunni ekki aðeins mögulegur, hann er óhjákvæmilegur. Það er okkar mannanna að horfast í augu við þessa staðreynd og ákveða rétt eins og ríki Evrópu ákváðu að tryggja frið sín á meðal, að gera bindandi samkomulag til að tryggja þann heimsfrið sem leiðir okkur framhjá frekari skelfingum. Hvar erum við stödd á þessari vegferð? Hvað er til ráða? Er einhvers staðar leiðsögn að finna? Í ritum yngstu trúarbragða heims, ritum bahá’í trúarinnar, er tekið á þessu og nefnd til sögunnar skilyrði sem ekki verður undan vikist eigi árangur að nást. Í Fyrirheiti um heimsfrið * yfirlýsingu Alþjóðlega bahaí samfélagsins frá Friðarári S.þ. 1985-6 er fjallað um þessi skilyrði og það sem vitnað er til hér að neðan nefnt sem höfuðforsenda árangurs.Fyrsta spurningin sem verður að svara, er hvernig hægt er að breyta heimi nútímans með sínu rótgróna átaka-og deilumynstri í heim þar sem ríkir friður og samvinna. Slíka breytingu verður að byggja á óbilandi sannfæringu um eind mannkynsins – sannleika sem öll mannleg vísindi staðfesta. Mannfræði, sálarfræði og lífeðlisfræði þekkja aðeins eina tegund mannsins, að vísu óendanlega fjölbreytta að því er varðar þá þætti sem minna máli skipta. Viðurkenning á þessum sannleika krefst þess að fordómum af öllu tagi sé hafnað – hvort heldur er á grundvelli kynþáttar, hörundslitar, stéttar, trúar, þjóðernis, kynferðis eða menningarstigs – hverjum þeim þætti skal hafnað sem gefur einum manni þá hugmynd að hann sé öðrum mönnum æðri. Alþjóðleg viðurkenning þessarar andlegu meginreglu er höfuðforsenda sérhverrar árángursríkrar tilraunar til að koma á heimsfriði.Eða með orðum höfundar bahá’í trúarinnar ,,Jörðin er aðeins eitt land og mannkynið íbúar þess‘‘.
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun