Íslenski boltinn

Geir áfram formaður KSÍ

Anton Ingi Leifsson skrifar
Geir á blaðamannafundi.
Geir á blaðamannafundi. Vísir/Mynd
Geir Þorsteinsson verður áfram formaður KSÍ, en hann hlaut yfirburðarkosningu gegn Jónasi Ými Jónassyni í kjöri um formennsku KSÍ.

Geir fékk 111 atkvæði gegn níu atkvæðum Jónasar Ýmis. Fimm atkvæðaseðlar voru auðir. Geir verður því áfram formaður KSÍ.

Hann hefur verið formaður KSÍ frá árinu 2007, en sundlaugarvörðurinn og FH-ingurinn Jónas Ýmir bauð sig fram í fyrsta skipti í ár.

Jónas Ýmir fékk sex fleiri atkvæði en Halla Gunnarsdóttir fékk þegar hún bauð sig fram til formennsku árið 2007. Jafet Ólafsson fékk í sömu kosningu 29 atkvæði eða 24,5% atkvæða.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×