Fótbolti

Annar sigur piltanna á Norður-Írum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
HK-ingurinn í markinu, Andri Þór Grétarsson, handsamar boltann með hjálp Blikans Sólons Breka Leifssonar.
HK-ingurinn í markinu, Andri Þór Grétarsson, handsamar boltann með hjálp Blikans Sólons Breka Leifssonar. vísir/vilhelm
Íslenska U17 ára landsliðið í fótbolta vann Norður-Írland, 1-0, í vináttuleik sem fram fór í Kórnum í Kópavogi í hádeginu í dag.

Eina mark leiksins skoraði Víkingurinn Erlingur Agnarsson á 31. mínútu eftir undirbúning Kolbeins Birgis Finnssonar.

Sveinn Aron Guðjohnsen, sonur Eiðs Smára, komst næst því að skora í seinni hálfleik, en hann skaut yfir markið úr aukaspyrnu í uppbótartíma.

Liðin mættust einnig á þriðjudaginn í Kórnum og þá vann Ísland einnig, 1-0, með marki Daða Snæs Ingasonar úr Haukum.

U17 ára liðið komst í milliriðla Evrópukeppninnar, en þar mætir liðið Austurríki, Wales og Rússlandi. Leikið verður í Rússlandi, en þessir leikir voru undirbúningur fyrir þá keppni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×