Fótbolti

KSÍ bannaði strákunum í U17 ára landsliðinu að nota opið Snapchat

Tómas Þór Þórðarson skrifar
U17 ára liðið fékk brons á ÓL æskunnar síðasta sumar.
U17 ára liðið fékk brons á ÓL æskunnar síðasta sumar. vísir/getty
Strákarnir í U17 ára landsliði karla í fótbolta mæta Norður-Írum í tveimur vináttulandsleikjum sem fram fara í dag og á fimmtudaginn.

Til að auglýsa leikinn fengu piltarnir þá hugmynd að vera gestastjórnendur á hinum gríðarlega vinsæla Snapchat-aðgangi fótboltavefsíðunnar Fótbolti.net.

Þar ætluðu þeir að sprella þar fram eftir degi og leyfa fótboltaáhugamönnum að fylgjast með undirbúningi liðsins.

Ekkert varð þó úr því þar sem KSÍ stöðvaði Snapchat-dag piltanna. Elvar Geir Magnússon, ritstjóri fótbolti.net, skrifar á Twitter:

„U17 því miður ekki með .Net snapchatið í dag. KSÍ stoppaði það. Að mínu mati hefði þetta bara verið skemmtilegt krydd til að kynna leikina.“

Vilji fólk sjá þessa efnilegu pilta verður það bara að mæta í Kórinn klukkan 18.45 í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×