Nokkur þúsund mótmælendur söfnuðust saman Aðalsteinn Kjartansson skrifar 15. mars 2015 16:13 Áætlað er að um átta þúsund manns hafi safnast saman á Austurvelli í dag til að mótmæla aðgerðum ríkisstjórnar í Evrópusambandsmálum. Í myndbandi sem skipuleggjendur mótmælanna létu taka úr dróna, ómönnuðu loftfari, yfir Austurvelli sést fjöldinn glögglega. Á fundinum tóku fjórir ræðumenn til máls; þau Illugi Jökulsson rithöfundur, Jóna Sólveig Elínardóttir alþjóðastjórnmálafræðingur, Jórunn Frímannsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi og Guðrún Pétursdóttir lífeðlisfræðingur. Auk þess komu tónlistarmennirnir KK og Hemúllinn fram. Jóna Sólveig sagði í ræðu sinni að málið snérist ekki um aðild að sambandinu. „Meðferð ríkisstjórnarinnar á aðildarumsóknarmálinu, eins og hún birtist okkur síðastliðna daga, snýst ekki um aðild að Evrópusambandinu. Hún snýst um virðingu - virðingu fyrir lýðræði og þingræði á Íslandi. Ríkisstjórnin hefur vanvirt þing og þjóð,“ sagði hún og hvatti þingmenn til að verja þingræðið í landinu. Illugi sagði að ekki mætti leyfa ríkisstjórninni að komast upp með að taka völd af þinginu. „Hvaða skoðun sem við höfum á framtíðarskrefum þjóðarinnar, þá getum við ekki látið svona vinnubrögð líðast, því þá dimmir við dyrin, og lýðræðið í landinu er komið flensu, og lýðræðisflensa, hún getur endað með ósköpum, það er hin sára reynsla annarra þjóða, svo gætum okkar, hreinsum til, látum ekki vaða yfir okkur og læsa okkur inni, opnum allar dyr uppá gátt, því ríkisstjórn sem virðir ekki fulltrúasamkundu þjóðarinnar, Alþingi, hrifsar þar með til sín völd sem henni eru ekki ætluð,“ sagði hann. Alþingi Tengdar fréttir Mótmælendur hópast á Austurvöll Yfir sjö þúsund manns eru samankomin fyrir utan Alþingishúsið. 15. mars 2015 13:54 Mótmælt á Austurvelli: Fimm þúsund hafa boðað komu sína Ætla að mótmæla ákvörðun ríkisstjórnarinnar um slit á viðræðum við Evrópusambandið. 15. mars 2015 09:28 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Sjá meira
Áætlað er að um átta þúsund manns hafi safnast saman á Austurvelli í dag til að mótmæla aðgerðum ríkisstjórnar í Evrópusambandsmálum. Í myndbandi sem skipuleggjendur mótmælanna létu taka úr dróna, ómönnuðu loftfari, yfir Austurvelli sést fjöldinn glögglega. Á fundinum tóku fjórir ræðumenn til máls; þau Illugi Jökulsson rithöfundur, Jóna Sólveig Elínardóttir alþjóðastjórnmálafræðingur, Jórunn Frímannsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi og Guðrún Pétursdóttir lífeðlisfræðingur. Auk þess komu tónlistarmennirnir KK og Hemúllinn fram. Jóna Sólveig sagði í ræðu sinni að málið snérist ekki um aðild að sambandinu. „Meðferð ríkisstjórnarinnar á aðildarumsóknarmálinu, eins og hún birtist okkur síðastliðna daga, snýst ekki um aðild að Evrópusambandinu. Hún snýst um virðingu - virðingu fyrir lýðræði og þingræði á Íslandi. Ríkisstjórnin hefur vanvirt þing og þjóð,“ sagði hún og hvatti þingmenn til að verja þingræðið í landinu. Illugi sagði að ekki mætti leyfa ríkisstjórninni að komast upp með að taka völd af þinginu. „Hvaða skoðun sem við höfum á framtíðarskrefum þjóðarinnar, þá getum við ekki látið svona vinnubrögð líðast, því þá dimmir við dyrin, og lýðræðið í landinu er komið flensu, og lýðræðisflensa, hún getur endað með ósköpum, það er hin sára reynsla annarra þjóða, svo gætum okkar, hreinsum til, látum ekki vaða yfir okkur og læsa okkur inni, opnum allar dyr uppá gátt, því ríkisstjórn sem virðir ekki fulltrúasamkundu þjóðarinnar, Alþingi, hrifsar þar með til sín völd sem henni eru ekki ætluð,“ sagði hann.
Alþingi Tengdar fréttir Mótmælendur hópast á Austurvöll Yfir sjö þúsund manns eru samankomin fyrir utan Alþingishúsið. 15. mars 2015 13:54 Mótmælt á Austurvelli: Fimm þúsund hafa boðað komu sína Ætla að mótmæla ákvörðun ríkisstjórnarinnar um slit á viðræðum við Evrópusambandið. 15. mars 2015 09:28 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Sjá meira
Mótmælendur hópast á Austurvöll Yfir sjö þúsund manns eru samankomin fyrir utan Alþingishúsið. 15. mars 2015 13:54
Mótmælt á Austurvelli: Fimm þúsund hafa boðað komu sína Ætla að mótmæla ákvörðun ríkisstjórnarinnar um slit á viðræðum við Evrópusambandið. 15. mars 2015 09:28