Körfubolti

Hildur Björg í úrvalsliði nýliða

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Nöfnunarnar Hildur Björg Kjartansdóttir og Sigurðardóttir með deildarmeistarabikarinn sem Snæfell vann í fyrra.
Nöfnunarnar Hildur Björg Kjartansdóttir og Sigurðardóttir með deildarmeistarabikarinn sem Snæfell vann í fyrra. vísir/óój
Körfuboltakonan Hildur Björg Kjartansdóttir, sem er á sínu fyrsta ári með UTPA Broncos í bandaríska háskólaboltanum, var valin í úrvalslið nýliða í WAC-deildinni (Western Athletic Conference).

Hildur, sem varð Íslandsmeistari með Snæfelli í fyrra, er með 6,4 stig og 5,0 fráköst að meðaltali í leik á sínu fyrsta tímabili í háskólaboltanum en Broncos hefur unnið 17 leiki tapað 13 í vetur.

Hildur er fjórða stigahæst og þriðja frákastahæst í liði Broncos í vetur og númer fimm á listanum yfir þær sem hafa spilað flestar mínútur.

Hildur, sem er tvítug, var með 15,3 stig og 9,9 fráköst að meðaltali í leik þegar Snæfell var Íslandsmeistari í fyrsta sinn í fyrra. Þá hefur hún leikið 10 A-landsleiki fyrir Íslands hönd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×