Loftgæði við Helguvík myndu rýrna Samúel Karl Ólason skrifar 7. apríl 2015 13:12 Vísir/GVA Skipulagsstofnun hefur lokið álitsgerð vegna kísilmálmverksmiðju Thorsil í Helguvík. Stofnunin telur að Thorsil hafi sýnt fram á að styrkur brennisteinsdíoxíðs utan þynningarsvæðis verði neðan viðmiðunarmarka. Hvort sem tekið sé tillit til klukkustundar- sólarhringsgilda eða ársmeðaltals. Gert er ráð fyrir allt að 110 þúsund tonna ársframleiðslu á kísilmálmi. Þrátt fyrir að Thorsil hafi sýnt fram á að styrkur annarra mengunarefna en brennisteinsdíoxíðs, muni verða innan viðmiðunarmarka, telur stofnunin að loftgæði á svæðinu umhverfis Helguvík myndu rýrna talsvert. Það er vegna samanlagðs útblástrar frá fyrirhugaðri starfsemi Thorsil, Norðuráls og United Silicon. „Þar sem um er að ræða mikið magn mengunarefna sem mun berast út í andrúmsloftið nærri íbúðarbyggð muni áhrifin verða talsvert neikvæð. Áhrifin eru þó að mestu staðbundin og afturkræf að því undanskildu að reikna má með uppsöfnun þungmálma næst iðjuverunum. Þó telur stofnunin að loftgæði á svæðinu umhverfis Helguvík myndu rýrna talsvert vegna efna úr útblæstri,“ segir í álitinu. Fjögur skilyrði eru lögð til að Skipulagsstofnun:1. Verði breytingar á mannvirkjum innan lóðar Thorsil þarf fyrirtækið að sýna fram á að þær hafi ekki marktæk áhrif á styrk mengunarefna utan þynningarsvæðis. Ef ástæða er til að ætla að slíkar breytingar kunni að auka mengun utan þynningarsvæðis þarf Thorsil að leggja fram nýja útreikninga á dreifingu mengunarefna og bera hana undir Umhverfisstofnun áður en Reykjanesbær breytir deiliskipulag svæðisins eða veitir leyfir fyrir breytingunum. 2. Losun Thorsil á brennisteinsdíoxíði þarf að vera undir 15 kg SO2 á hvert framleitt tonn af kísli, a.m.k. þar til vöktun leiðir í ljós að mögulega verði hægt að rýmka losunarheimildir. 3. Í vöktunaráætlun þarf að gera ráð fyrir mælistöð vegna loftmengunar í þeirri línu sem mesti styrkur mengunarefna teygir sig að þéttbýlinu í Reykjanesbæ samkvæmt líkanreikningum. 4. Í vöktunaráætlun þarf að koma fram að uppsöfnun á helstu þungmálmum í mosum á svæðinu verði mæld með reglubundnum hætti.Sjónræn áhrif talsvert neikvæð Byggingar á svæðinu verða allt að 45 metra háar og skorsteinar allt að 52 metra háir. Samkvæmt álitinu telst svæðið ekki vera einstakt og ekki vera ósnortið. Þó segir að landmótun umhverfis verksmiðjuna, ásamt endanlegri hönnun og litavali bygginga muni hafa það að markmiði að lágmarka sjónræn áhrif. Skipulagsstofnun telur að sjónaræn áhrif verði talsvert neikvæð frá Reykjanesbæ vegna umfangs bygginga og nálægðar þeirra. Þó kemur á móti að iðnaðarsvæðið við Helguvík liggur lægra í landi en svæðið umhverfis og dragi það úr sýnileika mannvirkja. Þá þykir ljóst að starfsemin mun auka nokkuð heildarlosun Íslands af gróðurhúsalofttegundum. „Skipulagsstofnun telur brýnt að Thorsil hagi starfsemi sinni með þeim hætti að losun gróðurhúsaloftegunda verði sem fyrst neðan viðmiðunarmarka IPCC. Engu að síður verður um umtalsverða losun gróðurhúsalofttegunda að ræða og því telur Skipulagsstofnun að áhrif af völdum losunar gróðurhúsalofttegunda verði talsvert neikvæð.“ Í álitinu segir að nauðsynlegt verði að fylgjast með loftgæðum á svæðinu umhverfis Helguvík og styrk helstu þungmálma í mosum á svæðinu. Álitið í heild sinni má sjá hér á heimasíðu Skipulagsstofnunnar. Loftslagsmál Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Sjá meira
Skipulagsstofnun hefur lokið álitsgerð vegna kísilmálmverksmiðju Thorsil í Helguvík. Stofnunin telur að Thorsil hafi sýnt fram á að styrkur brennisteinsdíoxíðs utan þynningarsvæðis verði neðan viðmiðunarmarka. Hvort sem tekið sé tillit til klukkustundar- sólarhringsgilda eða ársmeðaltals. Gert er ráð fyrir allt að 110 þúsund tonna ársframleiðslu á kísilmálmi. Þrátt fyrir að Thorsil hafi sýnt fram á að styrkur annarra mengunarefna en brennisteinsdíoxíðs, muni verða innan viðmiðunarmarka, telur stofnunin að loftgæði á svæðinu umhverfis Helguvík myndu rýrna talsvert. Það er vegna samanlagðs útblástrar frá fyrirhugaðri starfsemi Thorsil, Norðuráls og United Silicon. „Þar sem um er að ræða mikið magn mengunarefna sem mun berast út í andrúmsloftið nærri íbúðarbyggð muni áhrifin verða talsvert neikvæð. Áhrifin eru þó að mestu staðbundin og afturkræf að því undanskildu að reikna má með uppsöfnun þungmálma næst iðjuverunum. Þó telur stofnunin að loftgæði á svæðinu umhverfis Helguvík myndu rýrna talsvert vegna efna úr útblæstri,“ segir í álitinu. Fjögur skilyrði eru lögð til að Skipulagsstofnun:1. Verði breytingar á mannvirkjum innan lóðar Thorsil þarf fyrirtækið að sýna fram á að þær hafi ekki marktæk áhrif á styrk mengunarefna utan þynningarsvæðis. Ef ástæða er til að ætla að slíkar breytingar kunni að auka mengun utan þynningarsvæðis þarf Thorsil að leggja fram nýja útreikninga á dreifingu mengunarefna og bera hana undir Umhverfisstofnun áður en Reykjanesbær breytir deiliskipulag svæðisins eða veitir leyfir fyrir breytingunum. 2. Losun Thorsil á brennisteinsdíoxíði þarf að vera undir 15 kg SO2 á hvert framleitt tonn af kísli, a.m.k. þar til vöktun leiðir í ljós að mögulega verði hægt að rýmka losunarheimildir. 3. Í vöktunaráætlun þarf að gera ráð fyrir mælistöð vegna loftmengunar í þeirri línu sem mesti styrkur mengunarefna teygir sig að þéttbýlinu í Reykjanesbæ samkvæmt líkanreikningum. 4. Í vöktunaráætlun þarf að koma fram að uppsöfnun á helstu þungmálmum í mosum á svæðinu verði mæld með reglubundnum hætti.Sjónræn áhrif talsvert neikvæð Byggingar á svæðinu verða allt að 45 metra háar og skorsteinar allt að 52 metra háir. Samkvæmt álitinu telst svæðið ekki vera einstakt og ekki vera ósnortið. Þó segir að landmótun umhverfis verksmiðjuna, ásamt endanlegri hönnun og litavali bygginga muni hafa það að markmiði að lágmarka sjónræn áhrif. Skipulagsstofnun telur að sjónaræn áhrif verði talsvert neikvæð frá Reykjanesbæ vegna umfangs bygginga og nálægðar þeirra. Þó kemur á móti að iðnaðarsvæðið við Helguvík liggur lægra í landi en svæðið umhverfis og dragi það úr sýnileika mannvirkja. Þá þykir ljóst að starfsemin mun auka nokkuð heildarlosun Íslands af gróðurhúsalofttegundum. „Skipulagsstofnun telur brýnt að Thorsil hagi starfsemi sinni með þeim hætti að losun gróðurhúsaloftegunda verði sem fyrst neðan viðmiðunarmarka IPCC. Engu að síður verður um umtalsverða losun gróðurhúsalofttegunda að ræða og því telur Skipulagsstofnun að áhrif af völdum losunar gróðurhúsalofttegunda verði talsvert neikvæð.“ Í álitinu segir að nauðsynlegt verði að fylgjast með loftgæðum á svæðinu umhverfis Helguvík og styrk helstu þungmálma í mosum á svæðinu. Álitið í heild sinni má sjá hér á heimasíðu Skipulagsstofnunnar.
Loftslagsmál Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Sjá meira