Vopnuð brjóst Hildur Björnsdóttir skrifar 3. apríl 2015 12:26 Fjórtán ára gömul hóf ég skammvinnan fyrirsætuferil. Ég var þátttakandi í alþjóðlegri tískuviku hérlendis og arkaði um tískupallana í fjölbreyttum múnderingum ólíkra hönnuða. Allt var þetta framandi og spennandi fyrir kornunga stúlku og fremur óframfærna. Baksviðs var mikill hasar og snör handtök réðu ríkjum við fataskipti milli sýninga. Ber og berskjölduð stóð ég baksviðs við fataskipti þegar einn hönnuðanna ákvað að strípa mig enn frekar klæðum. Innan undir gegnsærri blússu skyldi ég klæðast engu. Ég skyldi vera berbrjósta. Ég tók ákvörðuninni þegjandi og hljóðalaust. Fjórtán ára og óframfærin taldi ég mig lítið neitunarvald hafa. Ég beit á jaxlinn, arkaði inn sýningarpallinn og taldi niður sekúndurnar þar til allt yrði yfirstaðið. Þar til allt yrði gleymt. Dagana eftir tískuvikuna fjölluðu innlendir sem erlendir miðlar um viðburðinn. Víða birtust myndir af tískupöllunum og var hönnuðum gert mishátt undir höfði. Það sem helst er þó minnisstætt er hve oft tiltekin stúlka í tilteknum klæðum birtist á síðum ólíkra miðla. Stundum uppstækkuð og í aðalhlutverki. Berbrjósta og fjórtán ára. Óframfærna ég. Ég mun aldrei gleyma skömminni sem fylgdi í kjölfarið. Athugasemdunum og háðinu. Tárunum. Vanmáttarkennd fylgdi vitneskju um alla þá sem höfðu séð mig bera. Fjórtán ára, afhjúpuð og afvopnuð. En tíminn leið og myndirnar gleymdust. Internetið var ekki það svarthol sem við þekkjum í dag og samfélagsmiðlar ekki hluti þessa heims. Úrklippurnar fóru úr dreifingu og nýr fréttamatur rataði á matseðilinn. Brjóstabyltingin #freethenipple fór vart framhjá vökulum augum í vikunni sem leið. Ung kona varð fyrir aðkasti vegna myndbirtingar af eigin brjóstum og kynsystur hennar sýndu samstöðu. Í kjölfarið bættust fleiri í hópinn. Ástæðunum fjölgaði og byltingin styrktist. Fórnarlömb hefndarkláms tóku völdin í sínar hendur, konur afneituðu vanlíðan vegna stærðar og lögunar, mæður ítrekuðu grunnhlutverk brjóstanna og enn aðrar sýndu brjóst sín í ókyngerðu samhengi - og allar skiluðu þær skömminni til föðurhúsanna. Einhverjum þótti byltingin full víðfeðm og þar með merkingarlaus. Mér fannst margvísleikinn undirstrika mikilvægið - alla þá fjölbreyttu, manngerðu og tilgangslausu skömm sem konur bera í brjósti, vegna brjósta af brjóstumkennanlegum ástæðum. Nútíma kvennabarátta á sér anga víða. Svo víða að stundum reynist snúið að ná samfellu og samhengi. Stundum verða árekstrar og stundum þarf að staldra við - því stundum étur byltingin börnin sín. Brjóstabyltingin ögraði viðteknum viðhorfum og hrærði í gömlum venjum. Breytingar taka tíma og fólk þarf rými til umhugsunar. Það er óábyrgt að velta ekki vöngum yfir stúlkum á mótunarárum sem vegna þrýstings beruðu sig á stafrænum miðlum. Það er óábyrgt að útiloka það óréttmæta mótlæti sem fylgt getur í kjölfarið. Berbrjósta samþykka táningsstúlkan á tískupallinum vissi vel að brjóst væru bara brjóst. Það breytti litlu um viðhorf annarra og það breytti litlu um skömmina. Það er ekki allra að leiða byltingu. Brjóstabyltingin var falleg og kraftmikil samstöðuherferð hugrakkra kvenna. Hún snérist ekki um vilja okkar allra til að vera berbrjósta alls staðar alltaf. Hún snérist um sjálfsákvörðunarrétt og samstöðu. Hún snérist um vald til að setja mörk - og skyldu annarra til að virða þau óhikað. Hún snérist um óskilyrtan skilarétt á óréttmætri skömm. Um valdeflingu. Hún snérist um smekklegar myndir af stúlku á mótunarárum - fjórtán ára mér - sem aldrei áttu að vera klámvæddar. Hún snérist um daginn þegar kvenlíkaminn krafðist jafnréttis. Daginn þegar hefndarklám var gengisfellt. Daginn þegar fjölmörg brjóst náðu vopnum sínum aftur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein #FreeTheNipple Hildur Björnsdóttir Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Fjórtán ára gömul hóf ég skammvinnan fyrirsætuferil. Ég var þátttakandi í alþjóðlegri tískuviku hérlendis og arkaði um tískupallana í fjölbreyttum múnderingum ólíkra hönnuða. Allt var þetta framandi og spennandi fyrir kornunga stúlku og fremur óframfærna. Baksviðs var mikill hasar og snör handtök réðu ríkjum við fataskipti milli sýninga. Ber og berskjölduð stóð ég baksviðs við fataskipti þegar einn hönnuðanna ákvað að strípa mig enn frekar klæðum. Innan undir gegnsærri blússu skyldi ég klæðast engu. Ég skyldi vera berbrjósta. Ég tók ákvörðuninni þegjandi og hljóðalaust. Fjórtán ára og óframfærin taldi ég mig lítið neitunarvald hafa. Ég beit á jaxlinn, arkaði inn sýningarpallinn og taldi niður sekúndurnar þar til allt yrði yfirstaðið. Þar til allt yrði gleymt. Dagana eftir tískuvikuna fjölluðu innlendir sem erlendir miðlar um viðburðinn. Víða birtust myndir af tískupöllunum og var hönnuðum gert mishátt undir höfði. Það sem helst er þó minnisstætt er hve oft tiltekin stúlka í tilteknum klæðum birtist á síðum ólíkra miðla. Stundum uppstækkuð og í aðalhlutverki. Berbrjósta og fjórtán ára. Óframfærna ég. Ég mun aldrei gleyma skömminni sem fylgdi í kjölfarið. Athugasemdunum og háðinu. Tárunum. Vanmáttarkennd fylgdi vitneskju um alla þá sem höfðu séð mig bera. Fjórtán ára, afhjúpuð og afvopnuð. En tíminn leið og myndirnar gleymdust. Internetið var ekki það svarthol sem við þekkjum í dag og samfélagsmiðlar ekki hluti þessa heims. Úrklippurnar fóru úr dreifingu og nýr fréttamatur rataði á matseðilinn. Brjóstabyltingin #freethenipple fór vart framhjá vökulum augum í vikunni sem leið. Ung kona varð fyrir aðkasti vegna myndbirtingar af eigin brjóstum og kynsystur hennar sýndu samstöðu. Í kjölfarið bættust fleiri í hópinn. Ástæðunum fjölgaði og byltingin styrktist. Fórnarlömb hefndarkláms tóku völdin í sínar hendur, konur afneituðu vanlíðan vegna stærðar og lögunar, mæður ítrekuðu grunnhlutverk brjóstanna og enn aðrar sýndu brjóst sín í ókyngerðu samhengi - og allar skiluðu þær skömminni til föðurhúsanna. Einhverjum þótti byltingin full víðfeðm og þar með merkingarlaus. Mér fannst margvísleikinn undirstrika mikilvægið - alla þá fjölbreyttu, manngerðu og tilgangslausu skömm sem konur bera í brjósti, vegna brjósta af brjóstumkennanlegum ástæðum. Nútíma kvennabarátta á sér anga víða. Svo víða að stundum reynist snúið að ná samfellu og samhengi. Stundum verða árekstrar og stundum þarf að staldra við - því stundum étur byltingin börnin sín. Brjóstabyltingin ögraði viðteknum viðhorfum og hrærði í gömlum venjum. Breytingar taka tíma og fólk þarf rými til umhugsunar. Það er óábyrgt að velta ekki vöngum yfir stúlkum á mótunarárum sem vegna þrýstings beruðu sig á stafrænum miðlum. Það er óábyrgt að útiloka það óréttmæta mótlæti sem fylgt getur í kjölfarið. Berbrjósta samþykka táningsstúlkan á tískupallinum vissi vel að brjóst væru bara brjóst. Það breytti litlu um viðhorf annarra og það breytti litlu um skömmina. Það er ekki allra að leiða byltingu. Brjóstabyltingin var falleg og kraftmikil samstöðuherferð hugrakkra kvenna. Hún snérist ekki um vilja okkar allra til að vera berbrjósta alls staðar alltaf. Hún snérist um sjálfsákvörðunarrétt og samstöðu. Hún snérist um vald til að setja mörk - og skyldu annarra til að virða þau óhikað. Hún snérist um óskilyrtan skilarétt á óréttmætri skömm. Um valdeflingu. Hún snérist um smekklegar myndir af stúlku á mótunarárum - fjórtán ára mér - sem aldrei áttu að vera klámvæddar. Hún snérist um daginn þegar kvenlíkaminn krafðist jafnréttis. Daginn þegar hefndarklám var gengisfellt. Daginn þegar fjölmörg brjóst náðu vopnum sínum aftur.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun