Vilja hærri bónusa en þingmaður segir það galið Þorbjörn Þórðarson skrifar 10. apríl 2015 07:45 Fjármálafyrirtæki vilja geta greitt fjórfalt hærri bónusa en frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra gerir ráð fyrir. Stjórnarþingmaður segir þetta fullkomlega galið, bankamenn hafi engan lærdóm dregið af hruninu. Í nýju frumvarpi Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, um breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki er ákvæði sem gerir ráð fyrir að hámark bónusa ofan á laun starfsmanna fjármálafyrirtækja geti hæst farið í 25 prósent af heildarlaunum. Ákvæðið tekur til framkvæmdastjóra og lykilstarfsmanna. Bankamenn virðast illa sætta sig við að bónusgreiðslur til þeirra geti ekki farið yfir 25 prósent af heildarlaunum ef marka má umsögn Samtaka fjármálafyrirtækja (SFF) um frumvarpið en samtökin eru þrýstihópur bankamanna hér á landi. Í umsögninni fara fjármálafyrirtækin fram á að kaupaukar geti verið allt að 100% af föstum árslaunum. Þá eigi jafnframt að vera til staðar heimild fyrir hluthafafund að hækka hlutfallið í 200% af árslaunum.„Lærðum við ekkert af hruninu?“ „Mér finnst þetta gjörsamlega galið hjá þeim að leggja þetta til. Lærðum við ekkert af hruninu haustið 2008? Hvað sagði þetta hrun okkur? Þetta sagði okkur það að hér voru menn að taka bónusa upp á tugi milljóna, jafnvel á mánuði einstakir aðilar í bankakerfinu, og þetta var eitt af því sem leiddi til þess að bankakerfið hrundi. Ekki eitt og sér en þetta var áhrifavaldur,“ segir Karl Garðarsson þingmaður Framsóknarflokksins um umsögn SFF. Þá segir í umsögn SFF: „Þá vilja SFF einnig benda á að íslensk fjármálafyrirtæki eru í mikilli og vaxandi samkeppni við erlend fjármálafyrirtæki þar sem heimildir til breytilegra starfskjara eru og verða rýmri en hér á landi verði frumvarpið óbreytt að lögum.“ Ekki má skilja þessa setningu á annan veg en að íslensku bankarnir séu í samkeppni við erlend fjármálafyrirtæki um mannauð og að mikil eftirspurn sé eftir íslenskum bankamönnum erlendis. Þetta er hins vegar ekkert rökstutt nánar og engin gögn finnast sem styðja að mikil eftirspurn sé eftir íslenskum bankamönnum erlendis. „Það er alveg ljóst að bankamenn hafa lítið sem ekkert lært af því sem gerðist hér árið 2008. Og við sem erum að reyna að stjórna þessu landi, stjórnmálamenn, við þurfum að læra líka af þessu. Við eigum ekki að hleypa svona vitleysu í gegn,“ segir Karl Garðarsson. Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Fjármálafyrirtæki vilja geta greitt fjórfalt hærri bónusa en frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra gerir ráð fyrir. Stjórnarþingmaður segir þetta fullkomlega galið, bankamenn hafi engan lærdóm dregið af hruninu. Í nýju frumvarpi Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, um breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki er ákvæði sem gerir ráð fyrir að hámark bónusa ofan á laun starfsmanna fjármálafyrirtækja geti hæst farið í 25 prósent af heildarlaunum. Ákvæðið tekur til framkvæmdastjóra og lykilstarfsmanna. Bankamenn virðast illa sætta sig við að bónusgreiðslur til þeirra geti ekki farið yfir 25 prósent af heildarlaunum ef marka má umsögn Samtaka fjármálafyrirtækja (SFF) um frumvarpið en samtökin eru þrýstihópur bankamanna hér á landi. Í umsögninni fara fjármálafyrirtækin fram á að kaupaukar geti verið allt að 100% af föstum árslaunum. Þá eigi jafnframt að vera til staðar heimild fyrir hluthafafund að hækka hlutfallið í 200% af árslaunum.„Lærðum við ekkert af hruninu?“ „Mér finnst þetta gjörsamlega galið hjá þeim að leggja þetta til. Lærðum við ekkert af hruninu haustið 2008? Hvað sagði þetta hrun okkur? Þetta sagði okkur það að hér voru menn að taka bónusa upp á tugi milljóna, jafnvel á mánuði einstakir aðilar í bankakerfinu, og þetta var eitt af því sem leiddi til þess að bankakerfið hrundi. Ekki eitt og sér en þetta var áhrifavaldur,“ segir Karl Garðarsson þingmaður Framsóknarflokksins um umsögn SFF. Þá segir í umsögn SFF: „Þá vilja SFF einnig benda á að íslensk fjármálafyrirtæki eru í mikilli og vaxandi samkeppni við erlend fjármálafyrirtæki þar sem heimildir til breytilegra starfskjara eru og verða rýmri en hér á landi verði frumvarpið óbreytt að lögum.“ Ekki má skilja þessa setningu á annan veg en að íslensku bankarnir séu í samkeppni við erlend fjármálafyrirtæki um mannauð og að mikil eftirspurn sé eftir íslenskum bankamönnum erlendis. Þetta er hins vegar ekkert rökstutt nánar og engin gögn finnast sem styðja að mikil eftirspurn sé eftir íslenskum bankamönnum erlendis. „Það er alveg ljóst að bankamenn hafa lítið sem ekkert lært af því sem gerðist hér árið 2008. Og við sem erum að reyna að stjórna þessu landi, stjórnmálamenn, við þurfum að læra líka af þessu. Við eigum ekki að hleypa svona vitleysu í gegn,“ segir Karl Garðarsson.
Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent