Íslenski boltinn

Þróttur skellti Þór | Brynjar afgreiddi Grindavík

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gregg Ryder þjálfari Þróttar.
Gregg Ryder þjálfari Þróttar. Mynd/daníel
Fyrsta umferðin í fyrstu deild karla í knattspyrnu hélt áfram í dag, en fyrsti leikur Íslandsmótsins í þeirri deild fór fram í gær.

Þróttur skellti Þór sem lék í Pepsi-deildinni á síðustu leiktíð, en Viktor Jónsson gerði tvö fyrir Þrótt.

Þorsteinn Daníel Þorsteinsson og Elton Barros gerðu mörk Selfoss gegn BÍ/Bolungarvík.

Brynjar Jónasson skoraði tvö fyrir Fjarðabyggð sem vann 3-1 sigur á Grindavík, en leikurinn var ansi fjörugur.

Víkingi Ólafsvík er spáð góðu gengi í sumar og þeir byrjuðu mótið á 1-0 sigri gegn Haukum á heimavelli. Alfreð Már Hjaltalín skoraði sigurmarkið í fyrri hálfleik.

Öll úrslitin og markaskorara má sjá hér að neðan, en þau eru fengin af urslit.net.

Þróttur - Þór 4-1

1-0 Karl Brynjar Björnsson (7.), 1-1 Ármann Pétur Ævarsson (8.), 2-1 Viktor Jónsson (15.), 3-1 Viktor Jónsson (61.), 4-1 Dion Jeremy Acoff (73.).

Selfoss - BÍ/Bolungarvík 2-0

1-0 Þorsteinn Daníel Þorsteinsson (51.), 2-0 Elton Barros (64.).

Grindavík - Fjarðabyggð 1-3

0-1 Brynjar Jónasson (4.), 0-2 Viðar Þór Sigurðsson (15.), 1-2 Óli Baldur Bjarnason (36.), 1-3 Brynjar Jónasson (45.).

Víkingur Ólafsvík - Haukar 1-0

1-0 Alfreð Már Hjaltalín (32.).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×