Var Ási að fá sér? Flugfarþegi segir þingmann hafa ælt á sig eftir ofdrykkju Bjarki Ármannsson skrifar 19. maí 2015 20:45 Tvennum sögum fer af því hvort Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, hafi verið undir áhrifum áfengis í flugi Wow Air nú á dögunum. Vísir Tvennum sögum fer af því hvort Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, hafi verið undir áhrifum áfengis eður ei þegar hann kastaði upp í flugi Wow Air til Washington nú á dögunum. Sjálfur sagði þingmaðurinn fyrr í dag að hann hafi verið með magakveisu en bæði DV, sem fyrst greindi frá málinu, og Nútíminn segjast hafa það frá öðrum að hann hafi verið áberandi ölvaður í fluginu. Tinna Margrét Jóhannsdóttir segist í samtali við Vísi hafa verið meðal þeirra farþega sem Ásmundur kastaði upp á í fluginu. Hann hafi ælt yfir margar sætaraðir og fullt af fólki. Hún segir það ekki hafa farið á milli mála að þingmaðurinn hafi verið ofurölvi.„Kjaftæði“ að magakveisu hafi verið um að kenna „Hann bara stóð ekki í lappirnar, hann þurfti að styðja sig við staur þarna hjá vegabréfaeftirlitinu,“ segir Tinna. „Ég sá líka að flugfreyjurnar voru alltaf þarna. Hann var pissfullur bara, þetta var engin magakveisa. Það er bara kjaftæði.“ Tinna segist hafa spurt flugfreyjurnar út í málið eftir að Ásmundur ældi á hana og að þær hafi sagt henni að hann hafi verið búinn að drekka áfengi alla leiðina. Langt var liðið á flugið til Washington þegar Ásmundur kastaði upp en Tinna segir að hún og vinkona hennar hafi báðar fengið ælu á sæti sín. Bandaríkjamaður rétt hjá hafi þó fengið mest á sig og þurft að skipta um föt. „Hann yrti ekki á fólk,“ segir Tinna um viðbrögð Ásmundar Einars. „Hann baðst ekki afsökunar eða neitt, hann lét bara eins og ekkert hefði í skorist.“Á leið til læknis vegna kveisunnar Ekki náðist í Ásmund Einar við vinnslu fréttarinnar. Í samtali við DV fyrr í dag þvertók hann hinsvegar fyrir að hann hafi verið ofurölvi í fluginu og kenndi veikindum um. Heimildir Nútímans herma svo að í fluginu hafi Ásmundur gefið þær skýringar að hann hafi drukkið ofan í svefnlyf. „Ég fékk einhverja magakveisu þennan dag og hélt engu niðri,” segir Ásmundur við DV. “Ég ældi út um allt. Ekki bara á leiðinni út heldur í Washington og í flugvélinni á leiðinni heim. Ég er á leiðinni til læknis núna seinna í vikunni.“ Að sögn Svanhvítar Friðriksdóttur, upplýsingafulltrúa Wow, hafa engar kvartanir borist til félagsins frá farþegum. Málið hefur vakið talsverða athygli í fjölmiðlum í dag og netverjar slegið á létta strengi á Twitter með kassamerkinu #ásiaðfásér.#ásiaðfásér Tweets Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Tvennum sögum fer af því hvort Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, hafi verið undir áhrifum áfengis eður ei þegar hann kastaði upp í flugi Wow Air til Washington nú á dögunum. Sjálfur sagði þingmaðurinn fyrr í dag að hann hafi verið með magakveisu en bæði DV, sem fyrst greindi frá málinu, og Nútíminn segjast hafa það frá öðrum að hann hafi verið áberandi ölvaður í fluginu. Tinna Margrét Jóhannsdóttir segist í samtali við Vísi hafa verið meðal þeirra farþega sem Ásmundur kastaði upp á í fluginu. Hann hafi ælt yfir margar sætaraðir og fullt af fólki. Hún segir það ekki hafa farið á milli mála að þingmaðurinn hafi verið ofurölvi.„Kjaftæði“ að magakveisu hafi verið um að kenna „Hann bara stóð ekki í lappirnar, hann þurfti að styðja sig við staur þarna hjá vegabréfaeftirlitinu,“ segir Tinna. „Ég sá líka að flugfreyjurnar voru alltaf þarna. Hann var pissfullur bara, þetta var engin magakveisa. Það er bara kjaftæði.“ Tinna segist hafa spurt flugfreyjurnar út í málið eftir að Ásmundur ældi á hana og að þær hafi sagt henni að hann hafi verið búinn að drekka áfengi alla leiðina. Langt var liðið á flugið til Washington þegar Ásmundur kastaði upp en Tinna segir að hún og vinkona hennar hafi báðar fengið ælu á sæti sín. Bandaríkjamaður rétt hjá hafi þó fengið mest á sig og þurft að skipta um föt. „Hann yrti ekki á fólk,“ segir Tinna um viðbrögð Ásmundar Einars. „Hann baðst ekki afsökunar eða neitt, hann lét bara eins og ekkert hefði í skorist.“Á leið til læknis vegna kveisunnar Ekki náðist í Ásmund Einar við vinnslu fréttarinnar. Í samtali við DV fyrr í dag þvertók hann hinsvegar fyrir að hann hafi verið ofurölvi í fluginu og kenndi veikindum um. Heimildir Nútímans herma svo að í fluginu hafi Ásmundur gefið þær skýringar að hann hafi drukkið ofan í svefnlyf. „Ég fékk einhverja magakveisu þennan dag og hélt engu niðri,” segir Ásmundur við DV. “Ég ældi út um allt. Ekki bara á leiðinni út heldur í Washington og í flugvélinni á leiðinni heim. Ég er á leiðinni til læknis núna seinna í vikunni.“ Að sögn Svanhvítar Friðriksdóttur, upplýsingafulltrúa Wow, hafa engar kvartanir borist til félagsins frá farþegum. Málið hefur vakið talsverða athygli í fjölmiðlum í dag og netverjar slegið á létta strengi á Twitter með kassamerkinu #ásiaðfásér.#ásiaðfásér Tweets
Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira