KS ekki viðurstyggileg glæpasamtök Jakob Bjarnar skrifar 18. maí 2015 10:14 Elliði Vignisson telur algerlega fráleitt af Pírötum að líkja Þórólfi Gíslasyni hjá KS við einskonar Don Corleone. Elliða Vignissyni, bæjarstjóra í Eyjum, er heitt í hamsi vegna líkingarmáls sem Píratarnir Birgitta Jónsdóttir og Helgi Hrafn Jónsson hafa gripið til; að Skagafjörður sé Sikiley Norðursins og að Kaupfélag Skagfirðinga megi heita mafía. Hann telur þetta líkingamál grafalvarlegt og grípur til varna fyrir Skagfirðinga alla í nýjum pistli. „Það er alvarlegt þegar formaður stjórnmálaflokks lýsir því yfir að eitt byggðarlag umfram önnur einkennist af spillingu og yfirgangi. Það gerði Birgitta Jónsdóttir kapteinn Pírata þegar hún sagði að Skagafjörður væri „Sikiley Íslands“ og vísaði þar til þess að þar þrifist mafíustarf. Vörnin hjá henni - þegar bent var á alvarleikann - var sú að hún væri í raun ekki að tala um íbúana. Helgi Hrafn þingmaður Pírata sagði í því samhengi „[það] ætti að vera augljóst, að hún er að tala um ... ... Kaupfélag Skagfirðinga“.Sér er nú hver siðbótin Þar með ganga Píratar skrefinu lengra. Það er nefnilega einnig alvarlegt þegar stjórnmálaflokkur líkir fyrirtæki á Íslandi við mafíustarf. Segir að Kaupfélag Skagfirðinga sé líkast því sem gerist hjá glæpasamtökum sem meðal annars stunda morð, limlestingar og mannsal.“ Elliði telur þetta ekki boðlegt; sikileyska mafían eru eru viðurstyggileg glæpasamtök en Kaupfélag Skagfirðinga er íslenskt fyrirtæki með höfuðstöðvar á Ártorgi í Skagafirði. Elliði rekur svo það sem gerir að þessu sé ekki saman að líkja: „Kaupfélag Skagfirðinga er samvinnufélag í dreifðri eign og blönduðum rekstri. Sikileyska mafían stundar morð, mansal, vændi, nauðganir og marga þá hryllilegustu glæpi sem hægt er að hugsa sér.“ Þessi ummæli Birgittu hafa verið mjög til umræðu á samfélagsmiðlum, allt frá því að Birgitta lét þau orð falla á Facebooksíðu sinni 14. maí og víst er að margir vilja taka upp þykkjuna fyrir Skagfirðinga og móðgast fyrir þeirra hönd. Þannig eru til að mynda býsna heitar umræður um málið í hópi sem kallar sig „Umræður um byggðaþróun“.Skagafjörður er Sikiley Íslands.Posted by Birgitta Jónsdóttir on 14. maí 2015 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Elliða Vignissyni, bæjarstjóra í Eyjum, er heitt í hamsi vegna líkingarmáls sem Píratarnir Birgitta Jónsdóttir og Helgi Hrafn Jónsson hafa gripið til; að Skagafjörður sé Sikiley Norðursins og að Kaupfélag Skagfirðinga megi heita mafía. Hann telur þetta líkingamál grafalvarlegt og grípur til varna fyrir Skagfirðinga alla í nýjum pistli. „Það er alvarlegt þegar formaður stjórnmálaflokks lýsir því yfir að eitt byggðarlag umfram önnur einkennist af spillingu og yfirgangi. Það gerði Birgitta Jónsdóttir kapteinn Pírata þegar hún sagði að Skagafjörður væri „Sikiley Íslands“ og vísaði þar til þess að þar þrifist mafíustarf. Vörnin hjá henni - þegar bent var á alvarleikann - var sú að hún væri í raun ekki að tala um íbúana. Helgi Hrafn þingmaður Pírata sagði í því samhengi „[það] ætti að vera augljóst, að hún er að tala um ... ... Kaupfélag Skagfirðinga“.Sér er nú hver siðbótin Þar með ganga Píratar skrefinu lengra. Það er nefnilega einnig alvarlegt þegar stjórnmálaflokkur líkir fyrirtæki á Íslandi við mafíustarf. Segir að Kaupfélag Skagfirðinga sé líkast því sem gerist hjá glæpasamtökum sem meðal annars stunda morð, limlestingar og mannsal.“ Elliði telur þetta ekki boðlegt; sikileyska mafían eru eru viðurstyggileg glæpasamtök en Kaupfélag Skagfirðinga er íslenskt fyrirtæki með höfuðstöðvar á Ártorgi í Skagafirði. Elliði rekur svo það sem gerir að þessu sé ekki saman að líkja: „Kaupfélag Skagfirðinga er samvinnufélag í dreifðri eign og blönduðum rekstri. Sikileyska mafían stundar morð, mansal, vændi, nauðganir og marga þá hryllilegustu glæpi sem hægt er að hugsa sér.“ Þessi ummæli Birgittu hafa verið mjög til umræðu á samfélagsmiðlum, allt frá því að Birgitta lét þau orð falla á Facebooksíðu sinni 14. maí og víst er að margir vilja taka upp þykkjuna fyrir Skagfirðinga og móðgast fyrir þeirra hönd. Þannig eru til að mynda býsna heitar umræður um málið í hópi sem kallar sig „Umræður um byggðaþróun“.Skagafjörður er Sikiley Íslands.Posted by Birgitta Jónsdóttir on 14. maí 2015
Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira