„Ósvífið og óheiðarlegt að halda því fram að arður okkar af auðlindum hafi minnkað“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. maí 2015 15:40 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra. vísir/valli Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, gerði mótmæli sem boðað hefur verið til á Austurvelli í dag að umtalsefni í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Beindi hann orðum sínum að forsætisráðherra, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Ræddu þeir stöðuna á vinnumarkaði og yfirvofandi verkfall hjúkrunarfræðinga sem hefst á miðnætti. Voru Árni Páll og Sigmundur Davíð sammála um að nýir kjarasamningar mættu ekki hleypa óðaverðbólgu af stað. „Það er ekki þannig að hjúkrunarfræðingar einir beri ábyrgð á því að koma í veg fyrir verðbólgu, eða þeir einir sem nú eru með opna samninga. Það er auðvitað þannig að ýmsar ákvarðanir ríkisstjórnarinnar sem hafa valdið því að við erum ekki að fá hámarksarð af auðlindum okkar, við erum ekki að haga skattheimtunni með eins sanngjörnum hætti og við gætum verið að gera,“ sagði Árni Páll.Fólk mótmælir spillingu, makrílfrumvarpinu og launaójöfnuði Árni Páll sagði þessar ákvarðanir valda óróa og reiði í samfélaginu og sagði fólk til að mynda ætla að mótmæla spillingu, makrílfrumvarpinu og launaójöfnuði á Austurvelli. Árni Páll sagði þetta staðreyndir sem forsætisráðherra yrði að taka alvarlega. „Ef háttvirtur þingmaður hefur áhuga á staðreyndum þá skal ég nefna hér tvær: tekjujöfnuður á Íslandi er einhver sá mesti í heimi og hefur aukist í tíð þessarar ríkisstjórnar. [...] Ef háttvirtur þingmaður hefur áhuga á öðrum staðreyndum þá má benda háttvirtum þingmanni á að það er ekki aðeins rangt, heldur beinlínis ósvífið og óheiðarlegt, að halda því fram að arður okkar af auðlindum hafi minnkað. Arður samfélagsins af sjávarútvegi [...] hefur aldrei verið meiri en nú.“ Þá ítrekaði forsætisráðherra þá staðreynd að í kjaradeilunum yrðu menn að sjá í hvað stefndi á almenna vinnumarkaðnum áður en samið yrði við opinbera starfsmenn um miklu meiri hækkanir en lagt hefur verið upp með. Umræður formanns Samfylkingarinnar og forsætisráðherra má sjá í spilaranum hér að neðan. Alþingi Tengdar fréttir BHM efast um samningsvilja ríkisins í kjölfar ummæla forsætisráðherra Sagði í kvöldfréttum að samningar við BHM yrðu ekki undirritaðir fyrr en sátt væri í augsýn á almenna vinnumarkaðnum. 24. maí 2015 22:24 Verkalýðsforkólfar í meiri stjórnarandstöðu en þingmenn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sakar suma forystumenn verkalýðshreyfingarinnar um að hafa gengið of langt í að nýta sér stöðu sína í pólitískum tilgangi í baráttunni við stjórnvöld. 24. maí 2015 20:45 Segir rof á milli veruleika og skynjunar forsætisráðherra sem hendi sprengjum í allar áttir Forsætisráðherra fékk kaldar kveðjur frá stjórnarandstöðunni við upphaf þingfundar í dag. 26. maí 2015 14:39 Lagasetning á kjaradeilur gæti reynst óhjákvæmileg „Ef lífi fólks er beinlínis stefnt í hættu, þá auðvitað breytir það stöðunni töluvert,“ segir forsætisráðherra. 24. maí 2015 18:47 Telur marga leiðtoga launþega nýta stöðu sína í pólitískum tilgangi Forsætisráðherra útilokar ekki skattahækkanir ef samið verður um launahækkanir sem ógna stöðugleika. 24. maí 2015 14:15 Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, gerði mótmæli sem boðað hefur verið til á Austurvelli í dag að umtalsefni í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Beindi hann orðum sínum að forsætisráðherra, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Ræddu þeir stöðuna á vinnumarkaði og yfirvofandi verkfall hjúkrunarfræðinga sem hefst á miðnætti. Voru Árni Páll og Sigmundur Davíð sammála um að nýir kjarasamningar mættu ekki hleypa óðaverðbólgu af stað. „Það er ekki þannig að hjúkrunarfræðingar einir beri ábyrgð á því að koma í veg fyrir verðbólgu, eða þeir einir sem nú eru með opna samninga. Það er auðvitað þannig að ýmsar ákvarðanir ríkisstjórnarinnar sem hafa valdið því að við erum ekki að fá hámarksarð af auðlindum okkar, við erum ekki að haga skattheimtunni með eins sanngjörnum hætti og við gætum verið að gera,“ sagði Árni Páll.Fólk mótmælir spillingu, makrílfrumvarpinu og launaójöfnuði Árni Páll sagði þessar ákvarðanir valda óróa og reiði í samfélaginu og sagði fólk til að mynda ætla að mótmæla spillingu, makrílfrumvarpinu og launaójöfnuði á Austurvelli. Árni Páll sagði þetta staðreyndir sem forsætisráðherra yrði að taka alvarlega. „Ef háttvirtur þingmaður hefur áhuga á staðreyndum þá skal ég nefna hér tvær: tekjujöfnuður á Íslandi er einhver sá mesti í heimi og hefur aukist í tíð þessarar ríkisstjórnar. [...] Ef háttvirtur þingmaður hefur áhuga á öðrum staðreyndum þá má benda háttvirtum þingmanni á að það er ekki aðeins rangt, heldur beinlínis ósvífið og óheiðarlegt, að halda því fram að arður okkar af auðlindum hafi minnkað. Arður samfélagsins af sjávarútvegi [...] hefur aldrei verið meiri en nú.“ Þá ítrekaði forsætisráðherra þá staðreynd að í kjaradeilunum yrðu menn að sjá í hvað stefndi á almenna vinnumarkaðnum áður en samið yrði við opinbera starfsmenn um miklu meiri hækkanir en lagt hefur verið upp með. Umræður formanns Samfylkingarinnar og forsætisráðherra má sjá í spilaranum hér að neðan.
Alþingi Tengdar fréttir BHM efast um samningsvilja ríkisins í kjölfar ummæla forsætisráðherra Sagði í kvöldfréttum að samningar við BHM yrðu ekki undirritaðir fyrr en sátt væri í augsýn á almenna vinnumarkaðnum. 24. maí 2015 22:24 Verkalýðsforkólfar í meiri stjórnarandstöðu en þingmenn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sakar suma forystumenn verkalýðshreyfingarinnar um að hafa gengið of langt í að nýta sér stöðu sína í pólitískum tilgangi í baráttunni við stjórnvöld. 24. maí 2015 20:45 Segir rof á milli veruleika og skynjunar forsætisráðherra sem hendi sprengjum í allar áttir Forsætisráðherra fékk kaldar kveðjur frá stjórnarandstöðunni við upphaf þingfundar í dag. 26. maí 2015 14:39 Lagasetning á kjaradeilur gæti reynst óhjákvæmileg „Ef lífi fólks er beinlínis stefnt í hættu, þá auðvitað breytir það stöðunni töluvert,“ segir forsætisráðherra. 24. maí 2015 18:47 Telur marga leiðtoga launþega nýta stöðu sína í pólitískum tilgangi Forsætisráðherra útilokar ekki skattahækkanir ef samið verður um launahækkanir sem ógna stöðugleika. 24. maí 2015 14:15 Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
BHM efast um samningsvilja ríkisins í kjölfar ummæla forsætisráðherra Sagði í kvöldfréttum að samningar við BHM yrðu ekki undirritaðir fyrr en sátt væri í augsýn á almenna vinnumarkaðnum. 24. maí 2015 22:24
Verkalýðsforkólfar í meiri stjórnarandstöðu en þingmenn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sakar suma forystumenn verkalýðshreyfingarinnar um að hafa gengið of langt í að nýta sér stöðu sína í pólitískum tilgangi í baráttunni við stjórnvöld. 24. maí 2015 20:45
Segir rof á milli veruleika og skynjunar forsætisráðherra sem hendi sprengjum í allar áttir Forsætisráðherra fékk kaldar kveðjur frá stjórnarandstöðunni við upphaf þingfundar í dag. 26. maí 2015 14:39
Lagasetning á kjaradeilur gæti reynst óhjákvæmileg „Ef lífi fólks er beinlínis stefnt í hættu, þá auðvitað breytir það stöðunni töluvert,“ segir forsætisráðherra. 24. maí 2015 18:47
Telur marga leiðtoga launþega nýta stöðu sína í pólitískum tilgangi Forsætisráðherra útilokar ekki skattahækkanir ef samið verður um launahækkanir sem ógna stöðugleika. 24. maí 2015 14:15
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent