Borgaði 46 milljónir til að veiða nashyrning í útrýmingarhættu Samúel Karl Ólason skrifar 20. maí 2015 13:03 Svartur nashyrningur. Vísir/AFP Í byrjun síðasta árs bauð Corey Knowlton 350 þúsund dali eða um 46,5 milljónir króna í leyfi til að veiða svartan nashyrning í Namibíu. Síðan þá hefur Knowlton orðið fyrir miklu aðkasti og hótunum og hefur honum jafnvel verið hótað dauða. Hann skaut dýrið í gær um einu og hálfu ári eftir að hann fékk leyfið. Veiðileyfið var gefið út af umhverfis- og ferðamálaráðuneyti Namibíu sem gefur út þrjú slík á hverju ári. Þá var það boðið upp af Dallas Safari Club, en Knowlton er frá Texas. Hann leyfði fréttamanni CNN og tökuliði að koma með sér í veiðiferðina. Knowlton segir að ástæða þess að hann hafi tekið CNN með sér sé að hann vilji að heimurinn sjái að hann sé ekki einhver blóðþyrstur Bandaríkjamaður. Heldur sé hann að taka þátt í viðleitni yfirvalda í Namibíu til að bjarga dýrunum frá útrýmingu. Samkvæmt CNN hefur ráðuneytið borið kennsl á 18 svarta nashyrninga sem uppfylla þau viðmið sem þarf til að leyfilegt sé að veiða þá. Þeir verða að hafa náð ákveðnum aldri og vera hættir að fjölga sér. Þar að auki verða þeir að teljast ógn við aðra yngri nashyrninga. Nashyrningurinn sem Knowlton skaut í gær hafði til dæmis drepið annan nashyrning í fyrra. Milljónunum 46 verður varið til varna gegn veiðiþjófum, en þeir eru helsta ógn svartra nashyrninga. Knowlton segir að það að fella eldri nashyrning sem ógni og jafnvel drepi aðra nashyrninga sé hluti af því ferli að verja nashyrningana. Knowlton segir að hann sé sjálfur að gera mun meira til að hjálpa nashyrningunum en þeir fjölmörgu sem gagnrýna hann svo heiftarlega. Hér að neðan má sjá hluta af sjónvarpsfrétt CNN en lýsingu á veiðiferðinni má lesa á heimasíðu þeirra. Namibía Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Í byrjun síðasta árs bauð Corey Knowlton 350 þúsund dali eða um 46,5 milljónir króna í leyfi til að veiða svartan nashyrning í Namibíu. Síðan þá hefur Knowlton orðið fyrir miklu aðkasti og hótunum og hefur honum jafnvel verið hótað dauða. Hann skaut dýrið í gær um einu og hálfu ári eftir að hann fékk leyfið. Veiðileyfið var gefið út af umhverfis- og ferðamálaráðuneyti Namibíu sem gefur út þrjú slík á hverju ári. Þá var það boðið upp af Dallas Safari Club, en Knowlton er frá Texas. Hann leyfði fréttamanni CNN og tökuliði að koma með sér í veiðiferðina. Knowlton segir að ástæða þess að hann hafi tekið CNN með sér sé að hann vilji að heimurinn sjái að hann sé ekki einhver blóðþyrstur Bandaríkjamaður. Heldur sé hann að taka þátt í viðleitni yfirvalda í Namibíu til að bjarga dýrunum frá útrýmingu. Samkvæmt CNN hefur ráðuneytið borið kennsl á 18 svarta nashyrninga sem uppfylla þau viðmið sem þarf til að leyfilegt sé að veiða þá. Þeir verða að hafa náð ákveðnum aldri og vera hættir að fjölga sér. Þar að auki verða þeir að teljast ógn við aðra yngri nashyrninga. Nashyrningurinn sem Knowlton skaut í gær hafði til dæmis drepið annan nashyrning í fyrra. Milljónunum 46 verður varið til varna gegn veiðiþjófum, en þeir eru helsta ógn svartra nashyrninga. Knowlton segir að það að fella eldri nashyrning sem ógni og jafnvel drepi aðra nashyrninga sé hluti af því ferli að verja nashyrningana. Knowlton segir að hann sé sjálfur að gera mun meira til að hjálpa nashyrningunum en þeir fjölmörgu sem gagnrýna hann svo heiftarlega. Hér að neðan má sjá hluta af sjónvarpsfrétt CNN en lýsingu á veiðiferðinni má lesa á heimasíðu þeirra.
Namibía Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira