Borgaði 46 milljónir til að veiða nashyrning í útrýmingarhættu Samúel Karl Ólason skrifar 20. maí 2015 13:03 Svartur nashyrningur. Vísir/AFP Í byrjun síðasta árs bauð Corey Knowlton 350 þúsund dali eða um 46,5 milljónir króna í leyfi til að veiða svartan nashyrning í Namibíu. Síðan þá hefur Knowlton orðið fyrir miklu aðkasti og hótunum og hefur honum jafnvel verið hótað dauða. Hann skaut dýrið í gær um einu og hálfu ári eftir að hann fékk leyfið. Veiðileyfið var gefið út af umhverfis- og ferðamálaráðuneyti Namibíu sem gefur út þrjú slík á hverju ári. Þá var það boðið upp af Dallas Safari Club, en Knowlton er frá Texas. Hann leyfði fréttamanni CNN og tökuliði að koma með sér í veiðiferðina. Knowlton segir að ástæða þess að hann hafi tekið CNN með sér sé að hann vilji að heimurinn sjái að hann sé ekki einhver blóðþyrstur Bandaríkjamaður. Heldur sé hann að taka þátt í viðleitni yfirvalda í Namibíu til að bjarga dýrunum frá útrýmingu. Samkvæmt CNN hefur ráðuneytið borið kennsl á 18 svarta nashyrninga sem uppfylla þau viðmið sem þarf til að leyfilegt sé að veiða þá. Þeir verða að hafa náð ákveðnum aldri og vera hættir að fjölga sér. Þar að auki verða þeir að teljast ógn við aðra yngri nashyrninga. Nashyrningurinn sem Knowlton skaut í gær hafði til dæmis drepið annan nashyrning í fyrra. Milljónunum 46 verður varið til varna gegn veiðiþjófum, en þeir eru helsta ógn svartra nashyrninga. Knowlton segir að það að fella eldri nashyrning sem ógni og jafnvel drepi aðra nashyrninga sé hluti af því ferli að verja nashyrningana. Knowlton segir að hann sé sjálfur að gera mun meira til að hjálpa nashyrningunum en þeir fjölmörgu sem gagnrýna hann svo heiftarlega. Hér að neðan má sjá hluta af sjónvarpsfrétt CNN en lýsingu á veiðiferðinni má lesa á heimasíðu þeirra. Namibía Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Sjá meira
Í byrjun síðasta árs bauð Corey Knowlton 350 þúsund dali eða um 46,5 milljónir króna í leyfi til að veiða svartan nashyrning í Namibíu. Síðan þá hefur Knowlton orðið fyrir miklu aðkasti og hótunum og hefur honum jafnvel verið hótað dauða. Hann skaut dýrið í gær um einu og hálfu ári eftir að hann fékk leyfið. Veiðileyfið var gefið út af umhverfis- og ferðamálaráðuneyti Namibíu sem gefur út þrjú slík á hverju ári. Þá var það boðið upp af Dallas Safari Club, en Knowlton er frá Texas. Hann leyfði fréttamanni CNN og tökuliði að koma með sér í veiðiferðina. Knowlton segir að ástæða þess að hann hafi tekið CNN með sér sé að hann vilji að heimurinn sjái að hann sé ekki einhver blóðþyrstur Bandaríkjamaður. Heldur sé hann að taka þátt í viðleitni yfirvalda í Namibíu til að bjarga dýrunum frá útrýmingu. Samkvæmt CNN hefur ráðuneytið borið kennsl á 18 svarta nashyrninga sem uppfylla þau viðmið sem þarf til að leyfilegt sé að veiða þá. Þeir verða að hafa náð ákveðnum aldri og vera hættir að fjölga sér. Þar að auki verða þeir að teljast ógn við aðra yngri nashyrninga. Nashyrningurinn sem Knowlton skaut í gær hafði til dæmis drepið annan nashyrning í fyrra. Milljónunum 46 verður varið til varna gegn veiðiþjófum, en þeir eru helsta ógn svartra nashyrninga. Knowlton segir að það að fella eldri nashyrning sem ógni og jafnvel drepi aðra nashyrninga sé hluti af því ferli að verja nashyrningana. Knowlton segir að hann sé sjálfur að gera mun meira til að hjálpa nashyrningunum en þeir fjölmörgu sem gagnrýna hann svo heiftarlega. Hér að neðan má sjá hluta af sjónvarpsfrétt CNN en lýsingu á veiðiferðinni má lesa á heimasíðu þeirra.
Namibía Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Sjá meira