Hætta á að leikur Íslands og Tékklands verði ekki í beinni Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. júní 2015 14:08 Þarf þjóðin að bíða í klukkustund eftir leik til að sjá strákana okkar á föstudagskvöldið? vísir/daníel Svo gæti farið að þeir 9.700 sem eru svo heppnir að vera með miða á leik Íslands og Tékklands í undankeppni EM 2016 á föstudagskvöldið verði þeir einu sem sjá leikinn beint. Hætta er á að leikurinn verði ekki sýndur í beinni útsendingu í sjónvarpinu þar sem tæknimenn RÚV, sem eru flestir hverjir meðlimir Rafiðnarsambandsins, eru á leið í verkfall. Verkfall RSÍ á að hefjast á miðnætti aðfaranótt miðvikudags og standa í sex daga.Strákarnir eiga mikilvægan leik fyrir höndum gegn Tékkum.vísir/gettyÞrír fjórðu vilja fara í verkfall Lítið gengur í samningaviðræðum RSÍ og Samtaka Atvinnulífsins, SA, en samninganefnd félaganna ræddi málin um helgina. „Það er skemmst frá því að segja að samninganefnd RSÍ telur þá uppstillingu sem SA bauð iðnaðarmönnum ekki duga til þess að ná saman um hana þannig að menn treysti sér til þess að leggja slíkan kjarasamning í atkvæðagreiðslu á meðal félagsmanna,“ segir í frétt á vef RSÍ og bætt er við: „74% félagsmanna RSÍ sem taka laun samkvæmt kjarasamningi RSÍ-SA/SART vilja beita aðgerðum til þess að knýja á um gerð nýs kjarasamnings í anda þeirra krafna. Það er ljóst að mikil ábyrgð liggur á SA að ræða við samninganefnd RSÍ til þess að koma í veg fyrir að til verkfalls þurfi að koma.“Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ.VÍSIR/stefánKSÍ beðið RSÍ um undanþágu Fari RSÍ í verkfall mun RÚV ekki senda út leikinn nema undanþága verði veitt. KSÍ hefur beðið 365 Miðla um að taka upp leikinn fari allt á versta veg, en 365 má ekki sýna hann beint samkvæmt samningum. Leikurinn yrði sýndur einni klukkustund eftir að flautað er af í Laugardalnum. „Við höfum áhyggjur af þessu og vonum auðvitað að málið leysist,“ segir Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, við Vísi. Hann segir knattspyrnusambandið hafa sent RSÍ bréf með beiðni um undanþágu fyrir starfsmenn RÚV á föstudagskvöldið svo leikurinn verði sýndur beint. „Það verður náttúrlega grátlegt fyrir alla Íslendinga að sjá ekki leikinn og auðvitað fleiri út um allan heim sem eru spenntir fyrir þessum leik. Ég vona svo sannarlega að RSÍ veiti undanþágu verði af verkfallinu,“ segir Geir Þorsteinsson.Þjóðin gæti orðið af tveimur landsleikjum karla í handbolta og einum hjá stelpunum.vísir/eva björkÞrír handboltaleikir ekki í beinni Það er ekki bara karlalandsliðið í fótbolta sem verður ekki í beinni ef af verkfallinu verður heldur þrír landsleikir í handbolta hjá bæði karla- og kvennalandsliðinu. Á miðvikudaginn keppa strákarnir okkar við Ísrael ytra í næstsíðasta leik liðsins í undankeppni EM 2016 í Póllandi. Sá leikur verður ekki sýndur beint nema RSÍ veiti RÚV undanþágu til útsendingar og sama gildir um tvíhöfðann í Höllinni á laugardaginn þar sem strákarnir og stelpurnar mæta Svartfjallalandi. „Við erum búin að senda undanþágulista og verið er að bíða eftir viðbrögðum,“ segir Einar Örn Jónsson, íþróttastjóri RÚV, við Vísi. „Ég vona bara að þetta leysist því áhuginn á landsliðunum hefur sýnt að býsna margir verða af komi til verkfalls. Fólk langar að sjá þessa leiki.“ „Við þurfum að framleiða þennan Tékkaleik fyrir Evrópu líka, ekki bara Ísland. Útsendingin fer til allra þeirra þjóða sem hafa keypt réttinn,“ segir Einar Örn Jónsson. Íslenski boltinn Íslenski handboltinn Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Heimir kynntur til leiks í Árbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Sjá meira
Svo gæti farið að þeir 9.700 sem eru svo heppnir að vera með miða á leik Íslands og Tékklands í undankeppni EM 2016 á föstudagskvöldið verði þeir einu sem sjá leikinn beint. Hætta er á að leikurinn verði ekki sýndur í beinni útsendingu í sjónvarpinu þar sem tæknimenn RÚV, sem eru flestir hverjir meðlimir Rafiðnarsambandsins, eru á leið í verkfall. Verkfall RSÍ á að hefjast á miðnætti aðfaranótt miðvikudags og standa í sex daga.Strákarnir eiga mikilvægan leik fyrir höndum gegn Tékkum.vísir/gettyÞrír fjórðu vilja fara í verkfall Lítið gengur í samningaviðræðum RSÍ og Samtaka Atvinnulífsins, SA, en samninganefnd félaganna ræddi málin um helgina. „Það er skemmst frá því að segja að samninganefnd RSÍ telur þá uppstillingu sem SA bauð iðnaðarmönnum ekki duga til þess að ná saman um hana þannig að menn treysti sér til þess að leggja slíkan kjarasamning í atkvæðagreiðslu á meðal félagsmanna,“ segir í frétt á vef RSÍ og bætt er við: „74% félagsmanna RSÍ sem taka laun samkvæmt kjarasamningi RSÍ-SA/SART vilja beita aðgerðum til þess að knýja á um gerð nýs kjarasamnings í anda þeirra krafna. Það er ljóst að mikil ábyrgð liggur á SA að ræða við samninganefnd RSÍ til þess að koma í veg fyrir að til verkfalls þurfi að koma.“Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ.VÍSIR/stefánKSÍ beðið RSÍ um undanþágu Fari RSÍ í verkfall mun RÚV ekki senda út leikinn nema undanþága verði veitt. KSÍ hefur beðið 365 Miðla um að taka upp leikinn fari allt á versta veg, en 365 má ekki sýna hann beint samkvæmt samningum. Leikurinn yrði sýndur einni klukkustund eftir að flautað er af í Laugardalnum. „Við höfum áhyggjur af þessu og vonum auðvitað að málið leysist,“ segir Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, við Vísi. Hann segir knattspyrnusambandið hafa sent RSÍ bréf með beiðni um undanþágu fyrir starfsmenn RÚV á föstudagskvöldið svo leikurinn verði sýndur beint. „Það verður náttúrlega grátlegt fyrir alla Íslendinga að sjá ekki leikinn og auðvitað fleiri út um allan heim sem eru spenntir fyrir þessum leik. Ég vona svo sannarlega að RSÍ veiti undanþágu verði af verkfallinu,“ segir Geir Þorsteinsson.Þjóðin gæti orðið af tveimur landsleikjum karla í handbolta og einum hjá stelpunum.vísir/eva björkÞrír handboltaleikir ekki í beinni Það er ekki bara karlalandsliðið í fótbolta sem verður ekki í beinni ef af verkfallinu verður heldur þrír landsleikir í handbolta hjá bæði karla- og kvennalandsliðinu. Á miðvikudaginn keppa strákarnir okkar við Ísrael ytra í næstsíðasta leik liðsins í undankeppni EM 2016 í Póllandi. Sá leikur verður ekki sýndur beint nema RSÍ veiti RÚV undanþágu til útsendingar og sama gildir um tvíhöfðann í Höllinni á laugardaginn þar sem strákarnir og stelpurnar mæta Svartfjallalandi. „Við erum búin að senda undanþágulista og verið er að bíða eftir viðbrögðum,“ segir Einar Örn Jónsson, íþróttastjóri RÚV, við Vísi. „Ég vona bara að þetta leysist því áhuginn á landsliðunum hefur sýnt að býsna margir verða af komi til verkfalls. Fólk langar að sjá þessa leiki.“ „Við þurfum að framleiða þennan Tékkaleik fyrir Evrópu líka, ekki bara Ísland. Útsendingin fer til allra þeirra þjóða sem hafa keypt réttinn,“ segir Einar Örn Jónsson.
Íslenski boltinn Íslenski handboltinn Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Heimir kynntur til leiks í Árbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Sjá meira