Íslenski boltinn

Sjáðu son Tryggva Guðmundssonar skora sitt fyrsta mark fyrir KR

Tómas Þór Þórðarson skrifar
„Þetta er frábært. Það er ekki hægt að byrja betur,“ sagði Guðmundur Andri Tryggvason, 15 ára gamall leikmaður KR, í viðtali á Stöð 2 Sport í gær eftir að skora sitt fyrsta mark fyrir liðið.

Andri kom inn á sem varamaður gegn Keflavík í 32 liða úrslitum Borgunarbikarsins í gærkvöldi og skoraði glæsilegt skallamark. KR vann leikinn örugglega, 5-0.

Tölfræði KR á Twitter greindi frá því eftir að leikinn að Andri sé nú yngsti leikmaðurinn til að skora fyrir KR í bikarnum, aðeins 15 ára og 211 daga gamall.

„Þetta er fyrsti leikurinn sem ég spila og það er frábært að byrja með marki,“ sagði Andri, en hann var virkilega hugrakkur í markinu.

„Ég verð að fórna mér fyrir allt. Þetta var frábær bolti frá Aroni og ég sá glufu til að skora þannig ég stökk á boltann og skoraði,“ sagði Guðmundur Andri Tryggvason.

Guðmundur Andri hefur ekki langt að sækja hæfileikana í markaskorun, en faðir hans er Tryggvi Guðmundsson, markahæsti leikmaður efstu deildar frá upphafi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×