Fótbolti

Sjö nýliðar í U-21 landsliðinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eyjólfur er þjálfari U-21 liðs Íslands.
Eyjólfur er þjálfari U-21 liðs Íslands. Vísir/Anton
Eyjólfur Sverrisson hefur valið hvaða leikmenn skipa U-21 landslið Íslands fyri leik liðsins gegn Makedóníu í undankeppni EM 2017.

Leikið verður á Vodafone-vellinum þann 11. júní og er þetta fyrsti leikur undankeppninnar þar sem önnur lið fara ekki af stað fyrr en í haust.

Leikmenn sem eru fæddir 1994 og síðar eru gjaldgengir í liðið og hefur Eyjólfur valið 20 leikmenn. Þar af eru sjö nýliðar og sex atvinnumenn.

Leikreyndustu menn liðsins eru Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður Nordsjælland, og Valsarinn Orri Sigurður Ómarsson. Báðir eiga ellefu leiki að baki.

Leikmenn Íslands:

Marverðir:

Rúnar Alex Rúnarsson (Nordsjælland)

Frederik Schram (Vestsjælland)

Fannar Hafsteinsson (KA)

Aðrir leikmenn:

Orri Sigurður Ómarsson (Val)

Aron Elís Þrándarson (Álasund)

Oliver Sigurjónsson (Breiðabliki)

Elías Már Ómarsson (Vålerenga)

Þorri Geir Rúnarsson (Stjörnunni)

Adam Örn Arnarson (Nordsjælland)

Böðvar Böðvarsson (FH)

Daníel Leó Grétarsson (Álasund)

Heiðar Ægisson (Stjörnunni)

Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðabliki)

Kristján Flóki Finnbogason (FH)

Aron Rúnarsson Heiðdal (Stjörnunni)

Davíð Örn Atlason (Víkingi)

Ívar Örn Jónsson (Víkingi)

Sindri Björnsson (Leikni)

Viktor Jónsson (Þrótti)

Ævar Ingi Jóhannesson (KA)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×