Utanríkisráðherra fjarverandi í fyrirspurnatíma: „Ráðherrar kannski komnir í andlegt sumarfrí“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. júní 2015 11:14 Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, og Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. vísir/vilhelm/daníel Þingmenn stjórnarandstöðunnar kvöddu sér hljóðs við upphaf þingfundar í morgun og ræddu fundarstjórn forseta. Fyrsta mál á dagskrá voru óundirbúnar fyrirspurnir til forsætisráðherra, utanríkisráðherra og félags-og húsnæðismálaráðherra en utanríkisráðherra forfallaðist á seinustu stundu. Þetta voru þingmenn stjórnarandstöðunnar ósáttir við. Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði ríkisstjórnina líta svo á að þingið væri ekki í fyrsta sæti. Flokkssystir hennar, Katrín Jakobsdóttir, hafði þetta um málið að segja: „Ég tel einsýnt að ráðherrar eru orðnir lúnir eftir veturinn og kannski bara komnir í andlegt sumarfrí þegar einungis tveir þeirra treysta sér til að mæta hér í óundirbúnar fyrirspurnir. [...] Ég lýsi yfir ákveðnum áhyggjum af heilsufari ráðherra.“ Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, sagði þessi vinnubrögð ríkisstjórnarinnar óásættanleg og Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, sagði ráðherra ríkisstjórnarinnar sýna þinginu vanvirðu. Einar K. Guðfinnsson, forseti þingsins, sagði við upphaf umræðunnar um fundarstjórn að honum hafi orðið ljóst fyrr en skömmu áður að einungis forsætisráðherra og félags- og húsnæðismálaráðherra yrðu viðstaddir fyrirspurnatímann. Þetta þætti honum óheppilegt en lítið hefði verið hægt að gera með svo skömmum fyrirvara.Uppfært klukkan 12:20: Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu sem send var nú rétt fyrir hádegi kemur fram að Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, hafi í gær og í dag fundað með nýrri ríkisstjórn Finnlands. Hann hefur meðal annars fundað með utanríkisráðherranum Timo Soini, ráðherra utanríkisviðskipta og þróunarmála, Lenita Toivakka, formanni þingflokks Miðflokksins, Matti Vanhanen, formanni utanríkismalanefndar finnska þingsins, Antti Kaikkonen, og Antero Vartia, sem tók nýlega sæti á finnska þinginu fyrir Græningja en hann er af íslenskum ættum. Alþingi Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar kvöddu sér hljóðs við upphaf þingfundar í morgun og ræddu fundarstjórn forseta. Fyrsta mál á dagskrá voru óundirbúnar fyrirspurnir til forsætisráðherra, utanríkisráðherra og félags-og húsnæðismálaráðherra en utanríkisráðherra forfallaðist á seinustu stundu. Þetta voru þingmenn stjórnarandstöðunnar ósáttir við. Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði ríkisstjórnina líta svo á að þingið væri ekki í fyrsta sæti. Flokkssystir hennar, Katrín Jakobsdóttir, hafði þetta um málið að segja: „Ég tel einsýnt að ráðherrar eru orðnir lúnir eftir veturinn og kannski bara komnir í andlegt sumarfrí þegar einungis tveir þeirra treysta sér til að mæta hér í óundirbúnar fyrirspurnir. [...] Ég lýsi yfir ákveðnum áhyggjum af heilsufari ráðherra.“ Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, sagði þessi vinnubrögð ríkisstjórnarinnar óásættanleg og Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, sagði ráðherra ríkisstjórnarinnar sýna þinginu vanvirðu. Einar K. Guðfinnsson, forseti þingsins, sagði við upphaf umræðunnar um fundarstjórn að honum hafi orðið ljóst fyrr en skömmu áður að einungis forsætisráðherra og félags- og húsnæðismálaráðherra yrðu viðstaddir fyrirspurnatímann. Þetta þætti honum óheppilegt en lítið hefði verið hægt að gera með svo skömmum fyrirvara.Uppfært klukkan 12:20: Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu sem send var nú rétt fyrir hádegi kemur fram að Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, hafi í gær og í dag fundað með nýrri ríkisstjórn Finnlands. Hann hefur meðal annars fundað með utanríkisráðherranum Timo Soini, ráðherra utanríkisviðskipta og þróunarmála, Lenita Toivakka, formanni þingflokks Miðflokksins, Matti Vanhanen, formanni utanríkismalanefndar finnska þingsins, Antti Kaikkonen, og Antero Vartia, sem tók nýlega sæti á finnska þinginu fyrir Græningja en hann er af íslenskum ættum.
Alþingi Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira