Kom hálfhlæjandi í pontu og sagði fyrirspurn „sérkennilega“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. júní 2015 10:51 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra kom hálfhlæjandi í pontu á Alþingi í morgun eftir fyrirspurn Árna Páls Árnasonar. vísir/vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, furðaði sig á fyrirspurn sem Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, lagði fyrir hann í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Fyrirspurnin sneri að nauðasamningum föllnu bankanna og stöðuleikaframlags þeirra vegna afnáms gjaldeyrishafta en geri þrotabúin samninga munu þau ekki þurfa að greiða 39% stöðugleikaskatt. Þrotabúin þurfa hins vegar að fallast á stöðugleikaskilyrði vegna nauðasamninganna en Árni Páll sagði að miklu munaði á því hvað kæmi inn í þjóðarbúið, annars vegar með stöðugleikaskatti og hins vegar með stöðugleikaskilyrðunum. „Ég vil þess vegna spyrja hæstvirtan forsætisráðherra hvort hann sé algjörlega sannfærður um að það séu efnisrök fyrir því að veita kröfuhöfunum þennan afslátt og að það sé engin leið að ganga lengra gagnvart þeim.“Eins og Árni Páll væri að stíga út úr tímavél Forsætisráðherra kom hálfhlæjandi í pontu og sagði við upphaf ræðu sinnar að þetta væri svolítið sérkennileg fyrirspurn. Hún kæmi þó að öllu leyti ekki á óvart fyrir þá sem lesa blogg og Facebook-færslur Össurar Skarphéðinssonar. Þá sagði forsætisráðherra að það væri eins og Árni Páll væri að stíga út úr tímavél þar sem hann væri mikið búinn að fjalla um kosti þeirra leiða sem væru til umræðu. Sigmundur Davíð sagði að nú ætti greinilega að fara þá braut að skapa einhverjar efasemdir um þetta allt saman. „Eins og háttvirtur þingmaður veit mætavel þá er munurinn á stöðugleikaskattinum og stöðugleikaskilyrðunum sá að stöðugleikaskilyrðin laga sig að umfangi vandans. Þar af leiðandi fer sú upphæð sem þar er um að ræða eftir umfangi vandans,“ sagði Sigmundur og bætti við að ýmsir aðrir liðir komi til viðbótar við stöðugleikaframlagið. Á heildina litið geti því upphæðirnar í samningaleiðinni orðið hærri en þær sem um ræðir í skattinum.Sleppti því að svara „skítkasti“ forsætisráðherra Árni Páll sagðist ætla að sleppa því að svara því sem hann kallaði „skítkast“ forsætisráðherra í sinn garð og Samfylkingarinnar. Hann ítrekaði hins vegar spurningu sína um hvort hann teldi þetta fullnægjandi niðurstöðu þar sem ekki væri ljóst hver stöðugleikaskilyrðin væru. Forsætisráðherra sagði það hins vegar liggja fyrir hvað fælist í stöðugleikaskilyrðunum. „Þau snúast um stöðugleikaframlag og ýmsar aðrar ráðstafanir sem háttvirtur þingmaður hlýtur að þekkja og hlýtur að vera búinn að kynna sér og hlýtur líka að vera þeirrar skoðunar að ef að þetta er hannað til að tryggja það að sama hversu stór vandinn verður muni það skila nægilega háum upphæðum til að takast á við þann vanda.“Uppfært klukkan 11.40: Í upphaflegri útgáfu þessarar fréttar var sagt í fyrirsögn að fyrirspurnin hefði snúist um stöðugleikaskatt. Hið rétta er að hún varðaði stöðuleikaskilyrðin og hefur það nú verið lagfært. Alþingi Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, furðaði sig á fyrirspurn sem Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, lagði fyrir hann í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Fyrirspurnin sneri að nauðasamningum föllnu bankanna og stöðuleikaframlags þeirra vegna afnáms gjaldeyrishafta en geri þrotabúin samninga munu þau ekki þurfa að greiða 39% stöðugleikaskatt. Þrotabúin þurfa hins vegar að fallast á stöðugleikaskilyrði vegna nauðasamninganna en Árni Páll sagði að miklu munaði á því hvað kæmi inn í þjóðarbúið, annars vegar með stöðugleikaskatti og hins vegar með stöðugleikaskilyrðunum. „Ég vil þess vegna spyrja hæstvirtan forsætisráðherra hvort hann sé algjörlega sannfærður um að það séu efnisrök fyrir því að veita kröfuhöfunum þennan afslátt og að það sé engin leið að ganga lengra gagnvart þeim.“Eins og Árni Páll væri að stíga út úr tímavél Forsætisráðherra kom hálfhlæjandi í pontu og sagði við upphaf ræðu sinnar að þetta væri svolítið sérkennileg fyrirspurn. Hún kæmi þó að öllu leyti ekki á óvart fyrir þá sem lesa blogg og Facebook-færslur Össurar Skarphéðinssonar. Þá sagði forsætisráðherra að það væri eins og Árni Páll væri að stíga út úr tímavél þar sem hann væri mikið búinn að fjalla um kosti þeirra leiða sem væru til umræðu. Sigmundur Davíð sagði að nú ætti greinilega að fara þá braut að skapa einhverjar efasemdir um þetta allt saman. „Eins og háttvirtur þingmaður veit mætavel þá er munurinn á stöðugleikaskattinum og stöðugleikaskilyrðunum sá að stöðugleikaskilyrðin laga sig að umfangi vandans. Þar af leiðandi fer sú upphæð sem þar er um að ræða eftir umfangi vandans,“ sagði Sigmundur og bætti við að ýmsir aðrir liðir komi til viðbótar við stöðugleikaframlagið. Á heildina litið geti því upphæðirnar í samningaleiðinni orðið hærri en þær sem um ræðir í skattinum.Sleppti því að svara „skítkasti“ forsætisráðherra Árni Páll sagðist ætla að sleppa því að svara því sem hann kallaði „skítkast“ forsætisráðherra í sinn garð og Samfylkingarinnar. Hann ítrekaði hins vegar spurningu sína um hvort hann teldi þetta fullnægjandi niðurstöðu þar sem ekki væri ljóst hver stöðugleikaskilyrðin væru. Forsætisráðherra sagði það hins vegar liggja fyrir hvað fælist í stöðugleikaskilyrðunum. „Þau snúast um stöðugleikaframlag og ýmsar aðrar ráðstafanir sem háttvirtur þingmaður hlýtur að þekkja og hlýtur að vera búinn að kynna sér og hlýtur líka að vera þeirrar skoðunar að ef að þetta er hannað til að tryggja það að sama hversu stór vandinn verður muni það skila nægilega háum upphæðum til að takast á við þann vanda.“Uppfært klukkan 11.40: Í upphaflegri útgáfu þessarar fréttar var sagt í fyrirsögn að fyrirspurnin hefði snúist um stöðugleikaskatt. Hið rétta er að hún varðaði stöðuleikaskilyrðin og hefur það nú verið lagfært.
Alþingi Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent