Ólga í Hafnarfirði: „Frekjupólitík af verstu sort“ Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 27. júní 2015 17:49 Gunnar Axel Axelsson bæjarfulltrúi í Hafnarfirði Vísir „Mælirinn er fullur,“ segir Gunnar Axel Axelsson bæjarfulltrúi í Hafnarfirði sem sakar meirihlutann um ólýðræðisleg vinnubrögð. Fundarboð barst bæjarfulltrúum seint á föstudag og boðað til aukafundar í bæjarstjórn næstkomandi mánudag. Fundarefnið er breytingar á stjórnskipulagi Hafnarfjarðar. Fundarboðið sendi Guðlaug Kristinsdóttir forseti bæjarstjórnar og oddviti Bjartrar framtíðar. Gunnar Axel segir vinnubrögðin ólýðræðisleg og einkennast af valdníðslu. „Snýr kannski fyrst og fremst af þeirri framkomu og því virðingarleysi sem við upplifum sem bæjarfulltrúar og við upplifum að fulltrúar meirihlutans sýni okkur sem kjörnum fulltrúum og okkar hlutverki og líka gagnvart þeim leikreglum sem okkur eru settar og okkur ber að fara eftir svo hægt sé að tala um raunverulegt lýðræði. Við erum að upplifa pólitík sem stundum er kölluð frekjupólitík af verstu sort. Því miður er þannig komið fyrir samskiptum og fyrirkomulagi mála í Hafnarfirði að Það eru einu orðin sem ég á yfir það.“ Hann tekur fram að engar stjórnkerfisbreytingar hafi verið ræddar í bæjarráði. Engar tillögur að breytingum hafi verið til meðferðar. „Við höfum auðvitað okkar nefndakerfi og okkar lýðræðislega fyrirkomulag. Það er eðlilegt að allar tillögur fari í gegnum eðlilega málsmeðferð, fái þar umfjöllun áður það kemur til fullnaðarákvörðunar í bæjarstjórn. Það bara það stjórnkerfi sem við búum við eins og önnur sveitarfélög. Þannig að það kom okkur á óvart að hér ætti að leggja fram tillögur næsta mánudag, svo til fyrirvaralaust án þess að þær hafi fengið efnislega meðferð.“ Bæjarfulltrúar ræða það að leggja fram kæru til innanríkisráðuneytis vegna vinnubragða meirihlutans. „Það eru mörg atriði í síðasta bæjarstjórnarfundi sem að ég held að þurfi skoðun og Ég geri ráð fyrir að þau verði kærð til innanríkisráðuneytisins. Bæði boðun fundarins, stjórn hans og einstaka ákvarðanir sem orka vægast sagt tvímælis. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarfulltrúi og oddviti Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði tekur fyrir að vinnubrögðin séu ólýðræðisleg. „Ef að málið snýst um af hverju við erum að boða aukafund í bæjarstjórn þá finnst mér einmitt lýðræðislegt að kalla saman ellefu manna fullskipaða bæjarstjórn til að taka ákvörðun sem þessa og það í kjölfar umræðu á opnum bæjarstjórnarfundi, heldur en einmitt að taka ákvörðun sem lýtur að þessum breytingum á lokuðum bæjarráðsfundi.“ Alþingi Tengdar fréttir Stjórnskipulaginu umturnað Bæjarstjórn á aukafund fimm dögum eftir að hún fór í sumarfrí 27. júní 2015 07:00 Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
„Mælirinn er fullur,“ segir Gunnar Axel Axelsson bæjarfulltrúi í Hafnarfirði sem sakar meirihlutann um ólýðræðisleg vinnubrögð. Fundarboð barst bæjarfulltrúum seint á föstudag og boðað til aukafundar í bæjarstjórn næstkomandi mánudag. Fundarefnið er breytingar á stjórnskipulagi Hafnarfjarðar. Fundarboðið sendi Guðlaug Kristinsdóttir forseti bæjarstjórnar og oddviti Bjartrar framtíðar. Gunnar Axel segir vinnubrögðin ólýðræðisleg og einkennast af valdníðslu. „Snýr kannski fyrst og fremst af þeirri framkomu og því virðingarleysi sem við upplifum sem bæjarfulltrúar og við upplifum að fulltrúar meirihlutans sýni okkur sem kjörnum fulltrúum og okkar hlutverki og líka gagnvart þeim leikreglum sem okkur eru settar og okkur ber að fara eftir svo hægt sé að tala um raunverulegt lýðræði. Við erum að upplifa pólitík sem stundum er kölluð frekjupólitík af verstu sort. Því miður er þannig komið fyrir samskiptum og fyrirkomulagi mála í Hafnarfirði að Það eru einu orðin sem ég á yfir það.“ Hann tekur fram að engar stjórnkerfisbreytingar hafi verið ræddar í bæjarráði. Engar tillögur að breytingum hafi verið til meðferðar. „Við höfum auðvitað okkar nefndakerfi og okkar lýðræðislega fyrirkomulag. Það er eðlilegt að allar tillögur fari í gegnum eðlilega málsmeðferð, fái þar umfjöllun áður það kemur til fullnaðarákvörðunar í bæjarstjórn. Það bara það stjórnkerfi sem við búum við eins og önnur sveitarfélög. Þannig að það kom okkur á óvart að hér ætti að leggja fram tillögur næsta mánudag, svo til fyrirvaralaust án þess að þær hafi fengið efnislega meðferð.“ Bæjarfulltrúar ræða það að leggja fram kæru til innanríkisráðuneytis vegna vinnubragða meirihlutans. „Það eru mörg atriði í síðasta bæjarstjórnarfundi sem að ég held að þurfi skoðun og Ég geri ráð fyrir að þau verði kærð til innanríkisráðuneytisins. Bæði boðun fundarins, stjórn hans og einstaka ákvarðanir sem orka vægast sagt tvímælis. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarfulltrúi og oddviti Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði tekur fyrir að vinnubrögðin séu ólýðræðisleg. „Ef að málið snýst um af hverju við erum að boða aukafund í bæjarstjórn þá finnst mér einmitt lýðræðislegt að kalla saman ellefu manna fullskipaða bæjarstjórn til að taka ákvörðun sem þessa og það í kjölfar umræðu á opnum bæjarstjórnarfundi, heldur en einmitt að taka ákvörðun sem lýtur að þessum breytingum á lokuðum bæjarráðsfundi.“
Alþingi Tengdar fréttir Stjórnskipulaginu umturnað Bæjarstjórn á aukafund fimm dögum eftir að hún fór í sumarfrí 27. júní 2015 07:00 Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Stjórnskipulaginu umturnað Bæjarstjórn á aukafund fimm dögum eftir að hún fór í sumarfrí 27. júní 2015 07:00