„2.500 ræður um fundarstjórn forseta“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 25. júní 2015 11:50 Bjarni Benediktsson vísir/vilhelm Þingfundur hófst klukkan 10.30 morgun. Þriðja daginn í röð hófst fundurinn á því að þingmenn stjórnarandstöðunnar báru upp tillögu þess efnis að sérstakar umræður færu fram. Tillagan var felld og í kjölfarið hófst óundirbúinn fyrirspurnartími. Í umræðum um tillöguna steig fjármálaráðherra upp í pontu. „Við höfum reynt að eiga samtal um hvernig best sé að ljúka þingstörfum. Við erum komin langt fram yfir starfsáætlun og enn nýta menn tjáningarfrelsi sitt ríkulega.“ „Frá áramótum hefur minnihlutinn flutt 2.500 ræður um fundarstjórn forseta. Það eru fimmtíu klukkustundir,“ sagði Bjarni. „Þá er mjög ótrúverðugt þegar fólk mætir hingað og segist hafa beðið um umræður þegar staðan er svona.“ Birgitta Jónsdóttirvísir/valli„Og þær verða fleiri!“ „Ég vil benda á að það færi vel á því ef hæstvirtur fjármálaráðherra yrði heiðarlegri með stöðuna hér á þingi,“ sagði Birgitta Jónsdóttir á meðan fjármálaráðherra hló út í annað. Birgitta nýtti fyrirspurn sína að mestu til að halda áfram þar sem umræðum um atkvæðagreiðsluna lauk. „Fyrir liggur dómsmál um makrílinn, væri ekki skynsamlegt að bíða með það frumvarp fram á haust?“ „Mér finnst skrítið að menn vilji ekki kannast við að staðan á þingi sé eins og hún er því það er ágreiningur um mál. Menn verða að kannast við sínar aðferðir. Þegar ég var í minnihluta beittum við öllum brögðum til að hindra Icesave og þegar troða átti á löngum venjum varðandi stjórnarskrána,” sagði Bjarni og minnti í kjölfarið á ræðurnar 2.500 um fundarstjórn. Þá var kallað úr sal „og þær verða fleiri!“Einar K. Guðfinnsson forseti þingsins.vísir/daníelSérstakar umræður í næstu viku Katrín Júlíusdóttir flutti tillöguna ásamt Jóni Þór Ólafssyni og Lilju Rafney Magnúsdóttur. Er hún mælti fyrir henni benti hún á að engin starfsáætlun hefði verið í þinginu í mánuð og á þeim tíma hefðu engar sérstakar umræður verið teknar á dagskrá. Beðið hefði verið um sumar þessara umræðna í janúar og enn hefðu þær ekki verið teknar á dagskrá. Beðið var um að forsætisráðherra myndi skila munnlegri skýrslu um stöðuna á vinnumarkaði og í kjölfarið tækju við sérstakar umræður um verðtryggingu þar sem hann yrði til andsvara. Í kjölfarið tækju við umræður um fyrirhugaðar skattabreytignar og jöfnuð í samfélaginu þar sem fjármálaráðherra myndi svara og að lokum yrðu umræður um öryggi sjúklinga. Einar K. Guðfinnsson forseti þingsins sagði að hann væri mikill áhugamaður um sérstakar umræður og vonaði að hægt yrði að taka þær á dagskrá í næstu viku. Honum hefði ekki komið í hugarlund að þinghald myndi dragast eins og raun ber vitni. Alþingi Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan enn á móti makrílfrumvarpinu Stjórnarmeirihlutinn leggur til rúmlega 12 prósenta hækkun veiðigjalda og að aflahlutdeild í makríl verði úthlutað til eins ár. Það dugar ekki stjórnarandstöðunni. 24. júní 2015 19:50 Segir góðan anda svífa yfir Alþingi Vinnustaðurinn Alþingi var til umræðu undir liðnum störf þingsins í dag. 24. júní 2015 16:01 Sigmundur Davíð: Mikið áhyggjuefni kæmust Píratar til valda "Hey, Silfurskeiðardrengir, þetta suð sem Píratar eru að mælast með, það er óþolandi flugan í tjaldinu, við erum í alvörunni til. Kær kveðja Birgitta Moskító.“ 25. júní 2015 09:06 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Þingfundur hófst klukkan 10.30 morgun. Þriðja daginn í röð hófst fundurinn á því að þingmenn stjórnarandstöðunnar báru upp tillögu þess efnis að sérstakar umræður færu fram. Tillagan var felld og í kjölfarið hófst óundirbúinn fyrirspurnartími. Í umræðum um tillöguna steig fjármálaráðherra upp í pontu. „Við höfum reynt að eiga samtal um hvernig best sé að ljúka þingstörfum. Við erum komin langt fram yfir starfsáætlun og enn nýta menn tjáningarfrelsi sitt ríkulega.“ „Frá áramótum hefur minnihlutinn flutt 2.500 ræður um fundarstjórn forseta. Það eru fimmtíu klukkustundir,“ sagði Bjarni. „Þá er mjög ótrúverðugt þegar fólk mætir hingað og segist hafa beðið um umræður þegar staðan er svona.“ Birgitta Jónsdóttirvísir/valli„Og þær verða fleiri!“ „Ég vil benda á að það færi vel á því ef hæstvirtur fjármálaráðherra yrði heiðarlegri með stöðuna hér á þingi,“ sagði Birgitta Jónsdóttir á meðan fjármálaráðherra hló út í annað. Birgitta nýtti fyrirspurn sína að mestu til að halda áfram þar sem umræðum um atkvæðagreiðsluna lauk. „Fyrir liggur dómsmál um makrílinn, væri ekki skynsamlegt að bíða með það frumvarp fram á haust?“ „Mér finnst skrítið að menn vilji ekki kannast við að staðan á þingi sé eins og hún er því það er ágreiningur um mál. Menn verða að kannast við sínar aðferðir. Þegar ég var í minnihluta beittum við öllum brögðum til að hindra Icesave og þegar troða átti á löngum venjum varðandi stjórnarskrána,” sagði Bjarni og minnti í kjölfarið á ræðurnar 2.500 um fundarstjórn. Þá var kallað úr sal „og þær verða fleiri!“Einar K. Guðfinnsson forseti þingsins.vísir/daníelSérstakar umræður í næstu viku Katrín Júlíusdóttir flutti tillöguna ásamt Jóni Þór Ólafssyni og Lilju Rafney Magnúsdóttur. Er hún mælti fyrir henni benti hún á að engin starfsáætlun hefði verið í þinginu í mánuð og á þeim tíma hefðu engar sérstakar umræður verið teknar á dagskrá. Beðið hefði verið um sumar þessara umræðna í janúar og enn hefðu þær ekki verið teknar á dagskrá. Beðið var um að forsætisráðherra myndi skila munnlegri skýrslu um stöðuna á vinnumarkaði og í kjölfarið tækju við sérstakar umræður um verðtryggingu þar sem hann yrði til andsvara. Í kjölfarið tækju við umræður um fyrirhugaðar skattabreytignar og jöfnuð í samfélaginu þar sem fjármálaráðherra myndi svara og að lokum yrðu umræður um öryggi sjúklinga. Einar K. Guðfinnsson forseti þingsins sagði að hann væri mikill áhugamaður um sérstakar umræður og vonaði að hægt yrði að taka þær á dagskrá í næstu viku. Honum hefði ekki komið í hugarlund að þinghald myndi dragast eins og raun ber vitni.
Alþingi Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan enn á móti makrílfrumvarpinu Stjórnarmeirihlutinn leggur til rúmlega 12 prósenta hækkun veiðigjalda og að aflahlutdeild í makríl verði úthlutað til eins ár. Það dugar ekki stjórnarandstöðunni. 24. júní 2015 19:50 Segir góðan anda svífa yfir Alþingi Vinnustaðurinn Alþingi var til umræðu undir liðnum störf þingsins í dag. 24. júní 2015 16:01 Sigmundur Davíð: Mikið áhyggjuefni kæmust Píratar til valda "Hey, Silfurskeiðardrengir, þetta suð sem Píratar eru að mælast með, það er óþolandi flugan í tjaldinu, við erum í alvörunni til. Kær kveðja Birgitta Moskító.“ 25. júní 2015 09:06 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Stjórnarandstaðan enn á móti makrílfrumvarpinu Stjórnarmeirihlutinn leggur til rúmlega 12 prósenta hækkun veiðigjalda og að aflahlutdeild í makríl verði úthlutað til eins ár. Það dugar ekki stjórnarandstöðunni. 24. júní 2015 19:50
Segir góðan anda svífa yfir Alþingi Vinnustaðurinn Alþingi var til umræðu undir liðnum störf þingsins í dag. 24. júní 2015 16:01
Sigmundur Davíð: Mikið áhyggjuefni kæmust Píratar til valda "Hey, Silfurskeiðardrengir, þetta suð sem Píratar eru að mælast með, það er óþolandi flugan í tjaldinu, við erum í alvörunni til. Kær kveðja Birgitta Moskító.“ 25. júní 2015 09:06